Sigríður Jónsdóttir (Húsavík)

From Heimaslóð
Revision as of 11:39, 18 October 2020 by Viglundur (talk | contribs)
Jump to: navigation, search

Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Húsavík fæddist 29. nóvember 1888 í Nesi í Selvogi og lést 19. júní 1980.
Foreldrar hennar voru Jón Jasonarson bóndi þar, f. 7. nóvember 1850, d. 31. október 1930, og sambýliskona hans Vilborg Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 27. mars 1860, d. 19. júní 1944.

Sigríður var með foreldrum sínum 1890, var flutt tökubarn að Kanastöðum í A-Landeyjum 1897, var hjú þar 1910.
Hún fluttist til Eyja 1917, giftist Jóni í lok ársins og bjó í Húsavík. Þau eignuðust átta börn.
Sigríður lést 1980.

Maður Sigríðar, (16. desember 1917), var Jón Auðunsson skósmiður í Húsavík, f. 12. ágúst 1891 í Gerðum í Stokkseyrarsókn, d. 15. mars 1975.
Börn þeirra:
1. Sigríður Jónsdóttir, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík, d. 5. september 2020..
5. Jón Vídalín Jónsson, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík, d. 8. desasember 2016.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.