Blik 1939, 6. tbl./Félagslíf í Gagnfræðaskólanum

From Heimaslóð
Revision as of 16:44, 24 May 2010 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Efnisyfirlit 1939


Félagslíf í
Gagnfrœðaskólanum.


Í Gagnfræðaskólanum starfa nú sem að undanförnu Málfundafélagið og Menningarmálafélagið. Deild úr því síðara er bindindisfélag skólans og taflfélagið m.m.
Formaður Málfundafélagsins er Gísli G. Guðlaugsson og formaður Menningarmálafélagsins Borgþór Jónsson.
Fjör og líf er í félagsstarfinu. Allir nemendur skólans og fastir kennarar eru í bindindisfélaginu eins og undanfarin ár.
Sú regla hefir verið tekin upp í Gagnfræðaskólanum, að nemendur, piltar og stúlkur, sitja á púðum í kennslustundum. Einnig nota stúlkurnar hlífðarermar. Þessi ráðstöfun dregur úr fatasliti nemenda og er því hagkvæm.