Hinrik Gíslason (Heiðardal)

From Heimaslóð
Revision as of 19:34, 26 February 2018 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Hinrik Gíslason vélstjóri, formaður fæddist 4. júní 1909 á Kaðalsstöðum í Flóa og lést 4. mars 1986.
Foreldrar hans voru Gísli Gíslason bóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 27. nóvember 1866 á Kotferju í Sandvíkurhreppi í Flóa, d. 29. desember 1935, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, síðar í Heiðardal, f. 6. október 1868 á Kaðalsstöðum, d. 30. desember 1945.

Börn Guðrúnar og Gísla:
1. Sigurþór Gíslason, f. 11. nóvember 1896, d. 1. mars 1915.
2. Anna Gíslína Gísladóttir húsfreyja á Hæli, f. 6. júlí 1898, d. 11. september 1984.
3. Sigurður Gíslason sjómaður, f. 23. apríl 1900, d. 4. mars 1966.
4. Víglundur Gíslason, f. 23. ágúst 1902, d. 28. mars 1977.
5. Gísli Gíslason sjómaður, f. 6. október 1904, d. 17. júní 1992.
6. Þóra Gísladóttir í Drangey, f. 18. nóvember 1906, d. 31. ágúst 1982.
7. Hinrik Gíslason formaður, vélstjóri, f. 4. júní 1909, d. 16. mars 1986.
8. Ingibjörg Gísladóttir verkakona, saumakona, f. 28. desember 1911, d. 28. maí 2003.
Fóstursonur þeirra var
9. Sigurþór Margeirsson bifreiðastjóri, bifvélavirkjameistari, forstjóri, f. 27. október 1925, d. 22. ágúst 2002.

Hinrik var með fjölskyldu sinni á Kaðalsstöðum 1910 og 1920.
Foreldrar hans, hann og systkini hans Ingibjörg og Gísli fluttust til Eyja 1928 og var Hinrik sjómaður í Heiðardal 1930, verkamaður þar 1934, bátsformaður í Drangey (Kirkjuvegi 84) 1940.
Hann var vélstjóri á Fagrakletti GK í Bretlandssiglingum á stríðsárunum, síðar vélstjóri á Þórunni VE.
Þá var hann um langt skeið vélstjóri við Rafveituna. Þar hætti hann 1960 og varð vélstjóri við Hraðfrystistöðina og síðar FES í Eyjum.
Þau Vilmunda giftu sig 1943, eignuðust Gunnar Ármann á því ári, Helgu 1946 og Guðrúnu 1953.
Þau byggðu húsið að Skólavegi 15 og voru komin þangað 1949 með börnin.
Hinrik lést 1986.

Kona Hinriks, (31. desember 1943), var Vilmunda Einarsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1908, d. 23. júní 1988.
Börn þeirra eru:
1. Gunnar Ármann Hinriksson rafvirki, f. 23. júlí 1943.
2. Helga Hinriksdóttir ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri, f. 12. ágúst 1946.
3. Guðrún Hinriksdóttir sjúkraliði, f. 12. október 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.