Stefán Halldórsson (Hrafnabjörgum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Stefán Halldórsson á Hrafnabjörgum, sjómaður, vitavörður fæddist 9. júní 1903 í Sandvík í Norðfjarðarhreppi og lést 25. mars 1997 í Stykkishólmi.
Foreldrar hans voru Halldór Halldórsson bóndi, beykir, hagyrðingur á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, f. 2. október 1866, d. 25. apríl 1924 og kona hans Elísabet Brynjólfsdóttir húsfreyja á Hafnarnesi, síðan á Kirkjuhól, en síðast í Reykjavík f. 7. mars 1866, d. 3. desember 1947.

Stefán var með foreldrum sínum á Hafnarnesi í æsku, var sjómaður þar 1920.
Stefán kvæntist Ástríði 1926. Þau voru á Hafnarnesi við fæðingu Halldórs 1927, fluttust til Eyja á því ári.
Þau bjuggu með barnið á Hrafnabjörgum 1927.
Ástríður lést úr berklum 1929. Elísabet móðir Stefáns og Ólafur bróðir hans tóku Halldór að sér og ólu hann upp.
Stefán fluttist til Reykjavíkur og var sjómaður.
Hann kvæntist Gyðríði 1933. Þau eignuðust ekki börn en Stefán gekk Jónu dóttur hennar í föðurstað. Einnig fóstruðu þau Magnús Jónsson.
Árið 1940 varð Stefán vitavörður í Höskuldsey á Breiðafirði og annaðist einnig vitann í Elliðaey og Bíldsey.
Hann var síðar sjómaður í Stykkishólmi og vann við fiskverkun þar.
Gyðríður lést 1976 og eftir það bjó hann um skeið hjá Magnúsi fóstursyni sínum, en síðan fluttist hann á elliheimilið í Stykkishólmi.
Hann lést 1997 á St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi.

Stefán var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (11. september 1926), var Ástríður Þorgeirsdóttir á Hrafnabjörgum, húsfreyja f. 19. september 1908 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 28. júní 1929.
Barn þeirra var
1. Halldór Brynjólfur Stefánsson sjómaður, loftskeytamaður, skrifstofumaður, f. 3. mars 1927 á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði, d. 25. febrúar 2009.

II. Síðari kona Stefáns, (1933), var Gyðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1901, d. 1. október 1976.
Fósturbarn Stefáns, dóttir Gyðríðar var
2. Jóna Karólína Breiðfjörð Kristinsdóttir, f. 8. mars 1923, d. 19. maí 2006. Maður hennar var Pétur Guðmundur Jóhannsson skipstjóri, f. 7. október 1917, d. 16. október 1999.
Fóstursonur hjónanna:
3. Friðrik Magnús Jónsson skipasmiður, f. 7. nóvember 1949. Kona hans er Sigríður Gísladóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1957.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.