Elín Kristjánsdóttir (Minna-Núpi)

From Heimaslóð
Revision as of 12:10, 22 January 2018 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Elín Kristjánsdóttir frá Minna-Núpi, húsfreyja í Reykjavík, fæddist 8. ágúst 1915 í Garðsauka og lést 15. desember 1984.
Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson frá Dölum, skósmiður, sjómaður, f. 12. apríl 1888, drukknaði 21. mars 1922, og kona hans Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja á Minna-Núpi f. 29. mars 1890 í Skálakoti u. Eyjafjöllum, d. 25. desember 1985.

Börn Kristjáns og Guðnýjar voru:
1. Guðmundur Kristjánsson, f. 11. maí 1914 í Garðsauka, d. 5. júní 2003.
2. Elín Kristjánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. ágúst 1915 í Garðsauka, d. 15. desember 1984.
3. Andvana stúlka, f. 8. ágúst 1917 í Garðsauka.
4. Þorgerður Þórdís Kristjánsdóttir, f. 26. febrúar 1920 á Minna-Núpi, d. 2. mars 1990.
5. Guðlaug Alda Kristjánsdóttir kaupkona í Reykjavík, f. 21. september 1921 á Minni-Núpi, d. 2. desember 2012.
Barn Guðnýjar og síðari manns hennar Helga Guðmundssonar voru:
5. Kristjana María Klara Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. október 1926, d. 30. september 1986.
Stjúpdóttir Guðnýjar, barn Helga frá fyrra hjónabandi hans, var
6. Anna Ólöf Helgadóttir, f. 24. ágúst 1909, d. 29. september 2004.

Elín var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var á sjöunda árinu. Hún var með móður sinni og Helga Guðmundssyni stjúpa sínum á Minna-Núpi 1930.
Elín fluttist til Reykjavíkur, og bjó þar, eignaðist þrjú börn.

I. Maður Elínar var Jóhannes Hannesson bifreiðastjóri, f. 18. september 1910 í Áshól í Ásahreppi, Holtum, Rang., d. 4. febrúar 1986. Foreldrar hans voru Hannes Jóhannsson bóndi, f. 12. desember 1871 í Mörk í Landsveit, d. 15. nóvember 1918, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 2. september 1871 í Leirubakkahól í Landsveit, d. 17. apríl 1968.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Kristjáns Jóhannesdóttir húsfreyja, sjúkrahússtarfsmaður, f. 4. september 1939, d. 25. apríl 1982. Maður hennar var Már Karlsson.
2. Hannes Jóhannesson, f. 7. september 1943, ókvæntur.
3. Svavar Jóhannesson rafvirki, f. 17. apríl 1954, d. 18. nóvember 2017. Kona hans var Jónína Jóhannesdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.