Oddný Erlendsdóttir (Dvergasteini)

From Heimaslóð
Revision as of 17:45, 23 November 2019 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Oddný Erlendsdóttir húsfreyja í Dvergasteini fæddist að Skíðabakka í A-Landeyjum 11. október 1883 og lést í Reykjavík 9. ágúst 1969.
For.: Erlendur Erlendsson bóndi á Skíðabakka, Austurbæ, f. 7. september 1833 í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í A-Landeyjum, d. 19. nóvember 1904 á Skíðabakka, og k.h. Oddný Árnadóttir húsfreyja á Skíðabakka, f. 10. október 1839 í Suður-Móeiðarhvolshjáleigu, d. 31. mars 1905.

Oddný var systir Jórunnar í Ólafshúsum og Guðrúnar vinnukonu þar.

Oddný var vinnukona hjá Erlendi bróður sínum á Skíðbakka í A-Landeyjum 1901, á Kanastöðum þar 1910.
Hún eignaðist barn með Jóni 1904, en það lést 1908.
Hún fluttist til Eyja 1911, var vinnukona í Ólafshúsum á því ári, vinnukona á Ingólfshvoli 1912 og 1914. Oddný lærði fatasaum, en tók ekki próf í iðninni, en saumaði mikið karlmannabuxur fyrir Matthías Jónsson.
Þau Magnús voru komin í Dvergastein við skírn Magnúsar Adólfs 1916 og bjuggu þar uns þau fluttu á Bjarmaland 1922. Þar bjuggu þau síðan meðan þau dvöldu í Eyjum, fluttu til Reykjavíkur 1942 og bjuggu lengst að Laugavegi 86. Oddný dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Reykjavík.
Magnús lést 1961 og Oddný 1969.

I. Barnsfaðir Oddnýjar var Jón Árnason, síðar bóndi á Hólmi í A-Landeyjum f. 7. mars 1885 á Skíðbakka, d. 14. október 1964 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Magnea Jónsdóttir, f. 10. apríl 1904, d. 23. desember 1908.

I. Sambýlismaður Oddnýjar var Magnús Magnússon skipasmiður og bæjarfulltrúi, f. 6. okt. 1882, d. 22. október 1961.
Börn þeirra:
2. Hulda Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. júní 1913 í Ólafshúsum, d. 6. nóvember 1998.
3. Marta Sonja Magnúsdóttir, húsfreyja, saumakona, gangavörður, f. 19. nóvember 1914 á Ingólfshvoli, d. 13. október 2010.
4. Magnús Adolf Magnússon, bifvélavirki, býr í Kópavogi, f. 20. júlí 1916 í Dvergasteini, d. 25. desember 1996.
5. Þórdís Magnúsdóttir vinnukona í Reykjavík, f. 15. september 1917 í Dvergasteini, d. 23. apríl 1939.
6. Jórunn Lilja Magnúsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 5. desember 1919 í Dvergasteini, d. 14. febr. 2008.
7. Erlendína Guðrún Magnúsdóttir, f. 18. júní 1921 í Dvergasteini, d. 21. september 1922.
8. Erlendur Magnússon verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður í Reykjavík, f. 13. mars 1923 á Bjarmalandi, d. 9. október 2003.
9. Guðbjört Magnúsdóttir húsfreyja, gangavörður í Reykjavík, f. 31. maí 1924 á Bjarmalandi, d. 27. júlí 2019.
10. Elísabet Fjóla Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 24. nóvember 1925 á Bjarmalandi, d. 28. ágúst 2004. Hún varð kjörbarn Helgu Eggertsdóttur húsfreyju og Kristófers Péturs Eggertssonar skipstjóra.
11. Fanney Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona í Reykjavík, f. 3. mars 1928 á Bjarmalandi, d. 4. október 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.