Annáll ÍBV íþróttafélags í 20 ár/2004 -

From Heimaslóð
Revision as of 15:32, 18 July 2019 by Vpj1985 (talk | contribs) (Ný síða: == '''2004 -''' == === JANÚAR: === === Íþróttamenn heiðraðir === Í byrjun árs fór fram afhending viðurkenninga Frétta til einstaklinga sem að mati blaðsins hafa markað...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Contents

2004 -

JANÚAR:

Íþróttamenn heiðraðir

Í byrjun árs fór fram afhending viðurkenninga Frétta til einstaklinga sem að mati blaðsins hafa markað spor á nýliðnu ári. Fyrst voru viðurkenningartil einstaklinga, sem Fréttir telja að hafi lagt sitt af mörkum til að bæta mannlíf og stöðu Vestmannaeyja á árinu 2003 og svo var tilnefnd bjartasta vonin í íþróttum, framtak ársins og svo Eyjamaður ársins 2003. Sérstakar viðurkenningar fengu Unnur Sigmarsdóttir, Vigdís Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir fyrir framlag sitt til kvennahandboltans, Ingi Sigurðsson fyrirframlag til knattspyrnunnar, Heimir Hallgrímsson, þjálfari, fyrir framlag til kvennaknattspymunnar. Bjartasta vonin er Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona.

Þrettándagleðin í blíðskaparveðri

Veðrið lék við gesti þrettándagleði IBV. Algjört logn var á malarvellinum við Löngulág og nutu kynjaverur þrettándans sín vel við þær aðstæður. Góð mæting var og fengu krakkarnir tækifæri til að kveðja jólasveinana og kannski ekki síður Grýlu og Leppalúða sem héldu aftur til fjalla. Glæsileg flugeldasýning var uppi við Höll líkt og síðustu ár á vegum Björgunarfélagsins. 

Ingibjörg íþróttamaður Vestmannaeyja

Þann 12. janúar var tilkynnt um val á Íþróttamanni Vestmannaeyja 2003 í Oddfellowhúsinu. Um leið var tilkynnt um val einstakra félaga innan IBV-hérðassambands á íþróttamönnum sínum. Íþróttamaður ársins var valin Ingibjörg Jónsdóttir, handknattleikskona. Þá var Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona, kosin íþróttamaður æskunnar fyrir árið 2003. íþróttamenn félaga héraðssambandsins eru eftirfarandi: Knattspymumaður ársins var valinn Birkir Kristinsson, knattspymukona var Karen Burke, handknattleiksmaður ársins var Robert Bognar, handknattleikskona ársins var Ingibjörg Jónsdóttir.

Gott hjá stelpunum

Annar flokkur kvenna í knattspyrnu tók þátt í Íslandsmótinu í riðli IB V sem leikinn var í Kópavogi. Eyjastúlkur unnu þrjá leiki af fjórum en töpuðu fyrir Breiðabliki og enduðu í öðru sæti riðilsins. Fyrir vikið komst IBV ekki í úrslit en aðeins eitt lið komst áfram úr riðlinum. Úrslit leikja ÍBV: ÍBV-Selfoss 16-0, ÍBV-Breiðablik 2-9, ÍBV-Grindavfk 6-1 og ÍBVKeflavík 6-0.

Sannfærandi sigur eftir langt hlé

Eftir rúmlega sjö vikna hlé lék kvennalið ÍBV gegn Gróttu/KR. Heimastúlkur byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörkin en smám saman náðu Eyjastúlkur að snúa leiknum sér í hag. Komust þær yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik, 5-4 og náðu mest fimm marka forystu 8-13 en það var staðan í hálfleik. Í síðari hálfleik minnkuðu heimastúlkur muninn niður í þrjú mörk, 12-15 og var munurinn það sem eftir lifði leiks tvö til þrjú mörk. Leikmenn ÍBV náðu hins vegar góðum spretti í lokin, skoruðu fimm mörk gegn aðeins tveimur mörkum heimaliðsins og lokatölur urðu 23-29 fyrir ÍBV. Mörk ÍBV: Alla Gokorian 8, Anna Yakova 7/2, Sylvia Strass 5, Anja Nielsen 4, Birgit Engl 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2. Varin skot: Julia Gantimorova 24/2.

Vel heppnað mót en árangur ÍBV ekki góður

Í byrjun janúar fór fram Íslandsmót í knattspymu innanhúss í þriðja flokki karla en einn riðill var leikinn hér í Eyjum. Var það Suðurlandsriðill þar sem liðin af Suðurlandi léku öll í einum riðli. Eyjamenn áttu fyrirfram að vera með eitt af sterkustu liðunum en þrátt fyrir að vera oft á tíðum sterkari aðilinn í leikjum sínum þá náðu leikmenn IBV ekki að nýta yfirburði sína og töpuðu jafnvel fyrir talsvert slakari liðum. Það er ljóst að ef ekki á illa að fara í sumar þurfa strákamir að líta í eigin barm og skoða hvað fór úrskeiðis. Annars var framkvæmd mótsins ágæt, aðstaðan er glæsileg fyrir knattspymumót sem þetta, stór völlur og aðstaða fyrir áhorfendur er góð þannig að nú þurfa Eyjamenn að sækja um að halda Islandsmót meistaraflokkanna. Úrslitleikja; ÍBV: ÍBV-KFR 2-3 ÍBV-UMFH 4-2 ÍBV-Ægir 1-2 ÍBV-Hamar 2-1 ÍBV-Selfoss 3-1

Fimmti flokkur kvenna Íslandsmeistari í C-flokki

Í janúar héldu stelpurnar í fimmta flokki kvenna upp á land til að leika í Íslandsmótinu í handknattleik. IBV fór með þrjú lið til leiks, A-, B- og C-lið en C liðið stóð sig best. Stelpurnar í C liðinu gerðu sér lítið fyrir og unnu þrjá af fjórum leikjum sínum í riðlinum og í milliriðli vann ÍBV alla þrjá leiki sína. Þar með var IBV komið í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti KA og sigraði ÍBV í leiknum með einu marki, 10-9 og urðu þar með Íslandsmeistarar eftir þetta fjölliðamóL A- og B- Iiðum ÍBV gekk líka ágætlega. Bæði liðin enduðu í sjöunda sæti sem er þokkalegur árangur.

Huginn Helgason nýr aðstoðarþjálfari

Í byrjun janúar var gengið frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara hjá knattspyrnuliði ÍBV en Sveinn Sveinsson, aðstoðarþjálfari liðsins síðasta sumar, ákvað að gefa ekki kost á sér á ný. Huginn Helgason, fyrrverandi leikmaður liðsins, var ráðinn í starfíð en auk þess mun hann sjá um annan flokk karla. Huginn mun sjá um æfingahóp IBV hér í Eyjum í vetur, í samstarfi við Magnús Gylfason þjálfara ÍBV. 

Gunnar Berg áfram

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik undirbýr sig nú af krafti fyrir Evrópumótið sem fram fer í Slóveníu í lok janúar en liðið spilaði m.a. þrjá leiki gegn Sviss um helgina. Eyjamennirnir í liðinu, Gunnar Berg Viktorsson og Birkir Ívar Guðmundsson fengu aðeins að spreyta sig í leikjunum en eftir leikina var fækkað um fjóra í íslenska liðinu. Þrátt fyrir að verja tíu skot á þrjátíu mínútum, var Birkir Ívar einn þeirra sem duttu út úr hópnum en Gunnar Berg er enn á meðal þeirra átján sem skipa hópinn.

Endurtaka Kolaportið

Á síðasta ári hélt kvennalið IBV í knattspyrnu lítið Kolaport þar sem gamlir munir voru til sölu á hlægilegu verði. Nú hafa stelpurnar ákveðið að endurtaka leikinn, ekki síst vegna góðra undirtekta bæjarbúa en áætlað er að setja upp lítið Kolaport í Týsheimilinu í lok febrúar. Íris Sæmundsdóttir, leikmaður ÍBV, segir að stemmningin síðast hafi verið góð en nú eigi að bæta um betur. „Við ætlum ekki bara að selja sjálf, heldur bjóðum við fólki að selja hluti fyrir það og svo ætlum við líka að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að taka bás á leigu til að selja sínar vörar. Við ætlum að búa til alvöru Kolaport og nú verður fólk bara að taka þátt í þessu með okkur." sagði Íris

Þrír sigrar í æfíngaleikjum

Karlalið ÍBV hélt til Danmerkur um miðjan janúar og lék þar tvo æfingaleiki. Reyndar byrjaði æfingaferðin með leik gegn Fram sem verður í efri deild þegar Íslandsmótið hefst að nýju. Eyjamenn sigruðu í leiknum með 6 mörkum, 31 -37 og fengu þar með gott veganesti með sér til Danmerkur. Þar hélt velgengni Eyjamanna áfram því í Danaveldi mætti IBV einu úrvalsdeildarliði og toppliðinu í 1. deild. Fyrst var leikið gegn úrvalsdeildarliði Alaborg og sigruðu Eyjamenn í leiknum 26-32. Leikmenn IBV voru svo ekki í teljandi vandræðum með topplið 1. deildarinnar dönsku, Viborg en þann leik vann ÍBV með níu mörkum, 23- 32. Til stóð að Guðfinnur Kristmannsson myndi koma til móts við IBV og leika með liðinu í Danmörku en þegar á reyndi fékk hann sig ekki lausan úr vinnu. Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV var sáttur við ferðalagið. „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þrír sigurleikir sem verður að teljast gott hjá karlaliði ÍBV, sérstaklega miðað við gengi okkar fram að þessu í vetur, þannig að ég er bara mjög sáttur. Svona ferð er líka mjög góð fyrir liðsheildina, hópurinn þjappar sér saman þannig að við eigum að vera nokkuð klárir fyrir átókin í 1. deild í næsta mánuði."

