Guðbjört Guðbjartsdóttir (Einlandi)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðbjört Guðbjartsdóttir húsfreyja á Einlandi fæddist 11. október 1906 og lést 20. september 1997.
Foreldrar hennar voru Guðbjartur Guðmundsson sjómaður í Gjáhúsi í Grindavík, f. 4. október 1882, drukknaði 14. apríl 1906, og Jóhanna Bjarnadóttir f. 4. ágúst 1886 í Grindavík, d. 20. ágúst 1962.

Faðir Guðbjartar drukknaði, áður en hún fæddist. Hún var með móður sinni í Melbæ í Grindavík 1910, en þar bjuggu móðurforeldrar hennar. Þar var einnig Tómas Bjarnason móðurbróðir hennar, síðar einnig svili hennar, kvæntur Njálu systur Herjólfs á Einlandi manns Guðbjartar, en Þorkatla Bjarnadóttir systir Tómasar varð kona Kristófers Guðjónssonar bróður Njálu og Herjólfs.
Systir Tómasar og Þorkötlu var einnig
Sveinbjörg Bjarnadóttir ráðskona í Túni, síðan húsfreyja á Víðivöllum, kona Jóns Bergs Jónssonar frá Ólafshúsum.
Guðbjört var með húsfreyjunni móður sinni á Miðhúsum í Grindavík 1920.
Hún fluttist til Eyja 1922 og var í vist hjá Þorkötlu móðursystur sinni. Þau Herjólfur bjuggu á Oddsstöðum við giftingu sína í júlí 1932, en bjuggu á Brekku við skírn Bjarna 1932.
Þau höfðu byggt Einland um 1934 og þar bjuggu þau síðan, en Herjólfur fórst með flugvélinni Glitfaxa á Faxaflóa í janúar 1951.
Guðbjört bjó með sonum sínum, Guðbjarti og Guðjóni, á Einlandi til Goss 1973, fluttist þá með þeim til Reykjavíkur og bjó þar síðan, síðast í Lönguhlíð 3.

Maður Guðbjartar, (1. júlí 1932), var Herjólfur Guðjónsson sjómaður, verkstjóri frá Oddsstöðum, f. 25. desember 1904, fórst 31. janúar 1951.
Börn þeirra:
1. Bjarni Herjólfsson flugumferðarstjóri, f. 19. júlí 1932 á Brekku, d. 3. júní 2004.
2. Guðbjartur Jóhann Herjólfsson verslunarmaður, f. 30. desember 1938 á Einlandi.
3. Guðjón Herjólfsson, f. 23. mars 1941 á Einlandi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.