Steinn Guðmundsson (Sunnudal)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Steinn Guðmundsson frá Sunnudal, verslunarmaður, bifreiðasmiður fæddist 15. maí 1933 á Minna-Hofi á Rangárvöllum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ingvarsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, verslunarmaður, f. 25. ágústa 1904, d. 10. maí 1986, og kona hans Clara Lambertsen húsfreyja, f. 15. desember 1909 í Reykjavík, d. 6. júní 1993.

Börn Clöru og Guðmundar:
1. Jóhann Ingvar Guðmundsson, f. 15. maí 1932, d. 23. janúar 2002. Kona hans Guðbjörg Kristjánsdóttir.
2. Steinn Guðmundsson verslunarmaður, bifreiðasmiður, f. 15. maí 1933. Kona hans Guðbjörg S. Petersen.

Steinn var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim frá Minna-Hofi til Eyja 1936, var með þeim í Framnesi við Vesturveg 3b, á Vesturhúsum vestri við Ásaveg og lengst í Sunnudal við Kirkjuveg 28.
Hann vann við fiskiðnað, fluttist til Reykjavíkur um 1953, lærði rennismíði í Vélsmiðjunni Héðni, varð sveinn og vann þar til 1959.
Steinn nam þá bifreiðasmíði hjá Bílasmiðjunni, varð sveinn og vann þar í 15 ár.
Síðan starfaði hann hjá verslun Gísla Jónssonar í 15 ár, en vann síðan hjá Marel til starfsloka 76 ára.
Þau Guðbjörg giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Skeggjagötu 13.
Guðbjörg lést 2019. Steinn býr á Skeggjagötu 13.

I. Kona Steins, (8. maí 1954), var Guðbjörg Soffía Petersen húsfreyja, gjaldkeri, auglýsingastjóri Húsfreyjunnar, f. 20. júlí 1933, d. 2. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Ágúst Ferdinand Petersen listmálari, f. 20. nóvember 1908, d. 7. nóvember 1990, og kona hans Guðný Eiríka Guðmundsdóttir Petersen húsfreyja, f. 24. apríl 1910, d. 2. júní 1992.
Börn þeirra:
1. Guðný Ágústa Steinsdóttir húsfreyja, starfsmaður við dagvistun eldra fólks í Reykjavík, f. 18. ágúst 1954. Maður hennar Friðrik Helgi Jónsson.
2. Sigríður Steinsdóttir húsfreyja í Danmörku, starfsmaður við dagvistun andlega seinþroska fólks, f. 1. ágúst 1959. Fyrrum sambýlismaður John Rud.
3. Klara Steinsdóttir húsfreyja, forvörður, f. 23. júní 1970. Maður hennar Áki Guðni Karlsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.