Helgi Guðmundsson (Hólshúsi)

From Heimaslóð
Revision as of 13:57, 22 June 2015 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Helgi Guðmundsson (Hólshúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Helgi Guðmundsson málarameistari frá Hólshúsi fæddist 26. janúar 1877 á Brekkum í Mýrdal og lést 5. maí 1943 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson bóndi, f. 20. maí 1838 u. Vestur-Eyjafjöllum , drukknaði í júní 1886, og kona hans Elín Jónsdóttir húsfreyja, síðar í Hólshúsi í Eyjum, f. 9. júlí 1833 í Reynisholti í Mýrdal, d. 21. júní 1900.

Systir Helga var Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hólshúsi, f. 3. september 1861, d. 5. júní 1949.

Helgi var með foreldrum sínum á Brekkum með beggja naut við. Hann var 9 ára, er faðir hans drukknaði. Móðir hans fluttist til Eyja með hann 1887.
Hann var með henni og fjölskyldu Sigríðar systur sinnar í Hólshúsi í lok ársins, hjá systur sinni þar 1889-1891, vinnumaður þar 1892 og 1893, vinnumaður í Garðinum 1894 og 1895.
Helgi fór fluttist til Seyðisfjarðar 1896 og síðan til til náms í Noregi 1898.
Í fyrstu nam hann ljósmyndun, en hætti því námi og nam málaraiðn.
Hann fluttist heim 1901 og settist að á Seyðisfirði, en 1902 fluttist hann til Akureyrar þar sem hann starfaði til 1906.
Til Reykjavíkur fluttist hann 1906, var málarameistari þar til ársins 1909, er hann fluttist til Eyja, bjó í Breiðholti og vann að iðninni til 1912, er hann fluttist aftur til Reykjavíkur og starfaði þar til dd. 1943.
Helgi var varaformaður í Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavíkur um skeið, var einn af stofnendum Málarameistarafélags Reykjavíkur og var gjaldkeri þess í allmörg ár, kjörinn heiðursfélagi þess 1943.

Helgi var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (9. nóvember 1901), var Guðrún Ingunn Ólafsdóttir húsfreyja frá Fjalli á Skeiðum, f. 22. ágúst 1874, d. 2. júní 1832.
Börn þeirra hér:
1. Ólafur Helgason læknir, f. 14. janúar 1903, d. 1. nóvember 1970.
2. Guðrún Elín Júlía Helgadóttir skrifstofukona í Reykjavík, f. 7. júlí 1904, d. 19. desember 1995.
3. Margrét Helgadóttir húsfreyja, gjaldkeri í Reykjavík, f. 22. ágúst 1907, d. 11. júlí 1982.
4. Kristín Helgadóttir, f. 17. mars 1916, d. 11. september 2007.

II. Síðari kona, (28. maí 1938), var Kristín Þorvaldsdóttir frá Flugumýri í Skagafirði, f. 12. mars 1888, d. 10. apríl 1985.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar – Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson málari tók saman. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.