Svala Guðmundsdóttir (Selsundi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Steinunn Svala Guðmundsdóttir og Sverrir Haraldsson.

Steinunn Svala Guðmundsdóttir húsfreyja og bóndi í Selsundi á Rangárvöllum fæddist 29. júní 1924 á Brekastíg 25 og lést 17. janúar 2007.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Gíslason múrari, síðar afgreiðslumaður, f. 19. október 1893 í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi, d. 14. maí 1972, og kona hans Marta Þorleifsdóttir húsfreyja f. 11. júní 1897 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 6. apríl 1984.

I. Barnsfaðir Svölu var Haukur Matthíasson verslunarmaður, Freyjugötu 5 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Steinunn Þorleif Hauksdóttir, f. 1. febrúar 1943 á Brekastíg 25.

II. Maður Svölu, (31. janúar 1948), var Sverrir Haraldsson bóndi í Selsundi, f. 15. maí 1927 í Næfurholti á Rangárvöllum.
Börn þeirra:
2. Guðrún Sverrisdóttir húsfreyja, jarðfræðingur, f. 6. ágúst 1948 á Hólum á Rangárvöllum.
3. Haraldur Sverrisson skipstjóri, f. 15. júlí 1952 í Selsundi. Kona hans: Hugrún Magnúsdóttir húsfreyja, bréfberi, starfsmaður leikskóla, f. 10. maí 1958.
4. Marta Sverrisdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 6. apríl 1955 á Vegamótum á Seltjarnarnesi.
5. Guðmundur Sverrisson, f. 11. júlí 1958.
Fóstursonur þeirra:
6. Guðmundur Gíslason verkamaður, f. 9. september 1964 í Reykjavík. Hann er dóttursonur Svölu, sonur Steinunnar Þorleifar Hauksdóttur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Lækjarbotnaætt. Sverrir Sæmundsson. Sögusteinn 1984.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.