Marta Jónsdóttir (Baldurshaga)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Marta Jónsdóttir húsfreyja í Baldurshaga fæddist 31. desember 1867 og lést 12. október 1948.
Faðir hennar var Jón bóndi og hreppstjóri á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, f. 7. apríl 1822, d. 15. nóvember 1897, Þorsteinsson „eldri“ bónda á Dyrhólum, Ketilsstöðum og Eystri-Sólheimum þar, f. 1786, d. 26. janúar 1845, Þorsteinssonar bónda á Vatnsskarðshólum og Ketisstöðum, f. 1746 á Áshól í Holtum, d. 9. júlí 1834, Eyjólfssonar, og fyrstu konu Þorsteins á Vatnsskarðshólum, Karítasar Scheving húsfreyju, 1752, d. 1800, Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað í Skagafirði Vigfússonar, og konu Jóns, Þórunnar Hannesdóttur Scheving, síðar kona Jóns eldklerks Steingrímssonar.
Móðir Jóns á Eystri-Sólheimum og kona Þorsteins „eldri“ var Elín húsfreyja, f. 1787 á Hvoli í Mýrdal, d. 16. janúar 1871 á Eystri-Sólheimum, Jónsdóttir bónda á Syðsta-Hvoli í Mýrdal, skírður 2. janúar 1748, d. 26. ágúst 1819, Eyjólfssonar, og konu Jóns, Elínar húsfreyju, f. 1748, d. 29. september 1807, Sæmundsdóttur.

Móðir Mörtu í Baldurshaga og kona Jóns var Ingibjörg húsfreyja á Eystri-Sólheimum, f. 2. apríl 1828 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 22. júní 1884 á Eystri-Sólheimum, Magnúsdóttir bónda á Kanastöðum, f. 24. júní 1794 í Steinum undir Eyjafjöllum, d. 24. janúar 1865 á Kanastöðum, Magnússonar bónda í Núpakoti u. Eyjafjöllum, skírður 1. október 1751, d. 1. september 1825, Einarssonar, og konu Magnúsar í Núpakoti, Ingibjargar húsfreyju, f. 6. ágúst 1758, d. 21. nóvember 1837, Guðmundsdóttur.
Móðir Ingibjargar á Eystri-Sólheimum og kona, (16. júní 1825), Magnúsar á Kanastöðum var Guðrún húsfreyja, f. 19. febrúar 1796, d. 18. desember 1882, Ísleifsdóttir bónda á Seljalandi u. Eyjafjöllum, f. 5. febrúar 1760, d. 25. janúar 1835, Gissurarsonar, og konu Ísleifs, Ingibjargar húsfreyju, f. 27. apríl 1772, d. 1. janúar 1829, Sigurðardóttur.

Marta var með foreldrum sínum til ársins 1888, þá í Steinum u. Eyjafjöllum. Hún var húsfreyja á Seljalandi 1890 og Seljalandsseli 1901.
Þau Högni fluttust til Eyja 1902. Þar var hún húsfreyja í Baldurshaga 1910 og 1920. Hún var þar ekkja hjá dóttur sinni 1930 og síðan til dd.

Maður Mörtu Jónsdóttur, (6. júní 1890), var Högni Sigurðsson hreppstjóri, f. 4. október 1863, d. 26. febrúar 1923.
Börn Mörtu og Högna voru:
1. Sigurjón verslunarmaður, gjaldkeri, f. 7. júlí 1891, d. 21. mars 1958.
2. Ísleifur kaupfélagsstjóri, alþingismaður, f. 30. nóvember 1895, d. 12. júní 1967.
3. Ingibjörg Guðrún húsfreyja, f. 23. desember 1904, d. 3. september 1991.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.