Difference between revisions of "Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1989/Vertíðarspjall 1989"

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Line 23: Line 23:
 
[[Mynd:Það er oft hamagangur Sdbl. 1989.jpg|thumb|Það er oft hamagangur í gámalöndun. Hér er það skipshöfnin á Breka sem er í aðalhlutverkum]]
 
[[Mynd:Það er oft hamagangur Sdbl. 1989.jpg|thumb|Það er oft hamagangur í gámalöndun. Hér er það skipshöfnin á Breka sem er í aðalhlutverkum]]
 
All góður afli er hér ennþá en víða á vertíðarsvæðinu hefur dregið verulega úr honum, þannig að hingað sækja nú bátar úr Breiðafirði, Faxaflóa og víðar að, og eru þeir bæði með net og vörpu. Þegar þessar línur eru skrifaðar síðustu dagana í apríl eru [[Sigurjón Óskarsson|Sigurjón aflakóngur Óskarsson]] og skipshöfn hans á [[Þórunn Sveinsdóttir VE-401|Þórunni Sveinsdóttur]] að slá öll fyrri aflamet, bæði sín eigin og annarra, og er full ástæða til þess að óska þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur. Þó að útvegsbændur og sjómenn hér geti yfirleitt verið ánægðir með vertíðaraflann, fer ekki hjá því að margir hafa þungar áhyggjur af afkomunni þá átta mánuði, sem eftir eru af þessu ári, vegna þess að eins og allir vita fær hvert skip heimild til þess að veiða ákveðið magn af þorski á árinu. Þegar svo vel veiðist gengur fljótt á kvótann, og í vertíðarlok er sýnilegt að nokkur hluti flotans verður búinn með sinn ársskammt. Strax um miðjan apríl urðu sumir að taka netin sín úr „Kantinum“ þar sem þorskkvótinn var farinn að minnka, og færa þau upp á grunnið, í von um að geta náð í ufsa, löngu eða ýsu, og í kringum 20. apríl urðu fyrstu bátarnir að taka netin í land þó að afli væri mjög góður, þar sem þorskkvótinn var búinn. Það er slæmt að þurfa að búa við fiskveiðistjórnun, sem veldur svona mikilli sóknar- og aflaskerðingu, en við því er víst ekkert að gera, þar sem allar rannsóknir sýna, að við verðum að takmarka sóknina í þorskinn, og þá finnst flestum meira réttlæti í því að skipta aflanum niður á flotann, en að sumir geti veitt ótakmarkað en aðrir lepji dauðann úr skel.<br>
 
All góður afli er hér ennþá en víða á vertíðarsvæðinu hefur dregið verulega úr honum, þannig að hingað sækja nú bátar úr Breiðafirði, Faxaflóa og víðar að, og eru þeir bæði með net og vörpu. Þegar þessar línur eru skrifaðar síðustu dagana í apríl eru [[Sigurjón Óskarsson|Sigurjón aflakóngur Óskarsson]] og skipshöfn hans á [[Þórunn Sveinsdóttir VE-401|Þórunni Sveinsdóttur]] að slá öll fyrri aflamet, bæði sín eigin og annarra, og er full ástæða til þess að óska þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur. Þó að útvegsbændur og sjómenn hér geti yfirleitt verið ánægðir með vertíðaraflann, fer ekki hjá því að margir hafa þungar áhyggjur af afkomunni þá átta mánuði, sem eftir eru af þessu ári, vegna þess að eins og allir vita fær hvert skip heimild til þess að veiða ákveðið magn af þorski á árinu. Þegar svo vel veiðist gengur fljótt á kvótann, og í vertíðarlok er sýnilegt að nokkur hluti flotans verður búinn með sinn ársskammt. Strax um miðjan apríl urðu sumir að taka netin sín úr „Kantinum“ þar sem þorskkvótinn var farinn að minnka, og færa þau upp á grunnið, í von um að geta náð í ufsa, löngu eða ýsu, og í kringum 20. apríl urðu fyrstu bátarnir að taka netin í land þó að afli væri mjög góður, þar sem þorskkvótinn var búinn. Það er slæmt að þurfa að búa við fiskveiðistjórnun, sem veldur svona mikilli sóknar- og aflaskerðingu, en við því er víst ekkert að gera, þar sem allar rannsóknir sýna, að við verðum að takmarka sóknina í þorskinn, og þá finnst flestum meira réttlæti í því að skipta aflanum niður á flotann, en að sumir geti veitt ótakmarkað en aðrir lepji dauðann úr skel.<br>
Þrátt fyrir mikil höft og meiri bönn, eru útvegsbændur hér mjög bjartsýnir. Það sem af er þessu ári hafa verið keyptir hingað átta bátar, sem eru nær 1100 rúmlestir; einn bátur fórst á vertíðinni og tveir fóru í úreldingu og voru þeir þrír samtals um 180 lestir. Eyjaflotinn hefur því stækkað um 900 lestir. Með þessum bátum kemur aflakvóti, þannig að hlutur okkar í heildarkvótanum eykst, en það hlýtur að vera mikil búbót byggðarlagi, sem á allt sitt undir því fyrst og fremst að fiskimið séu gjöful, og að skip og mannafli sé til staðar bæði til veiða og vinnslu aflans.<br>
+
Þrátt fyrir mikil höft og meiri bönn, eru útvegsbændur hér mjög bjartsýnir. Það sem af er þessu ári hafa verið keyptir hingað átta bátar, sem eru nær 1100 rúmlestir; einn bátur fórst á vertíðinni og tveir fóru í úreldingu og voru þeir þrír samtals um 180 lestir. Eyjaflotinn hefur því stækkað um 900 lestir. Með þessum bátum kemur aflakvóti, þannig að hlutur okkar í heildarkvótanum eykst, en það hlýtur að vera mikil búbót byggðarlagi, sem á allt sitt undir því fyrst og fremst að fiskimið séu gjöful, og að skip og mannafli sé til staðar bæði til veiða og vinnslu aflans.
'''Vestmannaeyjum 28. apríl 1989,'''<br>
+
 
