Ester Aradóttir (Akurey)

From Heimaslóð
Revision as of 19:31, 22 September 2020 by Viglundur (talk | contribs)
Jump to: navigation, search

Ester Anna Aradóttir frá Akurey, verkakona, húsfreyja fæddist 3. mars 1927 á Staðarfelli við Ásaveg 1 og lést 2. september 2020.
Foreldrar hennar voru Ari Markússon í Akurey, verkamaður, f. 30. maí 1900 að Valstrýtu í Fljótshlíð, d. 18. mars 1972, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1905 í Haga í Gnúpverjahreppi, d. 13. september 2000.

Ester Anna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var afgreiðslukona hjá verslun Ásu & Sirrý og hjá verslun Önnu Gunnlaugsson.
Hún eignaðist Selmu 1946 og Ara Kristinn 1949.
Þau Guðbjartur giftu sig 1953, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Brimhólabraut 31 til 1961 og Ester til 1962.
Hún flutti þá til Akraness þar sem Guðbjartur var kennari frá 1963. Þau bjuggu í Hjarðarholti á Akranesi frá 1963 til 1976, en þá skildu hjónin. Ester fluttist til Reykjavíkur. Hún vann þar um skeið við heimilishjálp, býr í Gyðufelli.

I. Barnsfaðir Esterar Önnu var Paul Talbot frá Bandaríkjunum, f. 18. maí 1914, d. 28. apríl 1992.
Barn þeirra:
1. Guðrún Selma Pálsdóttir húsfreyja, læknaritari, f. 17. júní 1946. Maður hennar Jón Ólafur Vigfússon

II. Barnsfaðir Esterar var Jón Kristinsson frá Mosfelli, vélsmiður, f. 8. apríl 1926, d. 1. mars 2009.
Barn þeirra:
2. Ari Kristinn Jónsson iðnverkamaður í Reykjavík, f. 6. mars 1949 í Eyjum. Kona hans Aðalbjög Ragna Hjartardóttir.

III. Maður Esterar, (30. júní 1953, skildu 1976), var Guðbjartur Gestur Andrésson kennari, húsasmíðameistari, f. 22. janúar 1922 á Hamri í Múlahreppi, Barð., d. 8. desember 2010.
Börn þeirra:
3. Andrés Guðbjartur Guðbjartsson strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 31. mars 1954 á Hólagötu 31.
4. Guðný Bóel Guðbjartsdóttir húsfreyja í Eyjum, matvælatæknir á Selfossi, f. 10. júní 1956 í Eyjum. Maður hennar Jóhannes Lúðvíksson.
5. Bryndís Björg Guðbjartsdóttir afgreiðslumaður, öryrki, f. 1. febrúar 1958, óg.
6. Þórdís Sigurlína Guðbjartsdóttir starfsmaður á elliheimili á Eyrarbakka, f. 19. febrúar 1960, óg.
7. Dagmar Anna Guðbjartsdóttir lyftaramaður hjá Fiskimjölsverksmiðjunni, afgreiðslumaður, f. 10. febrúar 1962, d. 16. október 2012, óg.
8. María Hrafnhildur Guðbjartsdóttir húsfreyja, skólaliði í Danmörku, f. 17. júní 1968 á Akranesi. Maður hennar Andri Birkir Ólafsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.