Blik 1959/Bæjarstjórn í Vestmannaeyjum 40 ára

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Efnisyfirlit 1959Bæjarstjórn í Vestmannaeyjum
40 áraSamkvæmt lögum nr. 26, 22. nóv. 1918, voru Vestmannaeyjar teknar í tölu kaupstaða.
Fyrstu bæjarstjórnarkosningar fóru hér fram 19. jan. 1919. Samkvæmt lögum þessum varð sýslumaðurinn bæjarfógeti og um leið oddviti bæjarstjórnar, þ.e. bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar, því að hann hafði á hendi að láta framkvæma samþykktir bæjarstjórnar og stjórnaði fundum hennar.
Þá var hér sýslumaður Karl Einarsson, sem jafnframt var þá alþingismaður Vestmannaeyinga. — Karl Einarsson tók við sýslunni 15. febr. 1910 og fékk lausn frá bæjarfógetaembættinu 25. febr. 1924. Alþingismaður Vestmannaeyinga var hann frá 1914—1923. —
Fyrsta fund sinn hélt bæjarstjórn Vestmannaeyja 14. febr. 1919 í Borg við Heimagötu.
Á undanförnum 40 árum hafa nokkrar breytingar verið gjörðar á lögum um bæjarstjórnarkosningar. Skulu þær helztu hér greindar, svo að áhugasamur lesandi átti sig betur á ártölunum.
Samkvæmt 8. gr. laganna frá 1918 voru bæjarfulltrúarnir fyrst kosnir til þriggja ára, þó þannig, að þriðjungur þeirra var dreginn út eftir eitt ár og annar þriðjungur eftir tvö ár með hlutkesti.
Breytingar á þessum ákvæðum voru síðan gerðar með lögum um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða, sett 14. júní 1929, nr. 59.
Samkvæmt þeim lögum skal kjósa bæjarfulltrúa og varafulltrúa með hlutfallskosningu til 4 ára.
4. jan. 1930 voru því bæjarfulltrúarnir kosnir til 4 ára fyrsta sinni og svo hefir það verið síðan.
Svo sem áður er á minnzt, þá var bæjarfógeti oddviti bæjarstjórnar fyrstu árin.
Á kjörfundi 21. marz 1924 kusu Vestmannaeyingar sér bæjarstjóra, kosinn til 6 ára. Oddviti lagði fram 997 kjörseðla, og voru þessir menn þá í kjöri, raðað eftir stafrófsröð:

G.V. Aaderup hlaut 2 atkvæði
Brynjólfur Árnason — 1
Halldór Pálsson — 4
Páll Jónsson — 7
Kristinn Ólafsson — 408
Sigurður Lýðsson — 1
Þórhallur Sæmundsson — 16
Alls 439 atkvæði
6 seðlar ógildir
3 seðlar auðir.

Þannig var Kristinn Ólafsson verzlunarstjóra Arinbjarnarsonar fyrst kosinn bæjarstjóri hér í Eyjum.
Blik óskar að minnast þessa merka áfanga í þróunarsögu bæjarins með því að birta nú á 40 ára árstíð bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum myndir af þeim mönnum, sem verið hafa hér aðalbæjarfulltrúar þessi umliðnu 40 ár með fæðingardegi þeirra og ári, fæðingarstað og nöfnum foreldra. Með því er fenginn lykill að kirkjubókum. Þá eru og skráð hér þau árin, sem fulltrúinn sat í bæjarstjórn, en nöfnum annars raðað eftir stafrófsröð.
Skrá um ártöl þessi og nöfn bæjarfulltrúa hefir Árni J. Johnsen tekið saman fyrir bæjarstjórn, sem kostar þetta myndasafn af bæjarfulltrúunum, enda prentmyndirnar eign bæjarsjóðs og ekki ómerkur hluti af minjasafni bæjarins.
Þá birtir Blik hér einnig á sama hátt myndir af mönnum þeim, sem verið hafa hér bæjarstjórar þessi 40 ár.

Þ.Þ.V.