::'''[[Hilmar Rósmundsson]]'''
+
<br>
 +
'''Vestmannaeyjum 28. apríl 1989,'''<br>'''[[Hilmar Rósmundsson]]'''

Revision as of 13:43, 30 July 2019

Vertíðarspjall 1989

Hilmar Rósmundsson

Vetarvertíðin 1989 hófst mjög fljótlega upp úr áramótum, og var mikill hugur í mönnum. Togararnir héldu sínu striki, og fóru strax til veiða, og sömu sögu er að segja af loðnuflotanum. Margir stærri vertíðarbátarnir hófu einnig veiðar fyrstu dagana í janúar, bæði með vörpu og net. Þeim fækkar að vísu stöðugt, sem standa í því að leggja og draga þorskanet. Á síðustu vetrarvertíð voru 13 Eyjabátar á netum, en í vetur voru þeir lengst af 9 en sá tíundi bættist við í apríl. Ástæða þessa er sögð vera sú að kostnaður við netaútgerð hafi aukist mun meira, en við aðra útgerð og einnig sú að miklu meiri og erfiðari vinna sé við netin, en t.d. við vörpuna, en aflahlutir skipverja skili sér ekki í beinu hlutfalli við það, jafnvel þó aflinn sé oftast mun meiri. Ekki kæmi mér á óvart þó að netin færu að sækja á aftur, þar sem allt útlit er fyrir, að afli þeirra fáu báta, sem það veiðarfæri nota, ætli yfirleitt að verða mjög góður, og metafli hjá sumum. Vertíðin fór vel af stað, víða varð þó vart við fisk, og lofaði það góðu um framhaldið, en það sem setti stórt strik í þann reikning var að allan janúarmánuð og meira en hálfan febrúar var stanslaus ótíð, og oft á tíðum stórviðri það grimm, að elstu menn muna vart annað eins. Sjósókn var öll mjög erfið, og er mesta furða hvað náðist af fiski við þær aðstæður. Togararnir fóru strax að fá 'ann, og er óhætt að segja að hingað til hafi þessi vertíð verið þeim mjög fengsæl. Loðnuskipin gerðu það einnig ágætt, þó að eyður kæmu í aflabrögðin vegna mjög óvenjulegrar hegðunar loðnunnar á sinni hrygningargöngu. Nær öll skip náðu að veiða sinn kvóta, og trúlega hefur afkoma þeirra og loðnusjómanna verið all góð, þar sem hráefnisverð var mun hærra en á síðustu vertíð, vegna hækkunar á afurðaverðinu, og auk þess bættu ýmsir sinn hag með frystingarloðnu og loðnuhrognum.
Stærstu trollbátarnir, sem gátu boðið veðráttunni byrginn fengu góðar glefsur, og þegar hægt var að draga netin var oft reytingur í þeim. Litlu bátanir gátu lítið gert framan af, enda sjaldnast skipgengur sjór fyrir þá.

