Steinunn Eyjólfsdóttir (Fagurhól)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Steinunn Eyjólfsdóttir í Fagurhól fæddist 26. september 1855 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal og lést 29. maí 1955.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Eyjólfsson bóndi á Ytri-Sólheimum, f. 10. mars 1823, d. 5. apríl 1888, og síðari kona hans Steinunn Magnúsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1824, d. 8. febrúar 1907 á Ytri-Sólheimum.

Systir Steinunnar var Þórunn Eyjólfsdóttir verkakona í Fagurhól, f. 10. júní 1860, d. 27. september 1948.

Steinunn var með foreldrum sínum á Ytri-Sólheimum til ársins 1882 og bústýra Þorleifs Jónssonar þar 1882-1892, húsfreyja þar 1892-1902, en búandi ekkja þar frá 1902-1922. Hún var síðan hjá syni sínum þar 1922-1923
Steinunn fluttist til Guðjóns sonar síns í Eyjum 1923 og bjó hjá honum 1930 og 1940, en var hjá Guðbjörgu Elínu dóttur sinni 1950.
Hún lést 1955, hundrað ára.

Maður Steinunnar, (15. júlí 1892), var Þorleifur Jónsson bóndi á Ytri-Sólheimum, f. 11. október 1847, d. 27. september 1902.
Börn þeirra:
1. Guðjón Þorleifsson bátsformaður, smiður, f. 6. maí 1881, d. 20. mars 1964.
2. Guðbjörg Elín Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1887, d. 5. mars 1952.
3. Eyjólfur Elías Þorleifsson bóndi, síðar húsasmiður í Eyjum, f. 24. janúar 1893, d. 3. apríl 1983.
4. Marta Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 11. júní 1897, d. 6. apríl 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.