Blik 1939, 4. tbl./Heilræði til unglinganna

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Efnisyfirlit 1939


Sir W. Raleigh:

Heilrœði til unglinganna.

Verðu æsku þinni svo vel, að þú megir minnast hennar með fögnuði, þegar hún er liðin, en ekki með sorg og andvörpum. Meðan þú ert ungur, finnst þér æska þín muni aldrei líða, en þú munnt sjá, að jafnvel hinn lengsti dagur líður að kveldi, og þú eignast hann aðeins einu sinni. Hann kemur aldrei aftur. Svo er það með æskuárin. Notaðu þau því eins og vortíma. Þá áttu að sá og planta öllu því, sem þú þarfnast og vilt uppskera á fullorðinsárunum, svo þau geti orðið þér farsæl.