Fanney Guðmundsdóttir (Suðureyri)

From Heimaslóð
Revision as of 18:04, 2 April 2020 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Fanney Guðmundsdóttir (Suðureyri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Fanney Guðmundsdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð, húsfreyja fæddist þar 30. nóvember 1931 og lést 31. ágúst 1998.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Kr. Guðnason frá Súgandafirði, skipstjóri, f. 19. desember 1897, d. 4. ágúst 1973, og kona hans Elín Magnúsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 19. mars 1889, d. 22. ágúst 1970.

Fanney var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var verkakona í Ráðagerði við Skólaveg 19 1954, þegar hún eignaðist Heimi með Hávarði.
Þau Friðjón eignuðust Harald 1956, giftu sig 1961, eignuðust sex börn, en misstu tvö þeirra í bernsku. Þau bjuggu á Suðureyri til 1988, er þau fluttust á Seltjarnarnes, bjuggu síðast á Nesbala 12 þar.
Fanney lést 1998 og Friðjón árið 2000.

I. Barnsfaðir Fanneyjar var Hávarður Ásbjörnsson sjómaður, stýrimaður, f. 2. febrúar 1934 í Bergholti, d. 12. febrúar 1962.
Barn þeirra:
1. Heimir Hávarðsson útgerðartæknir, f. 3. júní 1954. Kona hans Þuríður Magnúsdóttir.

II. Maður Fanneyjar, (25. desember 1961), var Friðjón Guðmundsson fiskimatsmaður, síðar starfsmaður hjá Kassagerð Reykjavíkur, f. 3. mars 1934, d. 23. júlí 2000. Foreldrar hans voru Guðmundur Jón Markússon frá Súgandafirði, sjómaður, f. 1. mars 1903, d. 5. desember 1984, og Elín Lára Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1909, d. 2. apríl 1965.
Börn þeirra:
2. Haraldur Friðjónsson verkamaður, f. 23. desember 1956.
2. Magnús Örn Friðjónsson sjúkraþjálfari, f. 13. júní 1961. Kona hans Elín Árnadóttir.
3. Guðmundur Vignir viðskiptafræðingur, f. 26. júní 1964. Kona hans Þórlaug Sveinsdóttir.
4. Héðinn Friðjónsson matvælafræðingur, f. 1. maí 1967.
5. Elín Lára Friðjónsdóttir,f. 22. apríl 1969, d. 16. ágúst 1970.
6. Þröstur Friðjónsson, f. 8. júní 1971, d. 21. febrúar 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.