1959, bls. 11 A.jpg


ÁRSÆLL SVEINSSON,
útgerðarmaður,
f. í Vestmannaeyjum 31. des. 1893. For.: Sveinn Jónsson, trésmiður, og k.h. Guðrún Runólfsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1938—1942
— 1942—1946
— 1946—1950
— 1950—1954
— 1954—1958, alls 20 ár.
— 1958—


1959, bls. 11 B.jpgÁRNI GUÐMUNDSSON,
kennari,
f. í Vestmannaeyjum 6. marz 1913. For.: Guðmundur Jónsson, skipasmíðameistari, og k.h. Jónína Sigurðardóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1942—1947 (leiðr.), alls 5 ár.


1959, bls. 12 A.jpgBJÖRN GUÐMUNDSSON,
kaupmaður,
f. í Vestmannaeyjum 24. júní 1915. For.: Guðmundur Eyjólfsson, verkamaður, og k.h. Áslaug Eyjólfsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1946—1950
— 1950—1954, alls 8 ár.


1959, bls. 12 B.jpgÁSTÞÓR MATTHÍASSON,
iðjuhöldur,
f. á Seyðisfirði 29. nóv. 1899. For.: Matthías Þórðarson, skipstjóri, og k.h. Sigríður Guðmundsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1934—1938
— 1938—1942
— 1942—1946, alls 12 ár.


1959, bls. 13 A.jpgEINAR GUTTORMSSON,
sjúkrahússlæknir,
f. að Arnheiðarstöðum á Héraði 15. desember 1903.
For.: Guttormur Einarsson, bóndi, og k.h. Oddbjörg Sigfúsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1946—1950, alls 4 ár.


1959, bls. 13 B.jpgEINAR SIGURÐSSON,
Hraðfrystihúsaeigandi,
f. í Vestmannaeyjum 7. febrúar 1906.
For.: Sigurður Sigurfinnsson hreppstj., og s.k.h. Guðríður Jónsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1942—1946
— 1946—1950, alls 8 ár.


1959, bls. 14 A.jpg


EIRÍKUR ÖGMUNDSSON,
verkamaður,
f. í Svínhólum í Lóni 14. júní 1884. For.: Ögmundur bóndi Runólfsson og k.h. Guðrún Marteinsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1919—1920
— 1920—1921
— 1921—1922
— 1922—1923
— 1923—1924
— 1924—1925
— 1925—1926
— 1926—1927. Jan. 1927—1928, alls 9 ár.


1959, bls. 14 B.jpgEYJÓLFUR EYJÓLFSSON,
kaupfélagsstjóri,
f. að Skálateigi í Norðf. 12. apríl 1905.
For.: Eyjólfur Jónsson frá Eyjarhólum í Mýrdal og k.h. Mekkin Bjarnadóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1946—1950, alls 4 ár.


1959, bls. 15 A.jpgEYÞÓR ÞÓRARINSSON,
fæddur að Fossi í Mýrdal 29. maí 1889.
For.: Þórarinn Árnason, bóndi, og k.h. Elín Jónsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1923—1924, alls 1 ár.


1959, bls. 15 B.jpgFRIÐJÓN STEFÁNSSON,
f. í Fögrueyri í Fáskrúðsfirði 12. október 1911.
For.: Stefán Þorsteinsson, bóndi, og k.h. Herborg Björnsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1950—1954, alls 4 ár.


1959, bls. 16 A.jpg
GUÐLAUGUR GÍSLASON,
kaupmaður,
f. á Stafnsnesi í Gullbr.sýslu 1. ág. 1908.
For.: Gísli Geirmundsson, sjómaður, og k.h. Jakobína Hafliðadóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1938—1942
— 1942—1946
— 1946—1950
— 1950—1954
— 1954—1958, alls 20 ár. — 1958–
— Bæjarstjóri síðan 1954.


1959, bls. 16 B.jpgGÍSLI J. JOHNSEN,
stórkaupmaður,
f. í Vestmannaeyjum 10. marz 1881.
For.: Jóhann Jörgen Johnsen, kaupmaður, og k.h. Sigríður Árnadóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1919-1920
— 1920-1921, alls 2 ár.


1959, bls. 17 A.jpgGUNNLAUGUR TRYGGVI GUNNARSSON,
vélstjóri,
f. í Vestmannaeyjum, 29. apríl 1915.
For.: Gunnar M. Jónsson, skipasmíðameistari, og k.h. Sigurlaug Pálsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1954—1958, alls 4 ár.