„Margur er knár þótt hann sé ekki í þungavigt.“ Hörður á Hvoli sperrir sig framan í Willum, Sibba Loga og Óla

Heildar botnfiskafli, sem hér var landað í janúar, og er þá fiskur sem fluttur var ferskur út í gámum meðaltalinn, og miðað við óslægðan fisk, var tæpar 1900 lestir en hafði verið tæpar 2000 lestir í janúar 1988. Miklu meira var róið í janúar í fyrra en nú, þar sem þá var einmuna tíð en afleit núna. Meðalafli í sjóferð er því mun meiri nú en þá.
Sem fyrr segir hélst ótíðin fram yfir miðjan febrúar, og voru veður oft það hörð að mildi má teljast að ekki skyldu stórslys af hljótast. Þessi veðrahamur hafði þau áhrif að botnfiskaflinn, sem hér var lagður á land í febrúar var aðeins rúmar 3600 lestir miðað við óslægðan fisk, en í febrúar 1988 var sambærileg aflatala rúmar 5300 lestir, þó var það svo að víða varð vart við fisk, þá sjaldan hægt var að komast á sjó, svo að menn voru bjartsýnir á framhaldið, og vonuðust til að brátt kæmi betri tíð með blóm í haga. Í mars¬mánuði má segja að sjósókn væri eðlileg, þó oft væri urgur í sjónum. Sá botnfiskafli, sem kom hér á land og fór í vinnslu eða gáma var nokkru minni en í mars 1988, en þá var landað hér 8078 lestum en 7240 lestum í mars nú. Ástæðan fyrir því að botnfiskaflinn var minni í mars í vetur, en í fyrra, er sem betur fer ekki minni fiskgengd, heldur sú að páskastöðvun netaveiðibáta var í mars nú, en í apríl í fyrra. Þegar bátarnir urðu að taka upp netin þann 21. mars, var afli orðinn mjög góður í djúpkantinum, og þegar fyrst var dregið eftir bannið var aflinn ennþá betri, þannig að óhætt er að fullyrða að mikill afli hefði fengist þá viku, sem bannið stóð. Þá hefur það gerst á þessari vertíð, að litlu netabátarnir og trillurnar hafa orðið vel vör við góðan fisk á hinum gömlu, hefðbundnu Eyjamiðum, svo sem upp netin þann 21. mars, var afli orðinn mjög góður í djúpkantinum, og þegar fyrst var dregið eftir bannið var aflinn ennþá betri, þannig að óhætt er að fullyrða að mikill afli hefði fengist þá viku, sem bannið stóð. Þá hefur það gerst á þessari vertíð, að litlu netabátarnir og trillurnar hafa orðið vel vör við góðan fisk á hinum gömlu, hefðbundnu Eyjamiðum, svo sem Drangahrauni, en þar tæpast sést fiskur síðustu vertíðar, það er því augljóst að fiskgengd er meiri en oft áður.

Kampakátir og „Gæfulegir“ mágar. Ólafur Guðjónsson og Þorvaldur Heiðarsson


Mörgum finnst páskaveiðibannið alls ekki þjóna þeim tilgangim, sem því var ætlað, en hann var tvenns konar. Í fyrsta lagi átti þorskurinn að fá frið til þess að hrygna þá viku, sem bannið stendur, og hins vegar átti það að koma í veg fyrir að fiskur vrði tveggja nátta í netunum, en í páskavikunni eru tveir dagar, sem alls ekki má róa, og einnig er vinna í landi mjög takmörkuð þá daga. Það er virðingarvert að setja reglur, sem koma í veg fyrir skemmd á fiski, en megintilgangur bannsins stenst ekki þar sem þorskurinn fer ekki að þeim reglum að hrygna um páska, hvort sem þeir eru um miðjan mars, eða seinni hluta aprílmánuðar. Sé stefnt að því að þorskurinn fái frið meðan á aðalhrygningu stendur væri árangursríkara að fylgjast með ástandi fisksins á hverri vertíð, og stöðva veiðar einhverja daga meðan hrygning fer aðallega fram.
Netasjómenn eru ylirleitt orðnir mjög sáttir við þetta árlega veiðibann, þeim finnst mjög notalegt að fá nokkurra daga frí, frá ylirleitt mjög erfiðri sjósókn og vinnu, sem fylgir veiðum með þorskanetum, þeir yrðu áreiðanlega ekki hrifnir af breytingum á þessu, og trúlega yrði andstaðan gegn því jafn mikil og hún var gegn banninu þegar það var fyrst sett á.