Stóðu uppi sem sigurvegarar

Knattspyrnulið IBV kvenna  lék sína fyrstu leiki fyrir komandi tímabil en þá tók liðið þátt í Hitaveitumótinu sem fram fór í Reykjaneshöll. Um var að ræða tvo leiki, fyrst var leikið gegn Íslandsmeisturum KR og svo gegn Stjörnunni. Leikurinn gegn KR var hörkuviðureign en Olga Færseth skoraði tvö af mörkum ÍBV og Margrét Lára eitt. Þar með var IBV komið í úrslitaleik mótsins þar sem liðið mætti Stjömunni. Eyjastúlkur vora undir 1-3 þegar rúmlega 20 mínútur voua eftir en gerðu sér lítið fyrir og jöfnuðu áður en leiktíminn var úti. Úrslit leiksins fengust svo í vítaspyrnukeppni þar sem IBV skoraði úr fimm vítaspymum en Stjaman fjórum. 

Sprækar stelpur í fimmta flokki

Stelpurnar í 5. flokki C í handbolta hafa verið að gera það gott í vetur. Þær standa vel að vígi í Íslandsmótinu og á dögunum unnu þær fjölliðamót. Þetta er frábær árangur þar sem 25 lið taka þátt hverju sinni og tvisvar hafa þær orðið í öðru sæti og einu sinni í fyrsta. Einnig spiluðu þær sjö leiki, unnu sex og gerðu eitt jafntefli og markatalan var 106-53 A og B Iiðin voru einnig að standa sig vel þar sem margar af þeim stúlkum eru á yngra ári.

Veðrið setti strik í ferðir yngri flokkanna

Um miðjan janúar átti unga fólkið í Eyjum að leika bæði í handbolta og fótbolta uppi á landi. Veðrið var mjög vont og ákvað ÍBV í samráði við foreldra að senda ekki börnin út í óvissuna. Enda var bæði slæmt sjóveður og slæm færð á vegum um allt land. Fyrir vikið fær fimmti flokkur karla ekki tækifæri á að leika í Íslandsmótinu innanhúss þar sem leikið hefur verið í öllum riðlum íslandsmótsins. KSÍ gat hins vegar komið fjórða flokki fyrir í öðrum riðli. Þá átti sjötti flokkur karla og kvenna að leika í handknattleik en hætt var við þá ferð. Eini flokkurinn sem fór upp á land var þriðji flokkur kvenna í knattspymu en liðið lék fimm leiki. Úrslit leikjanna urðu þessi: IBV-Stjarnan 0-1, ÍBV-Keflavík5-3, ÍBV-Víkingur 4-0, ÍBV-FH 2-2, ÍBV-Fylkir 7-1. ÍBV endaði í öðru sæti riðilsins og kemst þar með ekki í úrslit.

Stelpurnar áfram

Eyjastúlkur mættu búlgarska liðinu Etar Veliko 64 tvívegis um miðjan janúar í Áskorendakeppni Evrópu og fóru báðir leikirnir fram í Eyjum. Eyjastúlkur renndu nokkuð blint í sjóinn en þegar á reyndi voru gestirnir mun slakari en IBV og áttu Eyjastúlkur ekki í vandræðum með að tryggja sig áfram með stórsigri í fyrri leiknum. Síðari leikurinn var hins vegar tilraunastarfsemi frá upphafi tíl enda, sem er í sjálfu sér góðra gjalda vert en ólíkt skemmtilegra hefði verið að vinna báða leikina. Það var ljóst strax á fyrstu mínútu að Eyjaliðið var mun sterkara. ÍBV byrjaði af miklum krafti, skoraði fyrstu þrjú mörkin áður en gestirnir svöruðu úr vítakasti. Eyjastúlkur bættu svo við átta mörkum í viðbót og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 11-1 fyrir ÍBV. Eftir þetta færðist ró yfir leikinn, liðin skiptust á að skora en það duldist engum hvort liðið var betra og staðan í hálfleik var 19-8. Seinni hálfleikur var svo eins ójafn og sá fyrri, Eyjastúlkur juku muninn út leikinn og mestur varð munurinn 23 mörk, 38-15 en það voru gestirnir sem áttu síðasta orðið í leiknum og minnkuðu muninn niður í 22 mörk. Mörk ÍBV: Anna Yakova 12/4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Birgit Engl 4, Sylvia Strass 4, Alla Gokorian 4, Anja Nielsen 3, Eh'sa Sigurðardóttir 2, Edda Eggertsdóttir 2, Sæunn Magnúsdóttir 1, Hildur Jónsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 16.

Síðari leikurinn var hins vegar á allt öðrum nótum enda ljóst að erfitt var fyrir Aðalstein Eyjólfsson að fá leikmenn til að halda einbeitningu. Í stað þess að keyra á byrjunarliðinu, lét hann varamenn liðsins sjá um leikinn að mestu leyti og fyrir vikið var leikurinn jafn lengst af. Eyjastúlkur voru reyndar ávallt með örugga forystu, allt þar til fimm mínútur voru eftir að búlgarska liðið jafnaði og komst svo yfir í næstu sókn, 18-17. Eyjastúlkur náðu ekki að skora mark síðustu mínúturnar og því urðu þetta lokatölur leiksins. IBV komst áfram í 16 liða úrslit og sigraði búlgarska liðið samanlagt 55- 34. Óneitanlega glæsilegur árangur en óneitanlega hefði verið skemmtilegra að vinna seinni leikinn. Mörk ÍBV: Anna Yakova 5/1, Birgit Engl 4, Ester Óskarsdóttir 3, Edda Eggertsdóttir 2, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 1. Varin skot: Julia Ganfimorova 17.

Eyjapeyjar á úrtaksæfingar

Þrír leikmenn ÍBV í knattspyrnu, Andri Ólafsson, Tryggvi Bjarnason og Jón Skaftason hafa verið boðaðir til æfinga hjá U-21 árs liði Íslands. Munu það vera fyrstu æfingar nýs þjálfara, Eyjólfs Sverrissonar. Þá hefur Ólafur Þór Berry verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U-19 ára liðinu. Auk þess verða æfingar hjá U-17 ára landsliðinu og þar eiga Eyjamenn einn fulltrúa, Ellert Scheving Pálsson en nokkra athygli vekur að af 55 leikmönnum sem valdir voru á æfingar U-17 ára liðsins, eiga Eyjamenn aðeins einn fulltrúa

Auðveldur sigur

Eyjastúlkur léku gegn botnliði Fram í Eyjum. Leikurinn var jafnari en flestir áttu von á en sigur IBV var hins vegar aldrei í hættu og lokatölur urðu 35-26. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, gaf varamónnum liðsins tækifæri í leiknum í gær, Edda Eggertsdóttir kom inn á línuna og Ester Óskarsdóttir stýrði sóknarleiknum. Hún sýndi hversu efnileg hún er en þess má geta að hún er enn aðeins í fjórða flokki. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en einkenndist fyrst og fremst af furðulega harðri dómgæslu. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru komnar sex brottvísanir í leiknum, sem urðu alls fimmtán og auk þess tvö rauð spjöld. Þetta er ekki síst furðulegt í ljósi þess að leikurinn var mjög prúðmannlega leikinn. Þá hafa vítin sjaldan verið fleiri, alls nítján í leiknum öllum og þurfti stundum ekki annað en að ryðjast á varnarmann til að fá víti. Staðan í hálfleik var hins vegar 19-14. Í upphafi síðari hálfleiks gerðu Eyjastúlkur svo út um leikinn, náðu mest átta marka forystu sem gestirnir náðu aldrei að brúa. Lokatölur leiksins urðu svo 35-26 en með sigrinum komst ÍBV aftur í efsta sæti deildarinnar. Mörk ÍBV: Anna Yakova 7/2, Birgit Engl 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Anja Nielsen 4, Sylvia Strass 3/2, Ester Óskarsdóttir 3, Edda Eggertsdóttir 3, Sæunn Magnúsdóttir 2/1, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 19/1.

ÍBV með yfírburði

ÍBV tók á móti Víkingum seinni hluta janúar mánaðar. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað, gestirnir skoruðu fyrsta markið og fyrstu tíu mínúturnar skiptust liðin á að skora. En eftir það áttu Eyjastúlkur góðan leikkafla og náðu þriggja marka forystu. Leikmenn Víkings voru hins vegar ekkert á því að gefast upp og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 13-12 en á lokakaflanum skoruðu leikmenn IBV fimm mörk gegn einu marki gestanna og staðan í hálfleik var 18-13. Síðari hálfleikur var svo lengst af í jafnvægi, það er að segja, liðin skiptust á að skora og munurinn var fimm til sjö mörk. Sigur ÍBV var því aldrei í hættu, varamenn IBV fengu tækifæri undir lokin og skiluðu sínu hlutverki, lokatölur 35-27. Mörk ÍBV: Alla Gokorian 7/3, Sylvia Strass 6, Birgit Engl 6, Anna Yakova 5, Anja Nielsen 4, Guðbjörg Guð- mannsdóttir 3, Elísa Sigurðardóttir 2, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 17/1.

Sigur á Breiðabliki

Karlalið IBV í knattspymu lék æfingaleik gegn 1. deildarliði Breiðabliks og fór leikurinn fram í Fífunni. Í liði Eyjamanna mátti sjá nokkra nýliða í hópnum, m.a. Daníel Hafliðason sem hefur æft með liðinu að undanfömu. Eyjamenn unnu leikinn, 3-1 og var Daníel einmitt einn af markaskorumm liðsins en Gunnar Heiðar og Bjarni Geir skoruðu hin mörkin. Magnús Gylfason, þjálfari liðsins var ánægður með leik sinna manna. „Þetta var bara nokkuð öruggt hjá okkur, auðvitað enginn sambafótbolti en mér fannst Blikarnir ekki eiga séns gegn okkur. Það vantaði nokkra í okkar lið en í staðinn fékk ég tækifæri til að prófa nýja leikmenn sem stóðu sig vel. Í liðinu hjá okkur voru þrír leikmenn sem við emm að skoða, Daníel Hafliðason, Baldur Sigurðsson sem kemur frá Húsavík og svo Magnús Már Lúðvíksson. Þetta eru allt færir knattspyrnumenn og spurning hvort við semjum við á". sagði Magnús.

