Steinunn Guðný Guðjónsdóttir (Mjölni)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Steinunn Guðný Guðjónsdóttir frá Akureyri, húsfreyja í Mjölni fæddist 4. maí 1873 og lést 19. janúar 1929 í Mjölni.
Foreldrar hennar voru Guðjón Steinsson járnsmiður á Akureyri, f. 31. október 1832, d. 12. febrúar 1914, og kona hans Lilja Gísladóttir húsfreyja, f. 1839, d. 9. nóvember 1899.

Steinunn Guðný var með fjölskyldu sinni við Stóru Strandgötu númer 14 á Akureyri 1880, með þeim í Húsi Guðjóns Steinssonar [Oddeyri] 1890. Þau Jón giftu sig 1896 á Akureyri, voru leigjendur þar 1901 með elsta barnið, en eignuðust 3 dætur þar .
Guðjón var í Hallgeirsey í A-Landeyjum 1910, en Steinunn Guðný bjó á Akureyri með börnunum og Guðrúnu móður Jóns,
Þau Jón fluttust til Eyja 1911, eignuðust eina dóttur þar á því ári, en Jón eignaðist barn með annarri konu þar 1912.
Þau voru leigjendur í Landlyst 1913 með 4 dætur, en við húsvitjun síðla árs var Sigurragna skráð farin í Landeyjar. Þau voru í Uppsölum með börnin Lilju Karlottu, Helgu og Guðrúnu 1914-1918. 1917 hafði Sigurragna komið til þeirra aftur.
Þau byggðu Mjölni við Skólaveg og bjuggu þar 1919 með 2 börn, Sigurrögnu og Helgu Víbekku. Lilja Karlotta fór til Akureyrar 1919 og var komin aftur að Mjölni 1920. Guðrún Magnea fór til Reykjavíkur 1919. Guðrún Björnsdóttir móðir Jóns var hjá þeim í Mjölni síðari árin.
Jón leitaði til Akureyrar, vann þar um skeið við iðn sína, en síðan á Flateyri og lést 1967. Steinunn varð eftir í Mjölni og lést þar 1929.

I. Maður Steinunnar Guðnýjar, (1896), var Jón Guðlaugsson skósmiður, lögreglumaður í Eyjum, f. 5. maí 1872, d. 6. nóvember 1967.
Börn þeirra hér:
1. Lilja Karlotta Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. september 1899, d. 19. nóvember 1971.
2. Sigurragna Magnea Jónsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 25. október 1905, d. 20. desember 1995. Maður hennar var Júlíus Þórarinsson, f. 5. júlí 1906.
3. Guðrún Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. maí 1902, d. 24. mars 1991.
4. Helga Vibekka Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1911, d. 5. júní 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.