Sverrir Símonarson (Eyri)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Sverrir Símonarson.
Margrét Sigríður Friðriksdóttir.

Sverrir Símonarson frá Eyri, sjómaður, bátsmaður fæddist 19. desember 1930 á Eyri og lést 16. nóvember 2016.
Foreldrar hans voru Símon Guðmundsson útgerðarmaður, verkamaður á Eyri við Vesturveg 25, f. 21. maí 1884 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 2. apríl 1955, og kona hans Pálína Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1890 á Eyri í Reykjarfirði við Ísafjarðardjúp, d. 23. nóvember 1980.

Börn Pálínu og Símonar:
1. Sigríður Símonardóttir húsfreyja í Eyjum, Reykjavík og Hafnarfirði, f. 10. febrúar 1914 í Reykjavík, d. 27. apríl 1994.
2. Fjóla Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 9. september 1918 í Reykjavík, d. 29. maí 2010.
3. Guðmundur Einar Símonarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. september 1920 í Reykjavík, síðast í Grindavík, d. 6. nóvember 1998.
4. Unnur Björg Símonardóttir, f. 22. janúar 1922 á Eiðinu, d. 2. júlí 1922.
5. Margrét Símonardóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 11. maí 1923 á Brimnesi, d. 23. september 2008.
6. Páll Símonarson, f. 3. maí 1924 á Eyri, d. 12. maí 1924.
7. Helga Símonardóttir húsfreyja, verkakona á Selfossi, f. 4. júlí 1925 á Eyri, d. 16. júní 2011.
8. Karl Símonarson skipstjóri í Reykjavík en lengst í Grindavík, f. 16. nóvember 1926 á Eyri, síðast í Grindavík, d. 12. apríl 1976.
9. Sigríður Svanborg Símonardóttir húsfreyja, bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, síðast á Selfossi, f. 6. desember 1927 á Eyri, d. 13. apríl 2016.
10. Magnús Jónsson, f. 11. september 1929 á Eyri, d. 16. ágúst 2006. Hann varð kjörbarn Jóns á Hólmi og Stefaníu Einarsdóttur.
11. Sverrir Símonarson verkamaður, sjómaður í Reykjavík og Kópavogi, f. 19. desember 1930 á Eyri, d. 16. nóvember 2016.
12. Unnur Símonardóttir, f. 16. mars 1932 á Eyri, d. 28. júní 1932.
13. Sveinbjörg Símonardóttir húsfreyja, einkaritari í Reykjavík, f. 18. janúar 1934 á Eyri.

Sverrir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fluttist með þeim til Reykjavíkur 1943, stundaði sjómennsku á ýmsum bátum og togurum, var síðustu árin bátsmaður á togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, nú HB Granda.
Hann var sjómaður á Heiði 1951, er hann eignaðist barn með Sólrúnu Gestsdóttur.
Þau Sigríður giftu sig 1961, eignuðust ekki börn, en Sigríður átti dóttur frá fyrra hjónabandi.
Þau bjuggu í Eskihlíð, á Bragagötu og á Laugarnesvegi, en í 30 ár bjuggu þau á Kópavogsbraut 68 í Kópavogi og síðustu árin bjuggu þau að Boðaþingi 24.
Sigríður lést 14. nóvember 2016 og Sverrir tveim dögum síðar.

I. Barnsmóðir Sverris var Sólrún Gestsdóttir ráðskona hans, f. 14. desember 1930. Foreldrar hennar voru Gestur Gíslason frá Nýjabæ í Þykkvabæ, síðar trésmiður í Reykjavík, f. 26. júlí 1906, d. 4. ágúst 1894, og Jórunn Sigurlín Ólafsdóttir í Nýborg, síðar húsfreyja í Kirkjudal við Skólaveg.
Barn þeirra:
1. Símon Sverrisson, f. 26. mars 1951 á Heiði við Sólhlíð 19.

III. Kona Sverris, (5. október 1961), var Margrét Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1926 á Hofsósi, d. 14. nóvember 2016 í hjúkrunarheimilinu Skjóli. Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson, f. 23. október 1894, d. 16. júlí 1978, og Guðrún Helga Kristín Sigurðardóttir, f. 17. október 1902, d. 3. apríl 1992.
Fósturbarn Sverris, barn Sigríðar:
2. Guðrún Ingibjörg Kristinsdóttir, f. 4. desember 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.