Difference between revisions of "Guðrún Jónsdóttir ljósmóðir"

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
 
Line 2: Line 2:
  
 
=Ætt og uppruni=
 
=Ætt og uppruni=
Foreldrar hennar voru Jón hreppstjóri að Brekkum, f. um 1748, d. 1812, Filippusson prests að Kálfafelli í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, Gunnarssonar og síðari konu Filippusar, Vilborgar húsfreyju, d. 1774, Þórðar lögréttumanns að Háfi í Holtum Þórðarsonar og konu Þórðar lögréttumanns, Kristínar húsfreyju Tómasdóttur í Glerárskógum í Hvammssveit.<br>
+
Faðir hennar var Jón hreppstjóri að Brekkum, f. um 1748, d. 1812, Filippusson prests að Kálfafelli í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, Gunnarssonar og síðari konu Filippusar, Vilborgar húsfreyju, d. 1774, Þórðar lögréttumanns að Háfi í Holtum Þórðarsonar og konu Þórðar lögréttumanns, Kristínar húsfreyju Tómasdóttur í Glerárskógum í Hvammssveit.<br>
  
 
Móðir Guðrúnar og kona Jóns að Brekkum var Ingveldur húsfreyja og ljósmóðir að Brekkum, f. um 1748, d. 20. febrúar 1833, Þorsteins bónda að Brekkum og í Árbæ í Holtum, d. fyrir 1785, Kortssonar og konu Þorsteins, Elínar húsfreyju, f. 1714, d. 18. marz 1797, Grímsdóttur bónda og lögréttumanns að Reyðarvatni á Rangárvöllum, Jónssonar.<br>   
 
Móðir Guðrúnar og kona Jóns að Brekkum var Ingveldur húsfreyja og ljósmóðir að Brekkum, f. um 1748, d. 20. febrúar 1833, Þorsteins bónda að Brekkum og í Árbæ í Holtum, d. fyrir 1785, Kortssonar og konu Þorsteins, Elínar húsfreyju, f. 1714, d. 18. marz 1797, Grímsdóttur bónda og lögréttumanns að Reyðarvatni á Rangárvöllum, Jónssonar.<br>   

Latest revision as of 15:19, 9 February 2020

Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, prestkona á Kirkjubæ, var fædd 16. maí 1791 að Brekkum í Holtum, Rangárvallasýslu og lézt 14. febrúar 1850 að Kirkjubæ í Eyjum.

Ætt og uppruni

Faðir hennar var Jón hreppstjóri að Brekkum, f. um 1748, d. 1812, Filippusson prests að Kálfafelli í Ásahreppi í Rangárvallasýslu, Gunnarssonar og síðari konu Filippusar, Vilborgar húsfreyju, d. 1774, Þórðar lögréttumanns að Háfi í Holtum Þórðarsonar og konu Þórðar lögréttumanns, Kristínar húsfreyju Tómasdóttur í Glerárskógum í Hvammssveit.

Móðir Guðrúnar og kona Jóns að Brekkum var Ingveldur húsfreyja og ljósmóðir að Brekkum, f. um 1748, d. 20. febrúar 1833, Þorsteins bónda að Brekkum og í Árbæ í Holtum, d. fyrir 1785, Kortssonar og konu Þorsteins, Elínar húsfreyju, f. 1714, d. 18. marz 1797, Grímsdóttur bónda og lögréttumanns að Reyðarvatni á Rangárvöllum, Jónssonar.

Lífsferill

Guðrún var í föðurhúsum 1801, húsmóðir á Saurbæ í Hagasókn, Rang 1816, eftirlaunaþegi að Kirkjubæ 1845.
Guðrún mun sennilega hafa numið ljósmóðurfræði hjá Sveini Pálssyni, þá lækni í Vík í Mýrdal. Hún stundaði ljósmóðurstörf lengi í Eyjum, einnig eftir lát manns síns, og m.a. var hún ljósmóðir hjá Schleisner lækni í “Stiftelsinu” (fæðingastofnuninni) og naut launa af ljósmóðurpeningum úr Jarðabókarsjóði 1833-1847.

Maki (5. nóv. 1811): Páll („skáldi”), prestur að Kirkjubæ Jónsson, f. 9. júlí 1780 á Gjábakka, drukknaði í Eystri-Rangá 12. eða 15. september 1846. Hann var prestur á Kirkjubæ 1822-1837. Hafði hann áður verið aðstoðarprestur Bjarnhéðins Guðmundssonar frá 1818.
Foreldrar hans voru Jón undirkaupmaður í Eyjum Eyjólfsson og Hólmfríður Benediktsdóttir prests að Ofanleiti Jónssonar.
Sagnir herma, að Hans Klog kaupmaður hafi verið faðir Páls.
Þau Páll voru ættforeldrar Ásgeirs forseta Ásgeirssonar og Ragnars ráðunauts Ásgeirssonar.

Börn þeirra Páls voru:
1. Eva Hólmfríður, f. 22. janúar 1812 í Árbæjarsókn í Holtum, d. 28. maí 1866.
2. Sigþrúður, f. 28. maí 1813 í Árbæjarsókn. Hún mun hafa dáið ung.
3. Guðrún eldri, f. 18. apríl 1814, d. um 1909 í Landeyjum.
4. Guðrún yngri („Gunna skálda”), f. 16. október 1815 í Árbæjarsókn, d. 3. marz 1890.
5. Kristín vinnukona, ógift, f. 17. marz 1817, d. um 1900 í Straumfirði á Mýrum.
6. Kristín yngri, f. 17. október 1818, d. 4. nóvember s. ár úr „barnaveiki“.
7. Ingveldur, f. 30. júlí 1820, d. 5. ágúst s. ár úr „barnaveiki“.
8. Solveig ljósmóðir, f. 8. október 1821, d. 24. maí 1886.
9. Bergljót, f. 5. jan. 1823, d. 7. maí s. ár úr „barnaveiki“.
10. Gísli, f. 30. ágúst 1824, d. 9. september 1824 úr „barnaveiki“.
11. Jón, f. 15. febrúar 1826, d. 23. febrúar 1826 úr „barnaveiki“.
12. Ingigerður, f. 25. september 1827, dó líklega ung.
13. Páll trésmíðanemi, f. 19. febrúar 1833, hrapaði til bana úr Hábarði í Elliðaey 20. ágúst 1857.Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ljósmæður á Íslandi. Reykjavík: Ljósmæðrafélag Íslands, 1984.
  • Manntöl.
  • Páll Eggert Ólason. Íslenzkar æviskrár IV. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1951.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ragnar Ásgeirsson. Skrudda II. Akureyri: Búnaðarfélag Íslands, 1958.
  • Sigfús M. Johnsen. Saga Vestmannaeyja I. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1946. Bls 100-102/149.
  • Þorsteinn Þ. Víglundsson: Solveig Pálsdóttir, ljósmóðir. Blik, 1967, bls. 130-136.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.