Guðmundur Gunnarsson (Akri)

From Heimaslóð
Revision as of 19:49, 30 January 2017 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Guðmundur Gunnarsson (Akri)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Guðmundur Gunnarsson vélstjóri, seglasaumari fæddist 21. október 1884 á Ósi í Breiðdal, S-Múl. og lést 17. október 1965.
Foreldrar hans voru Gunnar Jósefsson bóndi, f. 9. nóvember 1851, d. 12. júní 1910, og kona hans Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. október 1844, d. 21. maí 1922.

Guðmundur var með foreldrum sínum á Ósi í Breiðdal 1890, með þeim á Kleifarstekk þar 1901.
Hann var á Brimnesi í Fáskrúðsfirði 1904 og á Búðum þar 1907 og 1910.
Guðmundur fluttist til Eyja 1920, vann við seglasaum og vélstjórn. Þau Magnea bjuggu á Minna-Núpi með Hafstein hjá sér 1920 og þar fæddist Anna Jóhanna í desember 1920, bjuggu á Reynivöllum 1921.
Þau bjuggu á Garðstöðum 1922 með Önnu Jóhönnu, á Hrauni við fæðingu Guðnýjar Gunnþóru, á Akri 1927 og enn 1930. Anna Jóhanna var ekki með þeim á þeim árum.
Árið 1940 bjuggu þau í Árbæ við Brekastíg með Sigríði Mörtu, Marteini Olsen dóttursyni sínum og Unni Magneu Sigurðardóttur barni Magneu, f. 1932, og þar voru þau 1945 með Sigríði Mörtu og Marteini Guðmundi Olsen.
Þau voru ekki á skrá í Eyjum 1949.

Sambýliskona Guðmundar var Magnea Gísladóttir frá Björnskoti u. Eyjafjöllum, húsfreyja f. 7. júní 1893, d. 10. febrúar 1975.
Börn þeirra voru:
4. Anna Jóhanna Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 13. desember 1920 á Minna-Núpi, d. 14. júní 1988.
5. Guðný Gunnþóra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1923 á Hrauni, d. 3. janúar 2004.
6. Sigríður Marta Guðmundsdóttir, f. 30. desember 1926 í Eyjum, síðast í Bandaríkjunum, d. 29. október 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.