Þórdís Þorvaldsdóttir (Háagarði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þórdís Þorvaldsdóttir vinnukona fæddist 15. september 1814 og lést 11. desember 1872.
Foreldrar hennar voru Þorvaldur Gíslason bóndi í Háagarði, f. 1756, d. 10. maí 1819 og kona hans Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1772, d. 10. ágúst 1843.

Þórdís var með foreldrum sínum í Háagarði (Vilborgarstöðum) 1816, „uppalningur“ í Þorlaugargerði 1821 og 1822.
Hún var ógift vinnukona í Stakkagerði 1835, í Kornhól 1840 hjá Jóhanni Bjarnasen skipstjóra og Sigríði Jónsdóttur, í Nýjabæjarhjalli 1845 hjá Sigmundi Jónatanssyni og Úlfheiði Jónsdóttur, en 1850 hjá þeim í Sæmundarhjalli, í París 1855, Kornhól 1860 hjá Helga Jónssyni ekkli og 57 ára niðursetningur á Vesturhúsum 1870 hjá Eiríki Eiríkssyni og Katrínu Eyjólfsdóttur.
Þórdís lést 1872.

I. Barnsfaðir Þórdísar var Jóhann Bjarnasen.
Barn þeirra var
1. Guðrún Jóhannsdóttir, f. 6. september 1841, d. 10. september 1841 úr ginklofa, þá skráð Þórdísardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.