Óskar Þór Sigurðsson (skólastjóri)

From Heimaslóð
Revision as of 11:18, 25 March 2020 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Óskar Þór Sigurðsson.

Óskar Þór Sigurðsson skólastjóri fæddist 25. janúar 1930 á Rauðafelli við Vestmannabraut 58b.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson skipasmiður, f. 19. mars 1900 í Eystri-Klasabarða í V-Landeyjum, d. 26. nóvember 1997, og kona hans Ingunn Úlfarsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1899 í Fljótsdal í Fljótshlíð, d. 18. nóvember 1957.

Börn Ingunnar og Sigurðar:
1. Guðlaug Sigurðardóttir, f. 20. desember 1925 á Melstað, d. 9. júlí 1938.
2. Óskar Þór Sigurðsson skólastjóri, f. 25. janúar 1930 á Vestmannabraut 38 B, Rauðafelli.
3. Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, móttökuritari, f. 25. desember 1937 á Hásteinsvegi 31.

Óskar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1947, tók kennarapróf 1957.
Óskar sat í stjórn skátafélagsins Faxa í Eyjum 1947-1953, félagsforingi 1949-1953. Hann sótti alheimsmót skáta í Jamboree 1951 ásamt Hafsteini Ágústssyni frá Varmahlíð. Hann var forstjóri Efnalaugarinnar Straums í eitt ár.
Hann var kennari við Barnaskólann á Selfossi 1957-1973, yfirkennari frá 1973 til 1989 nema 1974-1975, skólastjóri í forföllum 1974-1975, varð skólastjóri 1989-1995.
Óskar var stundakennari við iðnskólann þar 1957-1958, unglingaskólann 1957-1958 og 1960-1961, rak smábarnakennslu 1958-1968. Þá stjórnaði hann barna- og unglingavinnu á vegum Selfosshrepps og Skógræktarfélags Árnesinga sumurin 1958-1970, sat í stjórn Skógræktarfélags Selfoss frá 1967, formaður 1975-1983, sat í stjórn Skógræktarfélags Árnessýslu frá 1967-2009, formaður síðustu 9 árin, í Náttúruverndarnefnd Árnessýslu 1972, í stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands frá 1977, formaður 1985. Óskar Þór sat í barnaverndarnefnd og sáttanefnd um skeið.
Þau Aldís giftu sig 1955, eignuðust sex börn.

I. Kona Óskars Þórs, (28. maí 1955), var Aldís Bjarnardóttir, húsfreyja, kennari, f. 7. febrúar 1929, d. 30. október 1991.
Börn þeirra:
1. Örn Óskarsson líffræðingur, kennari, f. 17. september 1955. Kona hans Kristín Runólfsdóttir.
2. Úlfur Óskarsson líffræðingur, skógfræðingur, f. 16. desember 1957. Fyrrum kona hans Signhildur Sigurðardóttir. Kona hans Sabina Bernholt, þýskrar ættar.
3. Hrafn Óskarsson garðyrkjufræðingur, f. 10. febrúar 1961. Fyrrum sambýliskona hans Kristrún Hrönn Gísladóttir.
4. Gerður Óskarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, skrifstofustjóri, f. 16. nóvember 1963. Maður hennar Gunnar Sigurgeirsson.
5. Þrúður Óskarsdóttir húsfreyja, grafískur hönnuður, f. 4. ágúst 1969. Sambýlismaður hennar Steingrímur Dufþakur Pálsson.
6. Hreinn Óskarsson doktor í skógfræði frá Kaupmannahöfn, f. 20. október 1971. Kona hans Guðbjörg Arnardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Óskar Þór.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.