Ingibjörg Guðmundsdóttir (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Revision as of 11:55, 26 July 2013 by Viglundur (talk | contribs) (Ný síða: '''Ingibjörg Guðmundsdóttir''' húsfreyja í Norðurgarði fæddist 26. nóvember 1799 og lést 29. mars 1883.<br> Faðir hennar var Guðmundur bóndi í Klasbar...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði fæddist 26. nóvember 1799 og lést 29. mars 1883.
Faðir hennar var Guðmundur bóndi í Klasbarðahjáleigu í V-Landeyjum, síðar bóndi á Bólstað í A-Landeyjum, f. 1772 á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, d. 21. október 1840, Einarsson bónda á Skúmsstöðum, f. 1725, d. 29. apríl 1799, Guðmundssonar bónda á Álfhólum í V-Landeyjum, f. 1682, á lífi 1729, Gíslasonar, og konu Guðmundar Gíslasonar, Sigríðar húsfreyju, f. 1685, á lífi 1729, Hróbjartsdóttur.
Móðir Guðmundar í Klasabarðahjáleigu og kona Einars bónda á Skúmsstöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 1734, d. 17. ágúst 1817, Guðmundsdóttir bónda á Löndum á Miðnesi, Gull., d. 1756, Jónssonar, og konu Guðmundar á Löndum, Sigríðar húsfreyju, f. 1701, d. 20. nóvember 1784, Ketilsdóttur.

Móðir Ingibjargar í Norðurgarði og fyrri kona Guðmundar bónda í Klasabarðahjáleigu var Guðrún húsfreyja, f. 1774, d. 5. október 1805, Jónsdóttir bónda í Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi, f. 1750, d. 1793, Atlasonar bónda á Efri-Hvoli í Hvolhreppi, f. 1708, Eyjólfssonar, og konu Atla á Efri-Hvoli, Kristínar húsfreyju, f. 1715, Jónsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Klasabarðahjáleigu og kona Jóns í Vestri-Garðsauka var Kristín húsfreyja, f. 1749, d. 18. júní 1817, Bjarnadóttir bónda í Vestri-Garðsauka, f. 1700, Jónssonar, og síðari konu Bjarna, Guðrúnar húsfreyju, f. 1714, Arnórsdóttur.

Ingibjörg í Norðurgarði var systir Málhildar móður Einars á Steinsstöðum, föður Ástríðar konu Sigurðar Jónssonar á Löndum, og föður Jóns á Garðsstöðum afa Kristmannssystkina.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í Klasabarðahjáleigu í V-Landeyjum 1801, með þeim á Krossi í A-Landeyjum 1816.
Hún var húsfreyja í Norðurgarði 1835, 1845 og ekkja þar 1855, ekkja og húskona þar 1860 og hjá henni var Ingibjörg Einarsdóttir dótturbarn hennar, dóttir Valgerðar Jónsdóttur og Einars Guðmundssonar.
Hún var 71 árs ekkja og niðursetningur í Norðurgarði 1870 hjá Tíla Oddssyni bónda og Guðríði Jónsdóttur húsfreyju.
Þá var hún 79 ára ekkja og niðursetningur í Brekkuhúsi 1880 hjá Sigríði Magnúsdóttur húsfreyju og Sigurði Ögmundssyni bónda.

Maður Ingibjargar í Norðurgarði var Jón Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 1. mars 1791, hrapaði til bana úr Stórhöfða 21. ágúst 1851.
Börn Ingibjargar og Jóns hér:
1. Valgerðar Jónsdóttur, f. 20. ágúst 1832, d. 7. október 1896.
2. Barn Ingibjargar: Guðrún Jónsdóttir, f. 1825, húsfreyja og ekkja í Kastala 1860. Með henni var eins árs barn hennar Hjálmfríður Hjálmarsdóttir, f. 1859, d. 20. nóvember 1922 Vestanhafs.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.