Bikararnir raðast til Eyja

Kvennalið IBV í knattspymu hefur nú tekið þátt í tveimur æfingamótum í janúar og árangurinn hefur heldur betur verið góður. Þannig unnu stelpumar Hitaveitumótið og tóku svo þátt í Sparisjóðsmótinu á Akureyri. Eyjastelpur léku þrjá leiki í mótinu og unnu þá alla og markatala ÍBV í mótslok var glæsileg, 21 mark skorað en sex fengin á sig. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV sagði í samtali við Fréttír að hann væri ánægður með mótið. „Já, núna komum við heim með bikar eftir hverja helgi. Þetta var samt strembið ferðalag, við lögðum af stað með Herjólfi á föstudagsmorgun og spiluðum svo fyrsta leikinn síðar um kvöldið á Akureyri. En stelpumar stóðu sig vel og ég var mjög ánægður með þær í þessari ferð," sagði Heimir. Úrslit ÍBV um helgina: ÍBV-Þór/KA/KS 7-5 (Olga 3, Margrét 2, Ema Dögg og Elena) ÍBV-Norðurlandslið 7-0 (Olga 3, Thelma Sigurðard. Pálína, Margrét, Elena) ÍBV-Stjaman 7-1 (Bryndís 3, Karítas, Margrét, Olga)

Góð ferð hjá öðrum flokki

Annar flokkur karla í handknattleik nýtir hlé Remaxdeilarinnar vel. Liðið hafði aðeins leikið einn leik fyrir áramót og á því fullt af leikjum inni. Strákarnir léku þrjá leiki eina helgi í janúar en þeir unnu tvo leiki og töpuðu einum. Úrslitin voru þessi: Afturelding - IBV 27-25, Stjaman - ÍBV 26-37, Fjölnir-ÍBV 30-38.

Fjórði flokkur karla lék í fjölliðamóti en með ÍBV í riðli voru ÍR, Selfoss og Afturelding. Eyjapeyjar töpuðu öllum leikjunum og enduðu í neðsta sætí riðilsins.

Fjórði flokkur kvenna í knattspymu lék í sínum riðli í innanhúsknattspymu og var leikið á Hvolsvelli. Með ÍBV í riðli vom Afturelding, Fylkir, KFR, KR og Ungmf. Bessastaðahrepps en ÍBV endaði í öðru sæti riðilsins og komst ekki í úrslit. Úrslit voru þessi: IBV 6 -UMF-Bessastaðahr. 2, ÍBV 5-KR 0, ÍBV 2- KFR 3, ÍBV 2- Fylkir 2 og ÍB V 5 -Afturelding 0.

Fjögur í úrtaki

Þær Margrét Lára Viðarsdóttir, Sara Sigurlásdóttir og Karítas Þórarinsdóttir hafa verið kallaðar á úrtaksasfingar hjá U-19 ára landsliði Íslands í knattspymu. Æfingarnar í Reykjaneshöll og Egilshöll síðustu helgina í janúar. Þá er Ólafur Berry í úrtaki í U-19.

Verða með fískidag einu sinni í mánuði

Kvennaráð IBV í handknattleik hélt fiskidag þar sem í boði voru alls kyns kræsingar úr sjávardjúpunum. Bryggjudagur hefur ávallt verið haldin af handknattleiksráði kvenna yfír sumartímann þar sem slegið er upp heljarmikilli veislu á bryggjunni en fiskidagurinn hefur minni umgjörð og áherslan lögð á góðan fisk á góðu verði. Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksráðs kvenna, sagði í samtali við Fréttir að viðtökurnar hefðu verið ágætar. „Við reyndar heyrðum það svo eftir helgi að það voru einhverjir sem voru bara búnir að gleyma þessu eða vissu ekki af þessu. En við ætlum að laga það, auglýsa þetta betur næst þannig að þetta ætti ekki að fara framhjá neinum." Næst segirðu, stefnið þið á að halda svona fiskidag aftur? „Já, hugmyndin er að hafa fiskidag einu sinni í mánuði. Fólk þekkir þessa þjónustu hjá okkur frá Bryggju-deginum og þó við bjóðum upp á mikið úrval af fiski á fiskidegi þá er umgjörðin ekkert í líkingu við Bryggjudaginn. Við hins vegar bjóðum þetta á góðu verði og njótum góðs af velvilja fiskvinnslufyrírtækja í bænum. Mörg eru að gefa okkur þessar afurðir og þannig höfum við möguleika á að halda þetta." Hlynur og félagar voru ekki aðeins að bjóða upp á ferska ýsu um helgina því þar mátti finna saltfisk, kleinur og kjúklinga.

Garðbæingar léttur biti

ÍBV lék gegn Stjörnunni í Garðabænum en Stjarnan hefur verið á mikilli siglingu í undanförnum leikjum. En Eyjastúlkur voru greinilega of stór biti fyrir Garðbæinga því lokatölur leiksins urðu 29-38. Leikurinn var í jafnvægi fyrstu tuttugu mínúturnar og liðin skiptust á að hafa forystu í leiknum. En síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks blómstraði lið ÍBV og skoruðu stelpurnar níu mörk gegn fimm mörkum heimastúlkna og breyttu stöðunni úr 10-12 í 15-21, sem voru hálfleikstölur. Það tók Eyjastúlkur svo ekki langan tíma í síðari hálfleik að gera út um leikinn því í stað þess að heimastúlkur minnkuðu muninn þá juku Eyjastúlkur hann og mestur varð munurinn tíu mörk, 24-34. Í lok leiksins sýndi leikklukkan í Garðabæ 29-37 en eftir að hafa horft á myndbandsupptöku af leiknum þá er ekki annað að sjá en að leikurinn hafi endað 29-38. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV staðfesti þetta og sagðist hafa grunað að það vantaði eitt mark upp á en vildi ekki gera mál úr því þar sem sigurinn skipti öllu máli. Mörk ÍBV: Anna Yakova 10, Alla Gokorian 8/3, Anja Nielsen 6, Sylvia Strass 4, Birgit Engl 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Edda Eggertsdóttir 1, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 15/1.

2. flokkur karla á siglingu

2. flokkur karla lék tvo leiki gegn HK síðustu helgina í janúar. Leikirnir fóru þannig að í fyrri leiknum sigraði ÍBV með tíu marka mun en í þeim síðari með átta, 32- 24. Staðan í riðlinum er þannig að ÍBV er í þriðja sæti með tíu stig eftir sex leiki, Stjarnan er í öðru sæti með tólf stig eftir sjö leiki og Haukar eru efstir með tólf stig eftir átta leiki. Fjórði flokkur kvenna lék í þriðju umferð Íslandsmótsins en í sama riðli og IBV voru Fylkir, Valur og Stjarnan. ÍBV tapaði gegn Fylki, 12-11 og gegn Val 14-18 en unnu svo Stjörnuna 17-11.  

Nýr starfsmaður hjá ÍBV

ÍBV-íþróttafélag hefur ráðið nýjan starfsmann en þar er á ferðinni Eyjamaðurinn Kristján Georgsson, betur þekktur sem Kiddi Gogga. Starf hans verður að þjálfa þrjá flokka félagsins í knattspyrnu en auk þess mun Kiddi skipuleggja ferðir allra flokka félagsins og í sumar mun hann aðstoðar við skipulagningu mótanna tveggja, Shellmótsins og Vöruvalsmótsins. Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV sagði það væri mikill fengur fyrir félagið að fá Kidda til starfa.

Tillaga ÍBV um undanúrslit í bikarnum ekki samþykkt

Ársþing KSÍ fór fram síðustu helgina í janúar á Selfossi en ÍBV lagði fram eina tillögu, um að færa undanúrslitaleiki bikarkeppninnar aftur heim í hérað í stað þess að spila þá á Laugardalsvellinum. Tillagan var felld. Menn virðast ekki vera sammála hvemig atkvæðagreiðslan fór, forráðamenn IBV segja að tillagan hafi verið naumlega felld en aðrir segja að tillagan hafi verið kolfelld. Það sem kannski svíður mest er andstaða landsbyggðaliða en sem dæmi má nefna að bæði ÍA og KA greiddu gegn tillögunni sem kom veralega á óvart. Birgir Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍBV, sagði það vera mikil vonbrigði að tillagan hafi ekki náð í gegn.

FEBRÚAR:

Finnbogi semur

Ungur og efnilegur Eyjapeyji skrifaði undir hjá félaginu á upphafsdögum febrúar en það er Finnbogi Friðfinnsson, sonur Friðfinns Finnbogasonar í Eyjabúð og fyrrverandi leikmanns ÍBV. Finnbogi hefur leikið með yngri flokkum félagsins og er án efa einn efnilegasti markvörðurinn sem komið hefur upp í Eyjum í áraraðir.

ÍBV afhenda áritaðan búning

Í byrjun febrúar fóru leikmenn ÍBV í heimsókn til Gunnars Karls Haraldssonar og afhentu honum ÍBV-búning áritaðan af leikmönnum liðsins. Gunnar er mikill keppnismaður og gefur ekki tommu eftir í baráttu sinni við veikindin. Gunnar myndi sóma sér vel í búningi ÍBV sem fulltrúi metnaðar og keppnishörku. Einnig afhentu leikmenn meistaraflokks Gunnari íþróttagalla sem er gjöf frá ÍBVaðalstjóm. Hvöttu leikmenn Gunnar til dáða um leið og Gunnar vildi fara sjá leikmenn vinna titil næsta sumar. Var þetta til að kitla hláturstaugar leikmanna sem sáu að þeir gátu engu svarað skemmtilegu skoti Gunnars.