1959, bls. 17 B.jpg


GUÐLAUGUR HANSSON
verkamaður,
f. að Búðarhóli í Landeyjum 17. apríl 1874.
Móðir: Sesselja Eiríksdóttir frá Forsæti í Landeyjum. G.H. ólst upp að Berjanesi í Landeyjum. D. 16. febr. 1956.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1923-1924
— 1924-1925
Febr. 1925-1926
Jan. 1928-1929
— 1929-1930
— 1930-1934
— 1942-1946, alls 13 ár.


1959, bls. 18 A.jpgGUÐMUNDUR MAGNÚSSON,
smiður,
f. á Arnarhóli í V.-Landeyjum 5. sept. 1877.
For.: Magnús Guðmundsson og k.h. Bjarghildur Guðnadóttir, bóndahjón á Hrauk í sömu sveit.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1934—1938, alls 4 ár.


1959, bls. 18 B.jpgHALLDÓR GUÐJÓNSSON,
skólastjóri,
f. að Smádalakoti í Flóa 30. apríl 1895.
For.: Guðjón Guðjónsson, bóndi, og k.h. Halldóra Halldórsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1924—1925
— 1925—1926
— 1926—1927, alls 3 ár.


1959, bls. 19 A.jpgHARALDUR BJARNASON,
stúdent,
f. á Akranesi 1. júní 1908.
For.: Bjarni Jónsson, skrifstofumaður, og k.h. Anna Tómasdóttir.
D. 23. jan. 1955.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1934—1938
— 1938—1942, alls 8 ár.


1959, bls. 19 B.jpgHALLDÓR GUNNLAUGSSON,
héraðslæknir, Skeggjastöðum í Bakkafirði 25. ágúst 1875, d. 16. des. 1924. For.: Séra Gunnlaugur J. Ól. Halldórsson, sóknarprestur, og f.k.h. Margrethe Andrea Lúdvigsdóttir, Knudsen.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1919—1920
— 1920—1921, alls 2 ár.


1959, bls. 20 A.jpgHARALDUR EIRÍKSSON,
rafvirkjameistari,
f. í Vestmannaeyjum 21. júní 1896.
For.: Eiríkur Hjálmarsson, kennari, og k.h. Sigurbjörg Rannveig Pétursdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1938—1942
— 1942—1946, alls 8 ár.


1959, bls. 20 B.jpgHELGI BENEDIKTSSON,
kaupmaður,
f. 3. desember 1899.
For.: Benedikt Kristjánsson og Jóhanna Jónsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1950—1954, alls 4 ár.


1959, bls. 21 A.jpgHRÓLFUR INGÓLFSSON,
skrifstofumaður,
f. að Vakursst. í Vopnaf. 20. des. 1917.
For.: Ingólfur Hrólfsson, og k.h Guðrún Eiríksdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1950—1954
— 1954—1958, alls 8 ár.


1959, bls. 21 B.jpgHÖGNI SIGURÐSSON,
bóndi,
f. í Vestmannaeyjum 23. sept. 1874.
For.: Sigurður Sigurfinnsson, hreppstjóri, og f.k.h. Þorgerður Gísladóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1919—1920
— 1920—1921
— 1921—1922, alls 3 ár.


1959, bls. 22 A.jpgINGÓLFUR ARNARSON,
járnsmiður,
f. í Vestmannaeyjum 31. ágúst 1921.
Móðir: Sólrún Eyjólfsdóttir frá Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1958—


1959, bls. 22 B.jpg


ÍSLEIFUR HÖGNASON,
kaupfélagsstjóri,
f. að Seljalandi undir Eyjafjöllum 30. nóvember 1895.
For.: Högni Sigurðsson, síðar hreppstj. í Vestm.eyj., og k.h. Martha Jónsdóttir .
Í bæjarstjórn:
Jan. 1923—1924
— 1924—1925
Febr. 1925—1926
Jan. 1926—1927
— 1927—1928
— 1928—1929
— 1929—1930
— 1934—1938. Jan. 1938—1942. Jan. 1942 þar til í okt. 1943, alls hartnær 16 ár.


