Gunnhildur Halldórsdóttir (Dölum)

From Heimaslóð
Revision as of 13:16, 8 July 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Gunnhildur Halldórsdóttir húsfreyja í Dölum og á Steinsstöðum fæddist 1750 og lést 16. febrúar 1804 úr „tærandi sjúkdómi“.
Gunnhildur var í Björnskoti á Skeiðum 1777 með Gísla og barni þeirra Helga hálfs árs. Þau Gísli voru farin þaðan 1778, en Helgi varð eftir í Björnskoti.
Þau Gísli bjuggu í Dölum 1793, á Steinsstöðum 1800 og 1804.

Maður Gunnhildar var Gísli Gunnlaugsson bóndi, f. 1750.
Börn þeirra hér:
1. Helgi Gíslason, f. 1777. Hann var vinnumaður í Hróarsholti í Flóa1801, en er ekki á skrá 1816.
2. Jón Gíslason, f. 29. ágúst 1791, d. 9. september 1791 úr ginklofa.
3. Andvana stúlka, f. 4. júlí 1793.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.