Petra í raðir KR

Fyrrum markvörður ÍBV í knattspyrnu, Petra Fanney Bragadóttir gekk í raðir Íslandsmeistara KR en Petra lék síðast með ÍBV síðastliðið sumar. Petra þekkir ágætlega til í herbúðum KR en hún hefur æft með liðinu meðan hún dvelur í Reykjavík. Markvörður KR-inga, landsliðsmarkvörðurinn Þóra Helgadóttir, er í námi í Bandaríkjunum og hefur ávallt misst úr nokkra leiki á hverju sumri og er Petru ætlað að fylla í skarðið á meðan. Petra hefur leikið með IBV alla tíð og lék sex leiki með liðinu í efstu deild sumarið 2003. Koma enska landsliðsmarkvarðarins Rachel Brown varð hins vegar til þess að Petra lagði skóna á hilluna tímabundið.

Stórsigur á ÍR-ingum

Karlalið ÍBV lék tvo æfingaleiki fyrstu helgina í febrúar en liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir komandi átök í 1. deild Íslandsmótsins. Leikið var gegn úrvalsdeildarliðunum Haukum og ÍR og var leikið gegn Haukum á föstudag. Guðfinnur Kristmannsson var að leika sína fyrstu leiki með liðinu og ljóst að leikmenn þurftu tíma til að kynnast honum og hann liðinu. Haukarnir voru mun sterkari í leiknum og lokatölur urðu 31-21 fyrir Haukana. Daginn eftir léku strákarnir svo gegn ÍR-ingum en þeir enduðu í efsta sæti suðurriðils á meðan IBV endaði í því sjötta. En Eyjamenn báru litla virðingu fyrir silfurliði síðustu leiktíðar og sigruðu mjög örugglega, 17-30.

Tveir nýir leikmenn í bætast í hópinn  

Knattspyrnuliði IBV í kvennaflokki hefur borist góður liðsauki fyrir komandi sumar því um helgina skrifuðu þær Elín Anna Steinarsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir undir tveggja ára samning við félagið. Bryndís lék upp alla yngri flokka með Tý og IBV og svo í meistaraflokki IBV en ákvað að söðla um fyrir síðasta tímabil og lék í 1. deildinni með ÍR. Þeir sem þekkja til kvennaknattspyrnunnar vita að Bryndís er allt of góður leikmaður til að vera í 1. deild og ákvað hún á dögunum að snúa aftur heim til ÍBV. Félagsskipti Elínar Önnu hafa legið nokkuð lengi í loftinu en Elín Anna var samningsbundin Breiðabliki. Félagið braut hins vegar á samningi við hana sem gerði henni kleift að rifta samningnum og ganga í raðir IBV.

Handboltinn óskar eftir styrk

Þrjú erindi frá handknattleiksdeild kvenna ÍBV voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs mánudaginn 10.febrúar. Fyrst var það vegna greiðslu fyrir matarboð í tengslum við Evrópukeppnina en það gleymdist að ræða það fyrir leikinn að vaninn sé að bærinn borgi fyrir veisluna. Kostnaðurinn var um 200 þúsund krónur. Annað bréf var um sama mál og óskaði Hlynur Sigmarsson formaður handknattleiksráðs að í stað greiðslu fyrir veisluna var óskað eftir því að bæjaryfirvöld komi að ferðakostnaði vegna ferðar stelpnanna til Frakklands. Þriðja bréfið var svo tekið fyrir en þar er formlega óskað eftir styrk vegna ferðarinnar til Frakklands og kemur fram að kostnaður sé allt að ein og hálf milljón króna. Engin styrkur kemur frá Evrópusambandinu líkt og gerist í knattspyrnunni og fellur því allur kostnaður á handknattleiksdeildina. Bæjarráð samþykkti að eiga fund með forráðamönnum ÍBV - íþróttafélags til að ræða fjárhagsleg samskipti þessarra aðila.

Aðalfundur ÍBV íþróttafélags

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags var haldinn um miðjan febrúar og voru um fimmtíu manns á fundinum. Farið var yfir reikninga síðasta árs auk þess sem nokkrar tillögur lágu fyrir fundinum. I umræðu um reikninga aðalstjómar og deilda ÍBV-íþróttafélag kom fram að nokkurrar óreiðu gætir hjá sumum deildum. Skoðunarmenn félagsins treystu sér ekki til að skrifa undir reikninga félagsins en fundurinn samþykkti þá engu að síður með þeim formerkjum að senda ársreikninga aftur til skoðunarmanna tíl samþykktar. Þá voru menn sammála um að færa þurfi bókhald deilda félagsins til betri vegar og jafnvel yrði það hlutverk skrifstofu ÍBV að sjá um bókhald deildanna. Ekkert var ákveðið í þeim efnum. Af tillögum sem lágu fyrir má nefna að allar fjáraflanir á vegum ÍBV fara nú í gegnum aðalstjóm en áður voru deildimar hver í sínu homi og rákust fjáraflandir jafnvel á. Þá var samþykkt að félagið fjárfesti í nýju bókhaldsforriti í þeirri viðleitni að koma bókhaldi deilda í réttan farveg. Þá benti Viðar Elíasson, formaður knattspymudeildar á að þó að margt mætti betur fara í starfinu þá væri unnið mjög gott starf hjá ÍBV sem ekki mætti falla í skuggann á umræðunni um það sem þarf að bæta og tóku menn undir það. Ný stjórn var kosin, Óskar Freyr Brynjarsson var endurkjörinn sem formaður félagsins en auk hans eru þau Björgvin Eyjólfsson, Tryggvi Már Sæmundsson, Guðný Einarsdóttir og Olga Bjamadóttir í stjórn en varamenn em þeir Tryggvi Kr. Ólafsson og Magnús Bragason. Skoðunarmenn reikninga félagsins fyrir árið 2004 eru þeir Gísli Valtýsson og Hörður Óskarsson.

ÍBV afhenti fjórum leikmönnum viðurkenningu samkvæmt nýjum reglum um slíkt. Nú verður miðað við leiki í deild, bikar, deildarbikar og Evrópukeppni með ÍBV og einstaklingum afhentar viðurkenningar fyrir 100 leiki, 150 leiki, 200 Ieiki og svo framvegis. Í ár fengu þeir Birkir Kristinsson (116), Bjarnólfur Lárusson (134), Hjalti Jóhannesson (139) og Ingi Sigurðsson (320) viðurkenningar fyrir leikjafjölda.

Í úrslit fjórða árið í röð

ÍBV komst í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð eftir að hafa unnið FH nokkuð sannfærandi í undanúrslitunum, 34 - 24. Í úrslitaleiknum mætir ÍBV hins vegar hinu Hafnarfjarðarliðinu, Haukum en þessi lið mættust einmitt í úrslitaleiknum í fyrra þar sem Haukar höfðu betur. Leikurinn var nánast eftir bókinni og í samræmi við það sem ÍBV hefur verið að gera í síðustu leikjum. Hraðinn var mikill og FH-ingar virtust ráða ágætlega við hann framan af. Varnarleikur ÍBV var reyndar afar slakur í fyrri hálfleik og þannig áttu gestirnir auðveldara með að fá góð færi. Þó að ÍBV hafi ávallt verið skrefinu á undan þá náðu þær aldrei að hrista Hafnfirðinga af sér og í hálfleik munaði aðeins tveimur mörkum, 16-14. Það var augljóst að ræða Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara ÍBV hitti beint í mark í leikhléi því Eyjastúlkur voru mun grimmari í síðari hálfleik. Strax frá fyrstu mínútu tóku þær völdin á vellinum, skoruðu fjögur mörk úr fyrstu fimm sóknum sínum á meðan gestirnir náðu aðeins einu sinni að koma boltanum í netið. Reyndar var varnarleikur og markvarsla hjá IBV í upphafi síðari hálfleiks í hæsta gæðaflokki og Hafnfirðingar náðu aðeins að skora tvívegis úr fyrstu sautján sóknum sínum. Um miðjan hálfleikinn voru Eyjastúlkur komnar tíu mörkum yfir, 29-19 og úrslitin ráðin. Undir lokin virtust gestirnir ætla að minnka muninn en Guðbjörg Guðmannsdóttir tók þá loksins við sér, skoraði síðustu fjögur mörk leiksins og tryggði ÍBV farseðil í úrslitaleik bikarkeppninnar og lokatölur leiksins urðu 34-24. Mörk ÍBV: Anna Yakova 8, Alla Gokorian 8, Sylvia Strass 7, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Anja Nielsen 4, Birgit Engl 2, Þórsteina Sigurbjömsdóttir 1. Varin skot: Julia Gantimorova 23/1 GUÐBJÖRG Guðmannsdóttir gerði vonir FH að engu á lokasprettinum þar sem hún skoraði fjögur síðustu mörkin.

Tryggvi til Orgryte

Tryggvi Guðmundsson gekk í febrúar í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Örgryte en fyrir eru tveir Íslendingar hjá liðinu, Jóhann Bimir Guðmundsson og Atli Sveinn Þórarinsson. Tryggvi hafði sett stefnuna suður á bóginn, helst á meginland Evrópu eða til Englands en erfið meiðsli settu strik í reikninginn hjá þessum snjalla sóknarmanni þannig að engin spennandi tilboð bárust.

Tryggvi til Orgryte

Tryggvi Guðmundsson gekk í febrúar í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Örgryte en fyrir eru tveir Íslendingar hjá liðinu, Jóhann Bimir Guðmundsson og Atli Sveinn Þórarinsson. Tryggvi hafði sett stefnuna suður á bóginn, helst á meginland Evrópu eða til Englands en erfið meiðsli settu strik í reikninginn hjá þessum snjalla sóknarmanni þannig að engin spennandi tilboð bárust.

Tvö stór töp fyrir Íslandsmeisturunum

Kvennalið ÍBV lék sína fyrstu leiki í Reykjavíkurmótinu en þá lék liðið tvívegis gegn KR. Leikirnir fóra báðir fram í Egilshöll. IBV tapaði báðum leikjunum stórt, annars vegar 5-1 og hins vegar 5-3 en Eyjastúlkur höfðu unnið KR fyrr í vetur í Hitaveitumótinu og því komu þessi töp nokkuð á óvart. Mörk ÍBV: Olga Færseth (2), Íris Sæmundsdóttir og Fanndís Frið- riksdóttir eitt hvor.  

