Sveinn Jónatansson (Breiðholti)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Sveinn Jónatansson.

Sveinn Jónatansson frá Breiðholti, vélstjóri, yfirverkstjóri fæddist þar 7. júlí 1917 og lést 15. mars 1998.
Foreldrar hans voru Jónatan Snorrason sjómaður, vélstjóri, rennismiður, f. 6. september 1875 að Lambalæk í Fljótshlíð, d. 15. september 1960, og kona hans Steinunn Brynjólfsdóttir frá Kvíhólma u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. maí 1887, d. 22. júlí 1977.

Börn Jónatans og Steinunnar:
1. Guðjón Hafsteinn Jónatansson bifreiðastjóri, vélstjóri, rennismiður, f. 30. júní 1910, d. 8. mars 1993.
2. Guðrún Briet Jónatansdóttir, f. 19. maí 1913 í Breiðholti, d. 6. júlí 1923.
3. Sveinn Jónatansson vélstjóri, vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 7. júlí 1917, d. 15. mars 1998.
4. Brynjúlfur Jónatansson rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924.
5. Sigrún Jónatansdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 6. desember 1925 í Breiðholti, d. 12. janúar 1989.

Sveinn var með foreldrum sínum í æsku, sat um skeið í Gagnfræðaskólanum, lauk hinu minna mótorvélstjóraprófi í Eyjum 1937 og meira prófinu í Reykjavík 1945. Hann lauk sveinsprófi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og Vélsmiðjunni Héðni 1956; hlaut meistararéttindi 1959.
Sveinn var vélstjóri á Garðari VE 320 1937-1940, var vélstjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja 1941-1944, vélstjóri á Rifsnesi RE 272 1945-1951, Straumey ER 81 1952, en vann við vélvirkjun og verkstjórn í Héðni 1952-1987.
Sveinn var formaður Mótorvélstjórafélags Íslands 1953-1954 og átti sæti í stjórnskipuðum nefndum, sem lögðu grunninn að núverandi skipan vélstjóranáms.
Þau Ásta giftu sig 1945, bjuggu lengi á Nesvegi og síðustu 36 árin í Karfavogi 50.

I. Kona Sveins, (23. júní 1945), var Finnbjörg Ásta Helgadóttir frá Ísafirði, f. 27. júní 1921, d. 9. júlí í 2005. Foreldrar hennar voru Helgi Finnbogason sjómaður og vitavörður á Ísafirði, f. 9. júní 1885, d. 21. mars 1969, og kona hans Sigurrós Finnbogadóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1888 í Kvíum í Jökulfjörðum, N-Ís, d. 24. júlí 1967.
Barn þeirra var
1. Steinunn Jóna Sveinsdóttir húsfreyja, flugfreyja, lífeindafræðingur, f. 31. júlí 1945 í Reykjavík, d. 28. ágúst 2018. Maður hennar var Reynir Tómas Geirsson, læknir, prófessor.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.