Guðfinna Björnsdóttir (Búðarfelli)

From Heimaslóð
Revision as of 10:17, 26 July 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Guðfinna Björnsdóttir húsfreyja í Hörglandskoti á Síðu í V-Skaftafellssýslu, síðar hjá Runólfi syni sínum og fjölskyldu á Búðarfelli, fæddist 1. júní 1848 á Rofunum í Mýrdal og lést 11. maí 1935 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Björn Árnason bóndi, lengst á Rofunum, f. 1798, og k.h. Guðfinna Bjarnadóttir húsfreyja, f. 23. október 1807, d. 28. nóvember 1887.

Guðfinna var með foreldrum sínum til ársins 1860. Hún var léttastúlka á Ytri-Sólheimum í Mýrdal 1860-1861/2, vinnustúlka í Reynisdal þar 1862-1863, í Fagradal þar með móður sinni 1863-1864, vinnukona í Reynisdal 1864, líklega til 1867 og í Reynisholti þar til 1870, á Herjólfsstöðum í Álftaveri 1870-1873, á Loftsölum í Mýrdal 1873-1874, í Bólstað þar 1874-1875, í Suður-Vík þar 1875-1879, á Kálfafelli í Fljótshverfi 1879-1881.
Hún var bústýra í Hörglandskoti 1881-1882, húsfreyja þar 1882-1895.
Vinnukona var hún í Fagradal í Mýrdal 1895-1896, á Prestbakka á Síðu 1896-1908, í Norður-Vík í Mýrdal 1908-1913, á Prestbakka á Síðu 1913-1914, í Vík 1914-1915, í Norður-Vík 1915-1919.
Guðfinna var hjá Runólfi syni sínum í Vík 1919-1926 og var ekkja þar áfram 1926-1929. Þá fór hún til dóttur sinnar að Raufarfelli u. Eyjafjöllum og var þar 1930.
Hún fluttist síðan til Runólfs sonar síns og fjölskyldu hans að Búðarfelli og var þar til dd.

Maður Guðfinnu, (16. nóvember 1882), var Runólfur Sigurðsson bóndi, f. 24. september 1843, d. 30. maí 1906. Guðfinna var síðari kona hans.
Börn þeirra hér:
1. Guðfinna Runólfsdóttir húsfreyja á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, f. 26. janúar 1883, d. 10. september 1950.
2. Björn Runólfsson, f. 1887, d. 1887.
3. Soffía Guðfinna Runólfsdóttir húsfreyja í Eyjum og Keflavík, f. 21. apríl 1890, d. 4. október 1982.
4. Gróa, f. 1891, d. 1891.
5. Runólfur Runólfsson verkamaður á Búðarfelli, f. 29. maí 1892, d. 16. janúar 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.