Ólafur Björnsson (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Revision as of 17:50, 13 August 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Ólafur Björnsson vinnumaður á Kirkjubæ fæddist 26. febrúar 1808 í Þorlákshöfn og lést 26. febrúar 1848.
Foreldrar hans voru Björn Björnsson tómthúsmaður í Hjalli, f. 1776, d. 12. júní 1843 og Guðrún Vigfúsdóttir, síðar húsfreyja í Berjanesi undir Eyjafjöllum f. 1772, d. 31. desember 1840. <br

Ólafur var með móður sinni og fósturföður, Hróbjarti Björnssyni, í Berjanesi u. Eyjafjöllum 1816.
Hann var með föður sínum og fósturmóður á Vilborgarstöðum 1822 og með þeim í Björnshjalli 1827, 1833 og 1834, niðursetningur hjá þeim þar 1835.
Ólafur var kvæntur vinnumaður á Kirkjubæ 1840, ekkill í Nöjsomhed 1845, og þar var einnig Guðmundur sonur hans.
Hann lést 1848.

Kona Ólafs, (28. október 1832), var Ingveldur Guðmundsdóttir vinnukona, f. 11. október 1791, d. 30. júní 1841.
Barn þeirra hér:
1. Guðmundur Ólafsson, f. 4. mars 1834, d. 26. desmber 1847. Hann var með móður sinni í Dölum 1835, 6 ára fósturbarn hjá Ragnhildi Ingimundardóttur á Búastöðum 1840, 11 ára niðursetningur í Nöjsomhed 1845, 13 ára niðurseningur á Gjábakka við andlát.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.