Hólmfríður Erlendsdóttir (Hólmfríðarhjalli)

From Heimaslóð
Revision as of 20:16, 29 June 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Hólmfríður Erlendsdóttir tómthúskona í Hólmfríðarhjalli fæddist um 1780 á Sandhólaferju (Húsvitjanabók Kirkjubæjarsóknar 1828) í Holtum og lést 5. desember 1857 í Grímshjalli.
Foreldrar hennar eru óvissir, en á Sandhólaferju bjuggu 1777-1779 Erlendur Sumarliðason bóndi og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Holtamannabók III. segir aðra dóttur þeirra ókunna, en hún hafi búið í Gullbringusýslu. Hér mun vera komin Hólmfríður.

Hún var líklega sú Hólmfríður, sem var 23 ára vinnukona á Nesi á Seltjarnarnesi 1801, var húskona í Busthúsi í Útskálasókn í Gullbringusýslu 1816.
Hún fluttist að Kornhól 1822, 41 árs vinnukona, var þar vinnukona 1822-1823, bústýra 1824, var á Ofanleiti 1825, ógift tómthúskona og húsfreyja í Grímshjalli 1828 og enn 1835, í Hólmfríðarhjalli 1836 og enn 1845, nefndur Grímshjallur aftur 1846. Þar bjó hún til dd.
Hólmfríður fóstraði nokkur börn. Þannig var Hannes Gíslason hjá henni árum saman, bjó þar síðan vinnumaður og setti síðar upp bú hjá henni í Grímshjalli, bjó þar síðan með fjölskyldu sinni meðan hjónaband hans entist. Einnig dvöldu þar fullorðnir, skráðir vinnumenn og vinnukonur, og þá vakna spurningar um leigjendur á þeim tímum.
Hólmfríður lést í Grímshjalli 1857.
Hún var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.