Oddný Ögmundsdóttir (Landakoti)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Oddný Ögmundsdóttir frá Landakoti, húsfreyja, bókahaldari fæddist þar 8. júní 1944.
Foreldrar hennar voru Ögmundur Sigurðsson matsveinn, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 17. janúar 1911 í Fagurhól, d. 22. september 1994, og kona hans Jóhanna Svava Ingvarsdóttir frá Neðri-Dal u. V-Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 5. ágúst 1911, d. 16. maí 1992.

Börn Svövu og Ögmundar voru:
1. Sigurður Þór Ögmundsson sjómaður, f. 8. nóvember 1940 í Landakoti.
2. Ingibjörg Ögmundsdóttir, f. 27. febrúar 1942 í Landakoti, d. 13. júlí 1942.
3. Yngvi Björgvin Ögmundsson verkamaður, kaupmaður, f. 28. apríl 1943 í Landakoti, d. 20. júlí 2016.
4. Oddný Ögmundsdóttir húsfreyja, bókhaldari, f. 8. júní 1944 í Landakoti.
5. Guðbjörg Ögmundsdóttir deildarstjóri, f. 20. júlí 1951.

Oddný var með foreldrum sínum í æsku. Hún lauk 4. bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1961.
Hún bjó á Strembugötru 22 við fæðingu Svövu 1964.
Þau Bjarni Halldór giftu sig 1965, eignuðust tvö börn.
Þau bjuggu í fyrstu á Heiðarvegi 20, þá á Hilmisgötu 1 til Goss. Þau bjuggu í Reykjavík í nokkra mánuði, en sneru aftur í október 1973, eignuðust íbúð á Foldahrauni 40 og bjuggu þar til skilnaðar 1986.
Oddný hefur búið með Halldóri Bjarna frá 1988. Þau giftu sig 1994 og búa á Hnotubergi 11 í Hafnarfirði.

Oddný er tvígift.
I. Fyrri maður Oddnýjar, (24. desember 1965, skildu 1986), var Bjarni Halldór Baldursson frá Vallanesi, bifvélavirkjameistari, f. 3. mars 1943, d. 25. nóvember 2017.
Börn þeirra:
1. Svava Bjarnadóttir, f. 17. janúar 1964. Maður hennar er Árni Gunnarsson.
2. Sigríður Bjarnadóttir (Sirrý), f. 24. desember 1969. Maður hennar er Gunnar Adólfsson.

II. Síðari maður Oddnýjar, (25. nóvember 1994), er Halldór Bjarni Árnason rafvirki, flugstjóri, f. 12. janúar 1945.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2. desember 2017. Minning Bjarna Halldórs.
  • Oddný.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.