Guðrún Þorláksdóttir (Presthúsum)

From Heimaslóð
Revision as of 18:30, 14 March 2014 by Viglundur (talk | contribs) (Ný síða: '''Guðrún Þorláksdóttir (Guðrún Guðlaugardóttir)''' frá Kornhól fæddist 2. júlí 1789 og lést 11. ágúst 1846.<br> Móðir hennar var Guðlaug (eftirnaf...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Guðrún Þorláksdóttir (Guðrún Guðlaugardóttir) frá Kornhól fæddist 2. júlí 1789 og lést 11. ágúst 1846.
Móðir hennar var Guðlaug (eftirnafns hennar var ekki getið við skírn Guðrúnar). Faðir var lýstur Þorlákur Jónsson kvæntur bóndi á Oddsstöðum, en hann neitaði.
Guðrún var nefnd Guðlaugardóttir við giftingu.

Guðrún var til heimilis í Kornhól við giftingu, var húsfreyja í Presthúsum til dd.
Hún lést 1846 úr „mislingum og brjóstveiki“.

Maður Guðrúnar, (28. desember 1828), var Gísli Jónsson bóndi, lóðs og hreppstjóri í Presthúsum f. 11. apríl 1803, d. 28. ágúst 1861.
Þau voru barnlaus.


Heimildir