Guðmundur Ketilsson (vélstjóri)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Guðmundur Ketilsson.

Guðmundur Ketilsson frá Stokkseyri, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður fæddist 13. mars 1902 í Sandprýði í Stokkseyrarsókn og lést 21. ágúst 1981.
Foreldrar hans voru Ketill Jónasson frá Keldnakoti í Stokkseyrarhreppi, bóndi á Kalastöðum þar, f. 22. mars 1864, d. 23. júlí 1940, og kona hans Hildur Vigfúsdóttir frá Jaðarkoti í Flóa, f. 29. ágúst 1863, d. 26. janúar 1938.

Ketill fluttist til Eyja á fjórða áratug aldarinnar, var sjómaður í Dalbæ við giftingu þeirra Jónínu 1935. Þau eignuðust þrjú börn, bjuggu á Fífilgötu 2, fluttust til Stokkseyrar 1947 og síðan til Selfoss og bjuggu þar síðan.
Guðmundur lést 1981 og Jónína Guðný 1999.

I. Kona Guðmundar, (18. maí 1935), var Jónína Guðný Helgadóttir frá Dalbæ, húsfreyja, f. 27. janúar 1909 í Dalbæ, d. 25. september 1999 á Selfossi.
Börn þeirra:
1. Helgi Guðmundsson, f. 19. maí 1936 á Fífilgötu 2.
2. Þórhildur Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1937 á Fífilgötu 2.
3. Viktoría Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 10. mars 1941 á Fífilgötu 2.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.