Þegar  nálgast Þjóðhátíð

Umræða um Þjóðhátíð er árviss. Ýmist er hún jákvæð eða neikvæð, flestir vilja henni vel, en með misjöfnu móti. Hlynur  Guðlaugsson skrifað grein í Eyjafréttir  þar sem hann var m.a. ekki sáttur við valið á Þjóðhátíðarlaginu árið 2011.

„Í vegabréfinu mínu stendur að fæðingarstaður minn sé Vestmannaeyjar og því fylgir ákveðinn kaleikur, heiður og ábyrgð. Ástæðan fyrir þessum greinarskrifum mínum er Þjóðhátíð Vestmannaeyja, en mikil umræða hefur farið fram í fjölmiðlum og í orðum á milli fólks um þessa frábæru hátíð sem skipar stóran sess í hjörtum okkar margra. Þegar hið nýja þjóðhátíðarlag Páls Óskars var gert opinbert held ég að margir hafi spurt sig hvar þessi hátíð sé stödd og hvert hún sé að fara?

Ég bíð bara eftir að götur hvítu tjaldanna verði nefndar í höfuðið á gosdrykkjum eða snakki. Hver vill tjalda á Pepsíbraut eða í Doritossundi? Fólk hefur einnig haft það á orði að goslokahátíðin sé að fara í sama farið.

Komnir í efsta sætið og Heimir hættir

Eyjamenn náðu efsta sætinu um tíma í Pepsídeildinni í knattspyrnu, með góðum sigri á Þór frá Akureyri, 3:1 þar sem  Aaron Spear gerði tvö mörk og Andri Ólafsson eitt.

Strax eftir leik ÍBV og Þórs kvisaðist út að Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs ÍBV síðustu ár, myndi hætta þjálfun liðsins eftir tímabilið 2011, í hans stað kæmi Magnús Gylfason.

Skóflustunga

Fyrsta skóflustunga að nýrri stúku við Hásteinsvöll var tekin laugardaginn 3. desember 2011.  Það var Eyjólfur Guðjónsson, útgerðarmaður, sem tók fyrstu skóflustunguna en Eyjólfur var einn þeirra sem söfnuðu fé í framkvæmdina.

ÍBV fær góða dóma

ÍBV-íþróttafélag fær góða dóma hjá KSÍ fyrir uppeldisstarf félagsins í knattspyrnunni. Þeir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSI og Dagur Sveinn Dagbjartsson, starfsmaður fræðsludeildar heimsóttu félagið í upphafi ársins 2012 og tóku út knattspyrnuhlutann í starfi félagsins.

1000 marka maðurinn

Í upphafi árs 2012 lék ÍBV við Víkinga í handboltanum. Þetta var tímamótaleikur hjá Sigurði Bragasyni sem skoraði sitt 1000. mark í Íslandsmótinu fyrir  ÍBV. Fyrsta markið sem Sigurður skoraði fyrir ÍBV var árið 1994 og þá gegn Fjölni.   Hann hafði verið á leikskýrslu í 332 leikjum sem gera þá rúmlega 3 mörk í leik. Alla tíð hefur Sigurður leikið með ÍBV utan  veturinn 2000-2001 þegar hann lék með  Víkingum. Hann er markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi.

Aðalfundurinn

ÍBV íþróttafélag hélt aðalfund sinn fyrir árið 2011 um miðjan apríl 2012. Það sem helst bar til tíðinda var mikill viðsnúningur í rekstri félagsins. Félagið tapaði 19.4 milljónum árið 2011 en hagnaðist um 34,8 milljónir árið 2010. Er þetta viðsnúningur uppá 54 milljónir króna. Skuldir félagsins námu í árslok 2011 136,2 milljónum.

Ný stúka

Veturinn og sumarið 2012 var unnið að byggingu nýrrar áhorfendastúku á Hásteinsvelli á vegum ÍBV íþróttafélags.  Stúkan var í fyrsta skiptið notuð í bikarleiknum gegn KR sunnudaginn 8. júlí og var þétt setin.

Jónas Sigurðsson skrifaði í Eyjafréttir, skemmtileg grein um fyrstu notkun á stúkunni og þá hópa sem hafa verið fastheldnir á sín stæði á Hásteinsvelli.

Stúkan Fólk var svolítið feimið og vissi ekki alveg hvar það átti að setjast, einhver spurði hvar er Hóllinn? Einn mætti í KR-búningi, það settist enginn í sömu sætaröð, enginn í röðina fyrir aftan eða framan. Hugrakkur KR-ingur. En smátt og smátt þéttist í stúkunni og nánast setið í hverju sæti þegar leikurinn hófst. Það var góð stemmning og ágætis kór sem lét heyra vel í sér þegar dómarinn flautaði leikinn á.

Snautlegra líf

Páll Magnússon alþingismaður ritaði grein í Eyjafréttir um mitt sumar 2012. Í niðurlagi greinar sinnar skrifar hann:  „Fyrir utan beinan og óbeinan fjárhagslegan ávinning, sem allt samfélagið hefur af starfi ÍBV, hefur svo til hver einasta fjölskylda hér í Eyjum nánast daglegan snertiflöt við félagið í gegnum íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga. Þannig skipar ÍBV afar stóran sess í öllu daglegu lífi okkar Eyjamanna og Eyjólfur á Gullberginu hitti naglann nákvæmlega á hausinn þegar hann sagði í viðtali við Moggann „...lífið væri snautlegt í Eyjum án ÍBV“.

Hálftími í brekkusönginn

Einn af hápunktum þjóðhátíða er brekkusöngurinn. Árið 2012 sáu Jarl Sigurgeirsson og Sæþór vídó um hann. Nema um þjóðsönginn, þar var komið að þætti Árna Johnsen sem átti að  enda með þjóðsöngnum, Íslands þúsund ár, en það dugði Árna ekki. Hann kom því skilmerkilega á framfæri að hann væri hin eina sanna rödd Brekkusöngsins sem hann byrjaði með 1977.  Þetta margítrekaði hann og til að undirstrika það söng hann í rúman hálftíma og var klukkan komin fram yfir hálf eitt þegar kom að þjóðsöngnum.

Íþróttaakademían

Íþróttaakademíur ÍBV og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum (FÍV) annars vegar og Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) héldu sínu striki árið 2012 en alls voru 66 ungmenni sem æfðu handbolta og fótbolta á þeirra vegum eldsnemma á morgnana.  Þjálfarar voru þeir Erlingur Birgir Richardsson, sem sá um handboltann og styrktarþjálfun og Ian Jeffs, sem sá um fótboltann. Erlingur hafði yfirumsjón með starfsemi akademíunnar en hann sagði að skipting nemenda hafi verið nokkuð jöfn.  „Það er nokkuð jöfn skipting á milli FÍV og GRV og sömuleiðis á milli fótbolta og handbolta.  Það eru tveir á framhaldsskólaaldri sem flakka á milli beggja greinanna og eru þá á einni æfingu í fótbolta og einni í handbolta, í stað þess að vera á tveimur æfingum í sömu greininni.“

Silfurstelpurnar okkar

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu sló heldur betur í gegn á lokakafla Íslandsmótsins 2012. Eftir niðurlægjandi tap gegn FH á Hásteinsvelli, brettu stelpurnar upp ermarnar og töpuðu ekki leik í síðustu sjö umferðunum.  Og þegar upp var staðið, þá náði ÍBV 2. sætinu í Pepsídeildinni, sem er jöfnun á besta árangri kvennaliðs ÍBV í efstu deild. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Jóni Ólafi Daníelssyni, þjálfara ÍBV og lærimeyjum hans.

Styrkur frá UEFA

ÍBV,  líkt og áður fékk sinn hlut af greiðslu UEFA til KSÍ vegna ágóða af Meistaradeild Evrópu 2011-2012.  Féð var eyrnamerkt barna- og unglingastarfi en hlutur ÍBV var 3.620.000 kr.  Alls fengu íslensk félög 43 milljónir, sem skiptust milli félaga í efstu deild karla.  Því til viðbótar ákvað KSÍ að reiða fram 40 milljónir sem skiptust milli liða í öðrum deildum Íslandsmótsins.  Eitt af skilyrðum var að félögin haldi úti yngri flokkum beggja kynja.

Nýr framkvæmdastjóri

Um miðjan janúar 2013 lét Tryggvi Már Sæmundsson af störfum sem framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Nýr framkvæmdastjóri er Dóra Björk Gunnarsdóttir. Hún er kennaramenntuð og hefur starfað við  Grunnskóla Vestmannaeyja.

Páll Scheving hættir í  stjórn ÍBV og Þjóðhátíðarnefnd

Páll sat  í þjóðhátíðarnefnd í tólf ár, þar af tíu ár í röð og formaður í fjögur ár. Þjóðhátíðin tók  miklum breytingum á þessum árum og margt gert í framfaraátt. Hátíðin var aðlöguð breyttum tímum og brugðist við auknum kröfum.

Það hefur  blés hressilega um þjóðhátíðina þar sem Páll stóð í  stafni. Gagnrýnin hefur á stundum verið bæði óvægin og óréttlát en stundum átt rétt á sér. Páll viðurkennir það en benti líka á að besta leiðin til að gera ekki mistök sé að gera ekki neitt.

Úrvalsdeildarsætið í höfn

Karlalið ÍBV í handbolta tryggði sér sæti í úrvalsdeild tímabilið 2012-2013 með glæsilegum sigri á Stjörnunni í Garðabæ. Mest náðu Eyjamenn átta marka forystu í leiknum en óvænt spenna hljóp í leikinn á lokakaflanum þegar Garðbæingar náðu að minnka muninn niður í tvö mörk. En lengra komust þeir ekki og lokatölur urðu 24:27. Þjálfarar liðsins voru Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson.

