Sveinn Matthíasson (Byggðarenda)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Sveinn Matthíasson.

Sveinn Matthíasson frá Byggðarenda, sjómaður, matsveinn fæddist 14. ágúst 1918 í Garðsauka og lést 15. nóvember 1998.
Foreldrar hans voru Matthías Gíslason skipstjóri, f. 14. júní 1893 í Sjávargötu á Eyrarbakka, drukknaði 14. janúar 1930, og Þórunn Júlía Sveinsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1894 í Hausthúsum á Eyrarbakka, d. 20. maí 1962.

Börn Þórunnar og Matthíasar:
1. Ingólfur Símon Matthíasson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 17. desember 1916, d. 18. október 1999.
2. Sveinn Matthíasson matsveinn, útgerðarmaður, f. 14. ágúst 1918, d. 15. nóvember 1998.
3. Óskar Matthíasson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. mars 1921, d. 21. desember 1992.
4. Gísli Matthíasson, f. 7. apríl 1925, d. 27. maí 1933.
5. Matthildur Þórunn Matthíasdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1926, d. 6. nóvember 1986.
Börn Þórunnar og Sigmars Guðmundssonar:
6. Gísli Matthías Sigmarsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. október 1937.
7. Guðlaug Erla Sigmarsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1942, d. 11. maí 2005.

Sveinn var með foreldrum sínum fyrst ellefu ár ævinnar, en faðir hans fórst með Ara VE 235 í janúar 1930.
Hann dvaldi hjá Birni Eiríkssyni bónda og Auðbjörgu Guðmundsdóttur húsfreyju í Tjarnarkoti í A-Landeyjum 1930-1933 og fermdist þar 1932. Þau brugðu búi í Tjarnarkoti 1933 og fluttust að Horni í Skorradal, en Sveinn fór til Eyja.
Sveinn fór snemma til sjós, varð matsveinn, sigldi á stríðsárunum með fisk til Bretlands, varð útgerðamaður og matsveinn á Maí VE, sem hann gerði út ásamt Halldóri Ágústssyni og Sigurði Gunnarssyni, síðan matsveinn og stýrimaður á Haferni VE 23, sem hann átti ásamt Ingólfi bróður sínum 1959-1984.
Sveinn var einnig matsveinn hjá Vinnslustöðinni um skeið. Síðar vann hann hjá Lifrarsamlaginu.
Þau Emma giftu sig 1940, bjuggu í Bólstaðarhlíð, skildu barnlaus, en fóstruðu Birgi Rút Pálsson frá Þingholti um skeið.
Þau María giftu sig 1945, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau eignuðust kjörbarn, dóttur Matthildar systur Sveins.
Þau bjuggu í fyrstu á Hásteinsvegi 7, en voru komin á Brimhólabraut 14 1953 og bjuggu þar síðan.
Sveinn bjó síðast á Eyjahrauni 7. Hann lést 1998 og María Eiríka 2012.

Sveinn var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (12. október 1940, skildu), var Emma Jóna Jóhannsdóttir frá Brekku, húsfreyja, f. 8. desember 1917, d. 19. mars 1989.
Þau voru barnlaus.

II. Síðari kona Sveins, (8. júní 1945), var María Eirikka Pétursdóttir frá Neskaupstað, húsfreyja, f. 9. nóvember 1923, d. 4. október 2012.
Börn þeirra:
1. Matthías Sveinsson vélstjóri, f. 21. september 1943 á Hásteinsvegi 7. Kona hans Kristjana Björnsdóttir.
2. Drengur, f. 18. nóvember 1946 á Hásteinsvegi 7, d. sama dag.
3. Stefán Pétur Sveinsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. september 1948 á Hásteinsvegi 7. Kona hans Henný Dröfn Ólafsdóttir, látin.
4. Sævar Sveinsson skipstjóri, útgerðarmaður f. 23. janúar 1953 á Brimhólabraut 14. Barnsmóðir Eyja Halldórsdóttir. Fyrri kona Svanhildur Sverrisdóttir. Kona hans Hólmfríður Björnsdóttir.
5. Halldór Sveinsson lögregluþjónn, f. 16. október 1956 á Brimhólabraut 14. Kona hans Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir.
6. Ómar Sveinsson verkamaður, f. 20. janúar 1959. Kona hans Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir.
Kjördóttir hjónanna:
7. Cassandra C. Siff Sveinsdóttir (Þórunn Sveins Sveinsdóttir), f. 18. ágúst 1960. Fyrri maður Hjörtur R. Jónsson. Síðari maður Peter Skov Andersen. Hún býr í Danmörku. Hún er dóttir Matthildar systur Sveins.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.