1959, bls. 23 A.jpgJÓHANN P. JÓNSSON,
f. að Seilu í Skagafirði 1. des. 1882.
For.: Jón Jónsson, bóndi, og k.h. Björg Pétursdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1930—1934, alls 4 ár.


1959, bls. 23 B.jpgSÉRA JES A. GÍSLASON,
verzlunarstjóri,
f. í Vestmannaeyjum 28. maí 1872.
For.: Gísli Stefánsson, kaupmaður, og k.h. Soffía Lizebet Andersdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1921—1922
— 1922—1923
— 1923—1924
— 1924—1925
Febr. 1925—1926, alls 5 ár.


1959, bls. 24 A.jpg

JÓN HINRIKSSON,
kaupfélagsstjóri,
f. að Ósum á Vatnsnesi í Húnavatnss. 23. maí 1881.
For : Hinrik Guðm. Jónsson, bóndi, og k.h. Sigurlaug Sveinsdóttir.
D. 15. maí 1929.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1919—1920
— 1920—1921
— 1921—1922
— 1922—1923
— 1924—1925
Febr. 1925—1926
Jan. 1926—1927
— 1927—1928. Jan. 1928—1929, alls 9 ár.


1959, bls. 24 B.jpg

JÓHANN Þ. JÓSEFSSON,
kaupmaður,
f. í Vestmannaeyjum 17. júní 1886.
For.: Jósef Valdason, skipstjóri, og k.h. Guðrún Þorkelsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1919—1920
— 1920—1921
— 1921—1922
— 1922—1923
— 1923—1924
— 1924—1925
Febr. 1925—1926
Jan. 1926—1927
— 1927—1928. Jan. 1928—1929. Jan. 1929—1930. Jan. 1930—1934, alls 15 ár.


1959, bls. 25 A.jpgJÓN JÓNSSON, Hlíð,
útgerðarmaður,
f. að Borgarhóli í Landeyjum 21. október 1878, d. 23. sept. 1954.
For.: Jón Pétursson, bóndi, og k.h. Guðný Eiríksdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1928—1929
— 1929—1930, alls 2 ár.


1959, bls. 25 B.jpgJÓN RAFNSSON,
f. 6. marz 1899 í Vindheimi í Norðfirði.
For.: Rafn Júlíus Símonarson og k.h. Guðrún Gísladóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1934—1938, alls 4 ár.


1959, bls. 26 A.jpg
JÓN Í. SIGURÐSSON,
hafnsögumaður,
f. í Vestmannaeyjum 7. nóvember 1911.
For.: Sigurður Björnsson, bátasmiður, og k.h. Sigríður Árnadóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1958—


1959, bls. 26 B.jpgJÓN SVERRISSON,
yfirfiskimatsmaður,
f. að Nýjabæ í Meðallandi 22. jan. 1871.
For.: Sverrir Magnússon, bóndi, og k.h. Sigríður Jónsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1927—1928
— 1928—1929
— 1929—1930, alls 3 ár.


1959, bls. 27 A.jpgKARL GUÐJÓNSSON,
kennari,
f. í Vestmannaeyjum 1. nóvember 1917.
For.: Guðjón Einarsson, verkamaður, og k.h. Guðfinna Jónsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1958—


1959, bls. 27 B.jpgMAGNÚS BERGSSON,
bakarameistari,
f. í Reykjavík 2. október 1898.
For.: Bergur Jónsson, skipstjóri, og k.h. Þóra Magnúsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1930—1934
— 1950—1954, alls 8 ár.


1959, bls. 28 A.jpgMAGNÚS MAGNÚSSON,
skipasmiður,
f. að Geitagili í Rauðasandshreppi 6. október 1882.
For.: Magnús bóndi Sigurðsson og k.h. Þórdís Jónsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1930—1934, alls 4 ár.


1959, bls. 28 B.jpg


MAGNÚS GUÐMUNDSSON,
útgerðarmaður,
f. að Vesturhúsum í Vestmannaeyjum 27. júní 1872, d. 24. apríl 1955.
For.: Guðmundur Þórarinsson, bóndi, og k.h. Guðrún Erlendsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1919—1920
— 1920—1921
— 1921—1922
— 1922—1923
— 1923—1924
— 1924—1925, alls 6 ár.


