Guðrún Jónsdóttir (Engey)

From Heimaslóð
Revision as of 13:47, 1 June 2020 by Viglundur (talk | contribs)
Jump to: navigation, search

Guðrún Ísleif Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, síðast í Reykjavík fæddist 13. október 1929 í Engey og lést 1. janúar 1987.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Sperðli, síðan verkamaður, smiður í Engey, f. 14. júní 1887, d. 25. september 1951, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1885, d. 22. september 1972.

Börn Jóns og Sigríðar í Engey:
1. Helga Jóna Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 18. september 1917 á Sperðli í Landeyjum, d. 5. mars 1990.
2. Sigurður Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 9. júlí 1919 á Sperðli í Landeyjum, d. 23. desember 2003.
3. Stefán Jónsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 15. ágúst 1920 á Sperðli í Landeyjum, d. 28. ágúst 1969.
4. Gísli Svavar Jónsson sjómaður, f. 21. september 1922 á Ofanleiti, fórst með v.b. Ófeigi VE-217 1. mars 1942.
5. Sigurjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. október 1923 í Eyjum, d. 8. október 1991.
6. Ingunn Svala Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990.
7. Guðrún Ísleif Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 13. október 1929, d. 1. janúar 1987.


ctr


Jón Jónsson, k. h. Sigríður Sigurðardóttir og börn þeirra eru
frá v. í aftari röð: Sigurður Jónsson, Stefán Jónsson, Helga Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson og Gísli Jónsson sem fórst með m/b Ófeigi 1942.
Fremri röð frá v. Guðrún Ísleif Jónsdóttir, Jón og Sigríður og Ingunn Svala Jónsdóttir.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku.
Hún eignaðist barn með Einari 1949.
Þau Hjálmar giftu sig 1959, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Engey fram að Gosi.
Þau fluttu til Reykjavíkur í Gosinu, bjuggu síðast að Sólheimum 25.
Guðrún lést 1987.

I. Barnsfaðir Guðrúnar Ísleifar var Einar Runólfsson flugvirki, loftskeytamaður í Noregi og síðar í Bandaríkjunum, f. 13. apríl 1927, d. 6. nóvember 2013. Foreldrar hans voru Runólfur Stefánsson skipstjóri í Reykjavík, f. 24. júlí 1877, d. 20. ágúst 1960, og kona hans Sigríður Jóna Einarsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1891, d. 12. ágúst 1951.
Barn þeirra:
1. Jón Svavars verkstjóri, rafvirki, f. 8. apríl 1949 á Faxastíg 23. Kona hans, (skildu), Jóhanna Sigurbjörg Ragnarsdóttir.

II. Maður Guðrúnar Ísleifar, (19. desember 1959), var Hjálmar Ingi Jónsson frá Mosvöllum í Önundarfirði, vélvirkjameistari, f. 2. júlí 1934, d. 2. júní 2001.
Börn þeirra:
1. Vignir Þröstur Hjálmarsson vélvirkjameistari, vélfræðingur, sölumaður, rafeindavirki, kerfisfræðingur, er nú kerfisstjóri hjá Hreyfli í Reykjavík, f. 7. nóvember 1959. Fyrrum sambýliskona hans Elma Ósk Óskarsdóttir.
2. Sigríður Svandís Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1961. Fyrrum sambúðarmaður Óskar Frans Óskarsson. Fyrrum sambúðarmaður Sigurgeir Georgsson. Fyrrum maður hennar Hjálmar Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þröstur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.