Valgerður Sigurðardóttir (Miðey)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja í Miðey fæddist 13. ágúst 1891 Skógtjörn á Álftanesi og lést 4. mars 1962.
Foreldrar hennar voru Sigurður Gíslason bóndi, síðar verkamaður, f. 2. júlí 1855 á Skógtjörn, d. 2. febrúar 1945, og kona hans Aðalbjörg Jónsdóttir húsfreyja, síðar vinnukona, f. 14. september 1863, d. 2. júlí 1947.

Valgerður var með foreldrum sínum á Álftanesi og síðan í Reykjavík 1901. Hún átti heimili hjá þeim 1910, en vann við sauma í Keflavík hjá Valgerði föðursystur sinni.
Hún fluttist til Eyja 1913.
Símon bjó einn í nýbyggðu húsi sínu 1913, en það nefndi hann Miðey eftir æskustöðvum sínum í Landeyjum. Þau Símon giftu sig 1913 og Valgerður var húsfreyja þar fram á fimmta áratuginn.
Símon drukknaði 1924. Valgerður bjó með börnum sínum og foreldrum þar, en fluttist úr Eyjum eftir 1940 og bjó með foreldrum sínum og börnum á Víðimel 53. Þar bjó hún síðast.
Hún lést 1962.

Maður Valgerðar, (1913), var Símon Egilsson silfursmiður, vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður, f. 22. júlí 1883, drukknaði 20. ágúst 1924.
Börn þeirra hér:
1. Sigurður Símonarson rennismiður í Reykjavík, f. 9. nóvember 1914 í Miðey, d. 5. júlí 1994.
2. Egill Símonarson löggiltur endurskoðandi í Reykjavík, f. 31. október 1915 í Miðey, d. 18. febrúar 1978.
3. Björg Símonardóttir tannsmiður, síðar starfsmaður Ríkisútvarpsins, f. 25. janúar 1918 í Miðey, d. 22. ágúst 2005.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.