1959, bls. 29 A.jpg


ÓLAFUR AUÐUNSSON,
útgerðarmaður,
f. á Torfast. í Fljótshlíð 29. maí 1879.
For.: Auðunn Jónsson, bóndi, og k.h. Solveig Jónasdóttir, d. 14. febrúar 1937¹).
Í bæjarstjórn:
Febr. 1925—1926
Jan. 1926—1927
— 1927—1928
— 1929—1930
— 1930—1934
— 1934—1938
— 1938—1942, alls 16 ár.


1959, bls. 29 B.jpgPÁLL BJARNASON,
skólastjóri,
f. að Götu á Stokkseyri 26. júní 1884, d. 5. des 1938.
For.: Bjarni Pálsson, organisti, og k.h. Margrét Gísladóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1919—1920
— 1920—1921, alls 2 ár.


1959, bls. 30 A.jpgPÁLL EYJÓLFSSON,
forstjóri,
f. í Höfnum á Reykjanesi 28. sept. 1901.
For.: Eyjólfur Símonarson, verkamaður, og k.h. Helga Gísladóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1934—1938, alls 4 ár.


1959, bls. 30 B.jpgPÁLL V.G. KOLKA,
Sjúkrahússlæknir,
f. á Torfalæk í A.-Húnavatnssýslu 25. janúar 1895.
For.: Guðmundur Guðmundss., bóndi, og Ingibjörg Ingimundardóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1922—1923
— 1927—1928
— 1928—1929
— 1929—1930
— 1930—1934, alls 8 ár.


1959, bls. 31 A.jpgPÁLL S. SCHEVING,
vélstjóri,
f. í Vestmannaeyjum 21. janúar 1904.
For.: Sveinn Scheving, lögregluþjónn, og k.h. Kristólína Bergsteinsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1954—1958, alls 4 ár.
— 1958—


1959, bls. 31 B.jpgPÁLL ÞORBJÖRNSSON,
skipstjóri,
f. í Vatnsfirði í N.-Ísafj. 7. okt. 1906.
For.: Þorbjörn Þórðarson, héraðslæknir, og k.h. Guðrún Pálsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1934—1938
— 1938—1942
— 1942—1946
— 1946—1950, alls 16 ár.


1959, bls. 32 A.jpgSIGHVATUR BJARNASON,
skipstjóri,
f. á Stokkseyri 27. október 1903.
For.: Bjarni Jónsson og k.h. Arnlaug Sveinsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1942—1946
— 1954—1958, alls 8 ár.
— 1958—


1959, bls. 32 B.jpg


SIGFÚS V. SCHEVING,
skipstjóri,
f. í Vestmannaeyjum 2. maí 1886. For.: Vigfús Pálsson Scheving, bóndi, og k.h. Friðrikka Sighvatsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1921—1922
— 1922—1923
— 1923—1924
— 1926—1927
— 1927—1928
— 1928—1929
— 1930—1934, alls 10 ár.


1959, bls. 33 A.jpg


SÍMON EGILSSON,
útgerðarmaður,
f. að Miðey í Austur-Landeyjum 22. júlí 1883, d. 20. ágúst 1924.
For.: Egill Sveinsson, bóndi, og k.h Sesselja Hreinsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1920—1921
— 1921—1922
— 1922—1923, alls 3 ár.


1959, bls. 33 B.jpgSIGURÐUR STEFÁNSSON,
sjómaður,
f. í Búðahr. í Fáskrúðsf. 26. jan. 1915.
For.: Stefán Jónsson, sjómaður, og k.h. Ólafía Jónsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1946—1950
— 1954—1958, alls 8 ár.
— 1958—


1959, bls. 34 A.jpg


SVEINN GUÐMUNDSSON,
fulltrúi,
f. í Norðfirði 17. apríl 1905.
For.: Guðmundur Stefánsson, verkamaður, og k.h. Valgerður Árnadóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1938—1942
— 1942—1946
— 1954—1958, alls 12 ár.
— 1958—


1959, bls. 34 B.jpg


HARALDUR VIGGÓ BJÖRNSSON,
bankastjóri,
f. í Reykjavík 30. október 1889, d. 14. marz 1946.
For.: Björn Jensson, kennari, og k.h. Louise Henriette Svendsen.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1921—1922
— 1922—1923
— 1923—1924
— 1924—1925
Febr. 1925—1926
Jan. 1926—1927, alls 6 ár.


