Laufey Jónsdóttir (Þorlaugargerði)

From Heimaslóð
Revision as of 13:55, 10 July 2019 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Laufey Jónsdóttir (Þorlaugargerði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Laufey Kristín Jórey Jónsdóttir frá Þorlaugargerði fæddist 8. júní 1910 og lést 9. júní 1936.
Foreldrar hennar voru Jón Pétursson bóndi og smiður í Þorlaugargerði, f. 21. júlí 1868, d. 18. júní 1932, og kona hans Rósa Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 3. júní 1876, d. 30. október 1944.

Börn Jóns og Rósu:
1. Októ Ármann, f. 15. desember 1900, d. 1. desember 1933.
2. Laufey Kristín Jórey, f. 8. júní 1910, d. 9. júní 1936.
Fósturbörn Rósu og Jóns:
3. Jón Guðjónsson frá Oddsstöðum, systursonur Jóns, f. 2. ágúst 1903, d. 12. febrúar 1967.
4. Guðfinna Sigbjörnsdóttir, f. 15. nóvember 1903, d. 1. maí 1967, dóttir Kristínar Magnúsínu Pétursdóttur, f. 6. ágúst 1879, d. 10. október 1924, systur Jóns Péturssonar, og Sigbjörns Björnssonar, f. 8. september 1876, d. 21. maí 1962.
5. Ársól Svafa Sigurðardóttir, f. 29. janúar 1917, d. 21. janúar 1995. Hún var dóttir Kristínar Magnúsínu og var hálfsystir Guðfinnu.

Laufey var með foreldrum sínum. Hún veiktist af heilabólgu og lést 1936, ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.