David James semur við ÍBV

Enski landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, David James, skrifaði undir samning hjá ÍBV vorið 2013.  James er án efa þekktasti knattspyrnumaðurinn sem hefur verið á mála hjá íslensku liði og sannkallaður hvalreki fyrir ÍBV og í raun íslenska knattspyrnu.  James lék með  ÍBV um sumarið og starfaði einnig sem aðstoðarþjálfari við hlið Hermanns Hreiðarssonar. Eins og gefur að skilja vakti koma James til ÍBV verðskuldaða athygli. Enskir fjölmiðlar sýndu málinu mikinn áhuga og var m.a. sagt frá vistaskiptum markvarðarins á vef The Guardian, Sky Sports og BBC.

Þung undiralda á aðalfundi

Salurinn í Týsheimilinu var þétt setinn á aðalfundi ÍBV-íþróttafélags 17. apríl 2013.  Stórkarlalegar yfirlýsingar stjórnarmanna dagana á undan höfðu örugglega átt sinn þátt í áhuga á fundinum. Það var áfram þungi í mönnum en umræðan var þó vel innan velsæmismarka. Það sem stóð  uppúr var glæsilegur árangur félagsins árið á undan og öflugt starf en dökka hliðin  að félagið skuldar of mikið. Um þetta var tekist á fundinum og féllu þung orð, m.a. sagt að þjóðhátíð skilaði ekki því sem gera mætti ráð fyrir miðað við umfang og veltu. Því var mótmælt og sýnt fram á að tekjur af þjóðhátíð skipta máli fyrir rekstur félagsins þó alltaf megi deila um hvað sé ásættanlegt og hvað ekki.

Á framhaldsaðalfundi nokkrum dögum síðar var Sigursveinn Þórðarson kjörinn formaður félagsins og með honum í stjórn,  Íris Róbertsdóttir, varaformaður, Guðmundur Ásgeirsson, gjaldkeri og Arnar Richardsson, ritari. Aðrir í stjórn eru Páll Magnússon, Stefán Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Styrmir Sigurðarson og Hannes Sigurðsson.

Fyrsti Íslandsmeistaratitill ÍBV íkarla  handbolta

Tveir flokkar ÍBV í handbolta urðu Íslandsmeistarar 2013, yngra ár 4. flokks drengja og eldra ár 5. flokks kvenna.

Þessi sigur 4. flokks drengja var fyrsti Íslandsmeistaratitill í handbolta í sögu ÍBV íþróttafélags. Þjálfarar drengjaliðsins var  Jakob Lárusson en þjálfari stúlknaliðsins var Unnur Sigmarsdóttir.

Skemmtilegur opnunarleikur

Það var augljóst að mikil eftirvænting ríkti í Vestmannaeyjum þegar blásið var til leiks í opnunarleik Íslandsmótsins í knattspyrnu 2013, sem að þessu sinni fór fram á Hásteinsvelli.  Þar áttust við heimamenn í ÍBV og ÍA en í liði ÍBV var stórstjarnan David James. Það fór líka ekki á milli mála að stuðningsmenn liðsins vildu berja stórstjörnuna augum, enda voru ríflega eitt þúsund manns á vellinum og fjölmargir voru mættir mjög tímanlega. ÍBV hafði betur í leiknum 1:0 með marki Gunnars Más Guðmundssonar. 

Stórveldi á íþróttasviðinu

ÍBV fékk afhentan unglingabikar HSÍ á lokahófi sambandsins 2013, þar sem ÍBV sópaði að sér verðlaunum. Unglingabikar er eftirsóknarverður bikar en hann fær það félag sem að mati HSÍ hefur sinnt unglingastarfi hvað best á tímabilinu. Undir unglingastarfið falla 3. flokkur og yngri iðkendur í karla- og kvennaflokki. ÍBV bætti því enn einni rósinni í hnappagatið og vel að þessum titli komið.

Heimir

Heimir Hallgrímsson er án efa sá þjálfari sem hefur náð lengst af þeim íþróttaþjálfurum sem Eyjarnar hafa alið af sér.  Heimir náði frábærum árangri með karla- og kvennalið ÍBV og ekki síður yngri flokka félagsins. Hann var í kjölfarið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. Undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis náði íslenska karlalandsliðið sögulegum árangri, þótt sætið á HM hafi runnið úr greipum á lokasprettinum.   Heimir var svo ráðinn landsliðsþjálfari.

90 nemendur í Íþróttaakademíunni 2013

Góður rómur hefur verið gerður af starfsemi Íþróttaakademíu ÍBV og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og Grunnskóla Vestmannaeyja.  Nemendur fá góða kennslu í viðkomandi íþróttagrein, þá er gerð krafa á nemendur beggja akademía um hollt líferni, góða framkomu og námsárangur.    Tímabilið 2013-14 voru samtals 90 nemendur í íþróttaakademíu, 39 í FÍV og 51 í GRV.

Ian David Jeffs var skólastjóri  en hann var þriðji til að sinna starfinu.  Árni Stefánsson byrjaði, Erlingur Richardsson tók við af honum og nú Jeffsy, eins og hann er kallaður.

Baráttan um Íslandsmeistaratitlinn 2014 endaði  með sigri ÍBV

Það varð enginn vonsvikinn af því að hafa fylgt karlaliði ÍBV í handbolta, til Hafnarfjarðar í síðasta leik liðsins í úrslitarimmunni.  Verið var að leika hreinan úrslitaleik gegn Haukum og stuðningsmenn ÍBV voru sem fyrr frábærir.  Meira en klukkutíma fyrir leik var stúkan orðin full Eyjamegin.  Þetta sýndi hug Eyjamanna, - titlinum skyldi landað.

Örtröð myndaðist þegar byrjað var að selja miða í hópferð á leikinn.  Forsalan fór fram í afgreiðslu Herjólfs og biðröðin náði langt út á bryggju. 

Fjölmargir Eyjamenn tryggðu sér einnig miða í forsölu Hauka og svo síðar á leikdegi.  Enda var það þannig að á leiknum á Ásvöllum voru um 2.500 manns og ekki minna en helmingur voru Eyjamenn.  Þrautreyndur Haukamaður sagði að hann hefði aldrei áður séð jafn marga í íþróttahúsinu, ekki einu sinni þegar Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH mætast. Hann bætti því líka við að hann hefði aldrei áður séð jafn mikla stemmningu á handboltaleik á Íslandi og þótti mikið til stuðningsmanna ÍBV koma.  Stuðningsmenn ÍBV hafa farið á kostum í úrslitakeppninni, og reyndar fyrir hana líka.  Hvítu riddararnir höfðu verið fremstir í flokki, haldið uppi stemmningunni og aðrir stuðningsmenn ÍBV ekki látið sitt eftir liggja. Stuðningsmenn ÍBV hafa lyft handboltanum á Íslandi upp á hærri stall í vetur.  Þetta eru stór orð en full innistæða fyrir þeim. 

Leikurinn sjálfur var nánast sem í blámóðunni fyrir mörgum, þvílík var spennan.  Fyrri hálfleikur var jafn, Eyjamenn þó með undirtökin en í síðari hálfleik náðu Haukar fjögurra marka forystu og einhverjir farnir að velta því fyrir sér hvort draumurinn væri úti.  „Fyrir það fyrsta, við erum að spila úrslitaleik strákar mínir.  Njótiði þess. Smá bros og losum okkur við spennuna,“ sagði Arnar Pétursson, annar tveggja þjálfara ÍBV í leikhléi sem ÍBV tók um miðjan seinni hálfleikinn þegar staðan var 22:18.  Arnar hitti naglann á höfuðið.  Leikmenn byrjuðu að spila með gleðina að vopni og það sem fylgdi í kjölfarið fer í sögubækurnar.  Peyjarnir okkar söxuðu á forskot Hauka og Theodór Sigurbjörnsson kom ÍBV yfir 23:24 þegar 12 mínútur voru til leiksloka.  Lokamínúturnar voru æsispennandi þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna.  Staðan var jöfn þegar mínúta var eftir.  ÍBV fór í sókn, markvörður þeirra varði frá Agnari Smára Jónssyni, sem kastaði sér inn í teig, náði frákastinu og kom boltanum í netið í annarri tilraun. Þvílík tilþrif hjá Agnari Smára, sem skoraði þrettán mörk í leiknum, hvorki meira né minna.  Vörn Eyjamanna stóð svo af sér síðustu sókn Hauka og fagnaðarlætin í leikslok voru mögnuð.  Leikmenn og forráðamenn féllust tárvotir í faðma með stuðningsmönnum sínum.   Fyrsti Íslandsmeistaratitill meistaraflokks karla ÍBV í handbolta staðreynd. 

Árangurinn náðist því allir lögðust á eitt, leikmenn, þjálfarar, forráðamenn, stuðningsmenn og fleiri.  Að nýliðar ÍBV skuli standa uppi sem sigurvegarar í Íslandsmótinu í fyrsta sinn er ótrúlegt, ekki síst í ljósi þess að fyrir aðeins rúmum tveimur árum var ÍBV næstlélegasta lið landsins.  Þessi vegferð hófst ekki í haust, hún hófst fyrir nokkrum árum þegar deildin var í skuldaklafa.  Skuldirnar voru greiddar upp og þá hófst uppbyggingin sem  fjölmargir komu að.   En uppskeran er góð, ÍBV er besta handboltalið landsins.

Heimkoma sem seint gleymist

„Við komum kl. hálftvö í nótt með Herjólfi og það var full bryggjan af fólki til að taka á móti okkur. Það var slegið upp flugeldasýningu og fleira til gamans gert. Þá var slegið upp veislu sem stóð fram eftir nóttu. Það var seint farið að sofa og snemma farið á fætur í morgun þar sem konan mín var að byrja að vinna eftir fæðingarorlof. Sonur minn 10 mánaða hafði engan skilning á að ég var þreyttur í morgun,“ sagði Gunnar Magnússon, annar þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik karla, glaður í bragði.