1959, bls. 35 A.jpg


ÞORBJÖRN GUÐJÓNSSON,
bóndi,
f. að Moshvoli í Hvolhr. 6. okt. 1891.
For.: Guðjón Einarsson, bóndi, og k.h. Salvör Sigurðardóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1927—1928
— 1928—1929
— 1929—1930
— 1950—1954, alls 7 ár.


1959, bls. 35 B.jpgÞÓRARINN ÁRNASON,
bóndi og organleikari,
f. á LitluHeiði í Mýrdal 13. júní 1865, d. 22. febrúar 1926.
For.: Árni Jónsson, bóndi á Fossi, og k.h. Guðlaug Einarsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1919—1920, alls 1 ár.


1959, bls. 36 A.jpgÞÓRÐUR GÍSLASON,
meðhjálpari,
f. á Eyrarbakka 20. júní 1898.
For.: Gísli Karelsson, sjómaður, og k.h. Jónína Margrét Þórðardóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1954—1958, alls 4 ár.


1959, bls. 36 B.jpg
ÞORSTEINN SIGURÐSSON, frystihússeigandi, f. í Vestmannaeyjum 14. nóv. 1913. For.: Sigurður Hermannsson og k. h. Sigrún Jónsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1950—1954, alls 4 ár.


1959, bls. 37 A.jpg
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON,
skólastjóri,
f. að Melum í Mjóafirði 19. okt. 1899.
For.: Víglundur Þorgrímsson, bóndi, og k.h. Jónína G. Þorsteinsdóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1950—1954, alls 4 ár.


1959, bls. 37 B.jpg
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON,
kennari,
f. á Stokkseyri 20. september 1918. For.: Sæmundur Benediktsson, verkamaður, og k.h. Ástríður Helgadóttir.
Í bæjarstjórn:
Jan. 1946—1950, alls 4 ár.Bœjarstjórar í Vestmannaeyjum


1959, bls. 38 A.jpg
KARL EINARSSON,
sýslumaður,
f. í Miðhúsum í Eiðaþinghá 18. jan. 1872.
For.: Einar bóndi Hinriksson og k.h. Pálína Vigfúsdóttir.
Bæjarstjóri 1919—1924, alls 5 ár.


1959, bls. 38 B.jpg
KRISTINN ÓLAFSSON,
bæjarfógetafulltrúi,
f. í Reykjavík 21. nóvember 1897.
For.: Ólafur Arinbjarnarson, verzlunarstjóri, og k.h. Sigríður Eyþórsdóttir. Bæjarstj. 1924 — ársloka 1928, alls 5 ár.


1959, bls. 39 A.jpg
JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON,
bæjarfógeti,
f. í Vík í Mýrdal 19. nóvember 1902.
For.: Ólafur Arinbjarnarson, verzlunarstjóri, og k.h. Sigríður Eyþórsdóttir.
Bæjarstjóri 1929—1938, alls 9 ár.


1959, bls. 39 B.jpg
HINRIK G. JÓNSSON,
sýslumaður,
f. í Hafnarfirði 2. janúar 1908.
For.: Jón Hinriksson, kaupfélagsstjóri, og k.h. Ingibjörg Theódórsdóttir.
Bæjarstjóri 1938—1946, alls 8 ár.


1959, bls. 40.jpg
ÓLAFUR Á. KRISTJÁNSSON,
fyrrv. bæjarstjóri,
f. í Vestmannaeyjum 12. ágúst 1909.
For.: Kristján Jónsson, trésmíðameistari og k.h. Elín Oddsdóttir.
Bæjarstjóri 1946—1954, alls 8 ár.
GUÐLAUGUR GÍSLASON, hefur verið bæjarstjóri síðan 1954. Sjá bæjarfulltrúa.

¹) Leiðr. Heimaslóð.