Jóhann Ólafsson (Múla)

From Heimaslóð
Revision as of 14:07, 17 February 2020 by Viglundur (talk | contribs) (Ný síða: '''Jóhann Guðmundur Ólafsson''' frá Siglufirði, sjómaður, verkamaður, verkstjóri fæddist þar 15. apríl 1935 á Lindargötu 8. <br> Foreldrar hans voru Ólafur Sölvi Bj...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Jóhann Guðmundur Ólafsson frá Siglufirði, sjómaður, verkamaður, verkstjóri fæddist þar 15. apríl 1935 á Lindargötu 8.
Foreldrar hans voru Ólafur Sölvi Bjarnason verkamaður, síldarmatsmaður, síðar í Eyjum, f. 10. ágúst 1906 í Fellssókn í Skagafirði, d. 7. maí 1958, og Guðmunda Sólveig Jóhannsdóttir húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 26. ágúst 1906 í Ártúni í Hofssókn í Skagafirði, d. 10. febrúar 1982.

Börn Guðmundu og Ólafs:
1. Sigurveig Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1929 á Lindargötu 8 á Siglufirði, d. 5. júní 1995. Maður hennar Kristján Guðni Sigurjónsson.
2. Bjarni Ólafsson verkamaður, verkstjóri, slippstjóri, f. 18. október 1932 á Lindargötu 8 á Siglufirði, síðast í Keflavík, d. 23. febrúar 1991. Kona hans Erla Marinósdóttir Olsen.
3. Jóhann Guðmundur Ólafsson verkamaður, verkstjóri, f. 15. apríl 1935 á Lindargötu 8 á Siglufirði. Kona hans Guðrúnar Steinsdóttir.
4. Andvana drengur, f. 18. mars 1941.
5. Elísabet Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 15. apríl 1945 á Lindargötu 1 á Siglufirði, d. 2. maí 2008. Maður hennar var Þorkell Rúnar Sigurjónsson.
Barn Guðmundu og fósturbarn Ólafs:
6. Fanney G. Jónsdóttir (Guðrún Fanney við skírn), húsfreyja í Borgarnesi, matráðskona, f. 23. mars 1927 á Siglufirði, d. 5. maí 2005. Maður hennar Hörður Jóhannesson.

Jóhann var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1951. Þau bjuggu í Steinholti.
Þau Guðrún giftu sig 1955, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Steinholti, þá á Múla. Þau byggðu hús á Strembunni og bjuggu þar um skeið, síðan á Faxastíg 49, en síðast bjuggu þau á Áshamri.
Guðrún lést 2017. Jóhann býr á Áshamri 45.

I. Kona Jóhanns Guðmundar, (30. desember 1955), var Guðrún Steinsdóttir húsfreyja, starfsmaður Heilsugæslunnar, f. 22. september 1935, d. 7. október 2017.
Börn þeirra:
1. Þorgerður Jóhannsdóttir, f. 18. nóvember 1955. Maður hennar er Magnús Kristinn Sigurðsson.
2. Guðmundur Jóhannsson, f. 29. september 1957. Kona hans er Margrét Kjartansdóttir.
3. Ómar Jóhannsson, f. 20. september 1960. Kona hans er Elín Lárusdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 21. október 2017. Minning Guðrúnar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.