Íslands- og bikarmeistarar

Eyjamenn eignuðust enn á ný Íslandsmeistara í handbolta þegar 4. flokkur kvenna, yngri, vann Fram í úrslitaleik mótsins í Austurbergi.  Lokatölur urðu 20:18 eftir framlengingu en eftir venjulegan leiktíma var staðan 17:17.  Eyjaliðið var lengi í gang enda var Fram yfir í hálfleik 11:7.  En stelpurnar unnu sig inn í leikinn með mikilli baráttu og eiga hrós skilið fyrir veturinn, enda bæði Íslands- og bikarmeistarar.  Þjálfari liðsins var Unnur Sigmarsdóttir.

Loksins kom heimasigur

Gengi karlaliðs ÍBV í knattspyrnu stóð ekki undir væntingum sumarð 2014 en loksins tókst meistaraflokki karla að sigra í heimaleik í Pepsi-deildinni en sigurinn kom á Hásteinsvelli gegn Fjölni í mjög svo skemmtilegum leik þar sem Eyjamenn stjórnuðu ferðinni, þó aðallega í seinni hálfleik. Eyjamenn höfðu unnið síðustu tvo útileiki áður en kom að þessum en það voru útisigurinn í Keflavík og bikarsigurinn gegn Þrótti. Lokatölur voru 4:2 sem verður að teljast sanngjarnt.

Stærsta þjóðhátíðin

Sumarið 2014 hélt ÍBV íþróttafélag stærstu þjóðhátíð sína, en tæplega 15 þúsund gesti voru þá í Herjólfsdal. Hún tókst með ágætum. Veður var ágætt alla dagana, sól og blíða á föstudeginum, skúrir á laugardeginum og skýjað og nokkur vindur á sunnudeginum. Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags sagði m.a.  í viðtali við  Eyjafréttir:   „Það var líka gaman að sjá að hvítu tjöldunum er að fjölga, voru núna 326 á móti rúmlega 290 í fyrra.

6. flokkur Íslandsmeistari

Stelpurnar í 6. flokki kvenna hjá ÍBV urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu um mánaðamótin ágúst/september 2014.  B- og C-lið flokksins náði einnig mjög góðum árangri, liðin tvö enduðu í þriðja sæti Íslandsmótsins.  A-liðið hafði gríðarlega mikla yfirburði í sumar og vann til að mynda sinn riðil með fullt hús stiga og komst því leikandi í úrslitariðilinn sem fram fór nokkrum dögum síðar. Þar voru stelpurnar alls ekki hættar og ákváðu að vinna alla leikina þar. Þær gerðu það svo vel að ekkert annað lið í riðlinum var með jafn gott markahlutfall. Stelpurnar eru vel að titlinum komnar og eiga bjarta framtíð fyrir sér. Athöfn var á bryggjunni við komu Herjólfs en stelpunum sem skiluðu sér til Eyja voru færðir blómvendir. 

Evrópukeppni kvennaliðsins

ÍBV stelpurnar okkar héldu út til Ítalíu um miðjan október 2014 til þess að keppa tvo leiki gegn ítölsku liði í forkeppni Evrópudeildar. Fyrir ferðina var ljóst að ítalska liðið var gríðarlega sterkt og með nokkrar reyndar stelpur sem höfðu áður leikið í Meistaradeildinni.

Fyrri leikur liðanna fór fram á föstudegi og var mikið jafnræði á með liðunum. Stúlkurnar okkar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan 14:14. Í síðari hálfleik fóru stelpurnar illa með færin sín og lokatölur urðu 27:24. Það var því ljóst að erfitt verkefni beið stelpnanna næsta dag. Mörk ÍBV í fyrri leiknum skoruðu Jóna S. Halldórsdóttir 7, Telma Amado 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Vera Lopes 3, Ester Óskarsdóttir 2 og Elín Anna Baldursdóttir 2. 

Síðari leikurinn fór, eins og fyrri leikurinn, fram í höll þar sem mikill hiti var og margir stuðningsmenn ítalska liðsins, aðstæður sem stelpurnar þekkja ekki. Í leiknum varð snemma ljóst að þær myndu ekki ná að vinna upp muninn sem hafði myndast eftir fyrri leikinn. Allar stelpurnar fengu því að spila og tapaðist leikurinn með níu marka mun 34:25.

Mörk ÍBV skoruðu Jóna S. Halldórsdóttir 8, Vera Lopes 3, Telma Amado 3, Elín Anna Baldursdóttir 3, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Ester Óskarsdóttir 2, Bergey Alexandersdóttir 1, Sóley Haraldsdóttir 1 og Ásta Björt Júlíusdóttir 1.

Gríðarlegur ferðakostnaður

Ferðakostnaður ÍBV-íþróttafélags fyrir árið 2014 var kr. 56.500.000,-.  Eingöngu er um að ræða ferðir í Íslandsmót en ekki í bikarkeppni, æfingaleiki, deildar og Lengjubikar, Faxaflóamót og fleira. Ferðajöfnunarsjóður kom til móts við þennan kostnað  og úr honum komu  nálægt kr. 6.000.000- Til þess að standa straum af þessum kostnaði hefur ÍBV notið mikillar góðvildar einstaklinga og fyrirtækja sem og Vestmannaeyjabæjar.

1200 leikir – 43 starfsmenn á launaskrá – 50% grunnskólabarna æfa íþróttir hjá félaginu

Á viðurkenningahátíð Íþróttabandalagsins ræddi Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags um félagið og starf þess. Hún sagði að á árinu 2014 hefði ÍBV spilað rúmlega 1200 leiki í Eyjum og félagið var þá sem oftast áður stærsti  viðskipavinur  Herjólfs í farþegaflutningum. Félagið átti 23 íþróttamenn sem léku fyrir Íslands hönd með landsliðum og þrír  þjálfarar félagsins stýrðu landsliðum Íslands og félagið ætti þar að auki handboltaþjálfara eins besta félagsliðs heims.   ÍBV íþróttafélag varð Íslandsmeistari í þremur yngri flokkum og bikarmeistari í tveimur. Og Íslandsmeistari í meistaraflokki  karla í handbolta. ÍBV íþróttafélag hefði að jafnaði 43 starfsmenn  á launaskrá, félagið verslaði við fyrirtæki og stofnanir í Eyjum fyrir rúmar 100 milljónir króna. 50% allra grunnskólabarna stunda íþróttir á vegum félagsins og uppeldismenntað fólk sem sér um kennslu yngstu iðkenda félagsins er 10 talsins.  80 ungmenni stunda nám í Íþróttaakademíunni

Bikarmeistarar - Hafa unnið 17 leiki í röð

Stelpurnar í þriðja  flokki ÍBV í handbolta voru ótrúlegar. Þær töpuðu ekki leik á tímabilinu 2014-15 eftir slakan fyrsta leik gegn Selfyssingum. Þær mættu þeim einmitt í úrslitum bikarsins. Þrjár stelpur sem spila stórt hlutverk hjá meistaraflokki spila með liðinu. Þær Erla Rós Sigmarsdóttir, Arna Þyrí Ólafsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir en þær spiluðu allan leikinn.

Í upphafi leiksins var mikið jafnræði á með liðunum en ÍBV virtist þó alltaf vera einu til tveimur skrefum á undan. Í hálfleik var staðan 12:10 eftir flottan kafla ÍBV undir lok fyrri hálfleiks.   Í síðari hálfleik sást vel hvort liðið væri á toppi deildarinnar. Stelpurnar sýndu sínar bestu hliðar en það var þó ein sem stal senunni. Sóley Haraldsdóttir átti frábæran leik og skoraði ellefu mörk. Þegar sóknir stelpnanna virtust vera að renna út í sandinn gat Sóley bjargað málunum. Lokatölur leiksins urðu 24:18 og var Sóley valin kona leiksins.    

Bikarinn til Eyja

Karlalið ÍBV í handbolta fékk FH sem mótherja í úrslitaleik bikarkeppninnar 2015 eftir að hafa unnið Hauka í dramatískum leik. - Það gekk allt upp hjá Eyjamönnum í upphafi og var staðan 6:6 eftir fimmtán mínútna leik. FH-ingar náðu þá góðum kafla,  spiluðu ótrúlega vörn og góða sókn, þeir breyttu stöðunni í 6:10 á svipstundu.

Þá hófst frábær kafli Eyjamanna, áður en flautan gall í hálfleik höfðu strákarnir jafnað í 11:11. Þessi kafli hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks og var staðan orðin 19:14 áður en síðari hálfleikur var hálfnaður. Kolbeinn Aron Arnarson var í ótrúlegu stuði í leiknum en hann varði alls þrjú vítaköst.  Staðan var svo 23:19 þegar einungis sex mínútur voru eftir en þá voru flestir farnir að bóka sigurinn. Þá klikkaði nánast allt sem gat klikkað  hjá Eyjamönnum þessar síðustu mínútur. FH-ingum tókst að minnka muninn niður í eitt mark og höfðu boltann þegar mínúta var eftir.  Vörn ÍBV varði slakt skot frá ungri skyttu FH-inga og sigldi þar með sigrinum í höfn. Allt ætlaði um koll að keyra í Laugardalshöllinni en ótrúleg stemning var í húsinu.

Kolbeinn Aron Arnarson var ótrúlegur í úrslitaleiknum og varði nítján skot, þar af þrjú vítaköst. Hann varði einnig mörg skot úr opnum færum á mikilvægum tímapunktum í leiknum. Agnar Smári Jónsson skoraði mest Eyjamanna í leikjunum eða tíu mörk. Hann skoraði síðasta markið gegn FH.

Hvítu Riddararnir stjórnuðu stemningunni mjög vel  en þessi stórkostlega  stuðningsmannasveit  hefur staðið sig ótrúlega vel síðustu tvö ár. Leikmenn og þjálfarar liðsins fara ekki í eitt einasta viðtal án þess að þakka fyrir stuðninginn og stemninguna sem hefur ekki verið meiri í íslenskum handbolta í mörg ár. Og uppskeran er fyrsti bikarmeistaratitill karla frá árinu 1991 þegar Íþróttabandalag Vestmannaeyja vann Víking  eftir að hafa lent sjö mörkum undir.

Við heimkomu bikarmeistaranna  með Herjólfi  var skotið upp flugeldum og blys loguðu á Heimakletti, Miðkletti og Ystakletti.

Erfitt er að segja til um hvað margir voru samankomnir á bryggjunni til að samfagna Bikarmeisturunum en þeir voru eitthvað á milli 1000 og 2000 manns. Og til að undirstrika enn hvert hugur veðurguðanna beinist í handboltanum á Íslandi lagðist hvít slikja yfir Eyjarnar eftir móttökuna með Herjólfi. Hvítt er jú litur ÍBV.  Þarna endurtók sig sagan frá síðasta vori þegar ÍBV kom heim með Íslandsmeistaratitilinn. Þá skartaði náttúran sínu blíðasta, stjörnubjörtu kvöldi, fullu tungli og logni.

Á eftir var sigurhátíð  í Höllinni og á Háaloftinu fyrir strákana þar sem frítt var inn og sungið og dansað í fullu húsi fram á morgun.

5. flokkur Íslandsmeistari

Stelpurnar í 5. flokki kvenna eru með langbesta liðið á Íslandi í sínum flokki. Þær unnu öll fimm mótin sem voru í boði á árinu 2015, en ekki nóg með það, því liðið vann hvern og einn einasta leik. Rétt eins og það hafi ekki verið nóg þá vann liðið alla leikina nema tvo með tíu marka mun eða meira.   Þetta er ótrúlegur árangur hjá stelpunum sem hafa svo sannarlega hælana þar sem önnur lið komast ekki með tærnar. Á síðasta tímabili urðu stelpurnar einnig Íslandsmeistarar. B-lið stelpnanna er einnig það besta á landinu, í síðasta móti vetrarins komst B-liðið upp í fyrstu deild. Engu öðru B-liði hefur tekist að tryggja sér sæti í efstu deild 5. flokks kvenna.  Stelpurnar eru einnig með fyrirmyndarþjálfara en feðgarnir Björn Elíasson og Hilmar Ágúst Björnsson stýra þeim.

Tryggvi lét af störfum fyrirvaralaust

Tryggvi Guðmundsson,  lét af störfum sem aðstoðarþjálfari knattspyrnuliðs karla  ÍBV í endaðan júlí 2015. Hann var  ekkert  að fegra sinn hlut sinn í málinu. Tryggvi  mætti undir áhrifum áfengis á æfingu og þá sem aðalþjálfari í forföllum Jóhannesar Harðarsonar yfirþjálfara. Í kjölfarið varð að samkomulagi milli hans og knattspyrnuráðs ÍBV að hann hætti.

Meistarar meistaranna 2015

ÍBV varð  meistari meistaranna í karlaflokki í handknattleik eftir nauman sigur á Haukum, 25-24 sigur í Schenker-höllinni.  Með sigrinum tókst strákunum að hefna fyrir tapið í fyrra gegn Haukum í sama leik en þá tapaði ÍBV með eins marks mun.   Þjálfarar liðsins voru Arnar Pétursson og Sigurður Bragason.

Minningarathöfn, Abel kvaddur

Landakirkja var þéttsetin í minningarathöfn um Abel Dhaira, markmann ÍBV sem lést 27. mars 2016, aðeins 28 ára gamall eftir stutta baráttu við krabbamein. Það var ÍBV og vinir hans sem stóðu fyrir athöfninni þar sem sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur Landakirkju og Guðni Hjálmarsson, forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins í Eyjum fluttu minningarorð. Hvítasunnufólk sá um tónlist og Árný Heiðarsdóttir, sem gekk honum í einskonar móðurstað. ÍBV fáninn var í kór klæddur sorgarklæði þar sem leikmenn meistaraflokks karla sátu.  Athöfnin var látlaus og í anda Abels sem ekki lét mikið fyrir sér fara nema þegar hann var mættur á milli stanganna í marki ÍBV. 

3. flokkur Íslandsmeistari

ÍBV eignaðist Íslandsmeistara í 3. flokki karla í fyrsta skiptið, þessir sömu strákar unnu fyrsta Íslandsmeistaratitil ÍBV í 4.flokki  árið 2013.  Í ár var liðið undir stjórn Svavars Vignissonar og tefldi það fram tveimur liðum, einu sem spilaði í 1. deild og öðru sem spilaði í 3. deild. Liðið sem var í 3. deild var einungis skipað leikmönnum fæddir 1999, á yngra ári flokksins.

Ágúst Emil Grétarsson var útnefndur maður leiksins en hann skoraði átta mörk, í öllum regnbogans litum. Strákarnir fengu síðan móttöku við hæfi á Básaskersbryggju eftir leik þar sem þeir höfðu ferðast með bikarinn til Eyja í Herjólfi með tilheyrandi látum og söngvum.

Þriðji flokkur karla vann einnig  í B-úrslitum.   Liðið tapaði ekki leik á öllu tímabilinu. Þeir unnu 15 af sínum 16 leikjum í deildinni og voru með 178 mörk í plús.

Lengjubikarmeistarar 2016

Eftir mikla velgengni í Lengjubikarkeppninni tók meistaraflokkur kvenna  á móti Breiðabliki í úrslitunum á Hásteinsvelli. ÍBV stelpurnar  höfðu betur í 3:2 sigri og fengu því Lengjubikarinn í ár.

ÍBV stelpurnar byrjuðu frábærlega en eftir 25 mínútur var staðan orðin 3:0 fyrir okkar stelpum. Blikastelpurnar minnkuðu muninn í 3:1 á 27. mínútu. Staðan var 3:1 í hálfleik. Gestirnir skoruðu svo annað mark sitt á 85.mínútu leiksins og voru því lokatölur leiksins 3:2 og ÍBV stelpurnar því handhafar Lengjubikarsins 2016.  

Mörk ÍBV skoruðu þær Chloe Lacasse, Lisa Marie Woods og Rebekah Bass. 

Þannig fór það

Það  var stór áfangi hjá ÍBV að eiga lið bæði í karla- og kvennaliði ÍBV í knattspyrnu í úrslitum Borgunarbikarsins  2016, sem fram fór á Laugardalsvelli dagana 12. og 13. ágúst. Því miður urðu Eyjamenn og konur að sætta sig við silfurverðlaunin en stuðningsmennirnir klikkuðu ekki og voru síst færri á pöllunum og létu vel í sér heyra.

ÍBV stelpurnar tóku á móti Blikum í úrslitaleiknum. Þær höfðu farið nokkuð erfiða leið þar sem þrjú Pepsi-deildar lið urðu á vegi þeirra. KR, Selfoss og Þór/KA slógu þær úr leik en leikurinn við Þór/KA fór alla leið í framlengingu þar sem Eyjakonur reyndust sterkari aðilinn.  Í úrslitaleiknum byrjaði leikurinn alveg skelfilega. Olivia Chance, nýr leikmaður Blika, skoraði mark eftir rúma mínútu þar sem hún átti skot fyrir utan sem rataði í netið.   Berglind Björg Þorvaldsdóttir, uppalin Eyjakona, skoraði annað mark Blika eftir rúmlega tuttugu mínútna leik þar sem hún skallaði í netið eftir hornspyrnu. Svona var staðan í hálfleik og Blikar líklegri til að bæta við marki heldur en ÍBV að minnka muninn.

Lið ÍBV kom þó virkilega ferskt út í seinni hálfleikinn þar sem Natasha Anasi minnkaði muninn eftir tæpar fimm mínútur í seinni hálfleik. Þá leit allt eins út fyrir að ÍBV gæti jafnað leikinn. Tíu mínútum seinna komust Blikastelpur í 3:1 þegar önnur Vestmannaeyjamær skoraði en Fanndís Friðriksdóttir átti þá hnitmiðað skot út við stöng.

Leikurinn fjaraði fljótt út og voru mínúturnar ekki lengi að líða þar sem ÍBV vantaði mörk, allt kom fyrir ekki og tap í bikarúrslitunum því staðreynd

Karlalið ÍBV spilaði við Valsara eftir að hafa farið erfiðu leiðina í bikarúrslitin, liðið sló út Huginsmenn, Stjörnuna, Breiðablik og FH. Í úrslitaleiknum mætti liðið Val  og ekki byrjaði leikurinn gæfulega fyrir Eyjamenn.   Valsarinn Sigurður Egill Lárusson fékk fyrsta færið og skoraði fyrsta markið eftir tæpar tíu mínútur, hann var síðan aftur á ferðinni þegar hann tvöfaldaði forystuna eftir tuttugu mínútna leik. Í millitíðinni hafði Gunnar Heiðar Þorvaldsson fengið gott tækifæri til að jafna leikinn fyrir Eyjamenn.  Restin af leiknum var nokkuð tíðindalítill og ekki mikið sem gerðist í síðari hálfleik, ÍBV fékk fá eða engin færi til að minnka muninn og Valsarar í raun verðskuldaðir sigurvegarar.

(Heimildir: Eyjafréttir, Morgunblaðið, fundargerðir ÍBV íþróttafélags, Íþróttafélagið Þór í 100 ár)

Með þeirri sögu sem hér hefur verið sögð, er reynt að varpa  ljósi á það umfangsmikla starf sem fram fer hjá ÍBV íþróttafélagi.  Það gerist þó ekki af sjálfu sér. Mikill fjöldi sjálfboðaliða og stuðningsmanna leggja mikið á sig til að halda merki félagsins og Vestmannaeyja hátt á lofti og eru ástæða þess að félagið er jafn öflugt og raun ber vitni.  Það nýtur líka mikils velvilja bæjarbúa sem seint verður fullþakkað. Meðan félagið nýtur slíks, er framtíð þess björt. Þetta afmælisblað ÍBV íþróttafélags er tileinkað öllu því góða fólki sem að baki félagsins stendur. 

___________________________________________________________________________


Til baka á forsíðu