Eigendum m/b Emmu fagnað við heimkomuna. Arnór Páll Valdimarsson og Kristján Óskarsson ásamt eiginkonum sínum. Höfuðbúnaðurinn mun vera frá Jaruzelsky hershöfðingja


Sem fyrr segir var marsaflinn þokkalegur og jókst eftir því sem á mánuðinn leið. Togararnir fiskuðu yfirleitt mjög vel, og loðnuflotinn gerði það einnig gott. Hjá netabátunum var aflinn talsvert ufsablandinn fram eftir mánuðinum, en þegar styttist í páskastoppið var um hreinan þorsk að ræða hjá flestum. Stóru togbátarnir, sem stundað geta togaramiðin, komu með ágætis túra en á stundum var þorskurinn ansi stuttur í annan endann. Það hlýtur að vera mjög áleitin spurning hvað skipstjórar báta með takmarkaðan kvóta geta leyft sér að eyða miklu af honum í smáþorsk, þegar verð á I. flokks þorski sem nær 5 kg þyngd slægður með haus, er kr. 48,40 pr. kg með kassauppbót, en sé meðalþyngdin 1,8 kg eins og því miður er all algengt, þá fer verðið niður í kr. 33,60 pr. kg. Það er auðvitað hægara að tala um þessa hluti, en að standa í slagnum og trúlega er erfitt fyrir togbátana eins og togarana að ná í stóra þorskinn. Hjá minni togbátunum var aflinn hinsvegar mjög rýr, kolinn sem hefur bjargað þeim síðustu vertíðar gekk seint á miðin hér, og í minna mæli en áður, og ekki bætti það úr skák, að víða varð vart við smáýsu, og var stöðugt verið að loka svæðum, en eftir einn leiðangur, sem farinn var í marsmánuði á vegum Hafrannsóknarstofnunar, var öllu svæðinu frá Þorlákshöfn að Hrollaugseyjum lokað út á 4 sml frá grunnlínu, og þar með fór verulegur hluti af veiðisvæði minni bátanna undir lás.
Seint og illa var síðan fylgst með því hvort breyting á fiskgengd ætti sér stað á svæðinu, en loks þegar farið var að kanna einn og einn blett, kom víðast hvar í ljós að engin ýsa var til staðar, og var þá farið að opna eitt og eitt hólf, þegar kerfið hafði lagt blessun sína yfir það, en þann 6. apríl hófst verkfall náttúrfræðinga hjá ríkinu, og þar með varð allt erfiðara í vöfum. Ég held að t.d. Mýrdalsvík hafi verið lokuð í heilan mánuð án skoðunar, en sá staður hefur þó aldrei verið talinn smáfisksvæði af þeim, sem til þekkja. Það er að vísu alltaf hægt að búa til bannsvæði, með því að hafa viðmiðunarmörkin um undirmálsfisk nógu há.

Það slá honum fáir við í aflabrögðu á togaraflotanum. Sævar Bryjólfsson á Breka, ásamt betri helmingnum

Ég tel að ráðamenn verði að endurskoða þær reglur, sem segja að 49 cm ýsa sé ónothæfur undirmálsfiskur, því að það vita allir að hún er verðmætur úrvals matur. Afli á hinu hefðbundna vertíðarsvæði virðist yfirleitt ætla að verða mun betri á þessari vetrarvertíð en á þeirri síðustu, og þrátt fyrir óvenju miklar ógæftir framan af og veiðibann í mars, var botnfiskaflinn á svæðinu Vestmannaeyjar-Stykkishólmur orðinn 2000 lestum meiri í marslok 1989 en hann var á sama tíma 1988.
Apríl aflinn virðist ætla að verða mjög góður hjá flestum og algjört mok hjá sumum netabátunum. Ég held að óhætt sé að fullyrða að mun meiri afli verði kominn hér á land í apríllok nú, en í f'yrra, þó að engar tölur liggi fyrir um það þegar þessar línur eru settar á blað. Það er ekkert sniðugt að skrifa um ákveðna vertíð, og eiga að gefa henni einkunn, en verða að skila pistlinum tveim vikum áður en vertíðinni lýkur, en eins og staðan er nú síðustu dagana í apríl, þá hlýtur vertíðin hér að fá háa einkunn, þrátt f'yrir mikla erfiðleika framan af.

„ ... og sækja hann enn“, bræðurnir Sveinn og Óskar Matthíassynir láta ekki deigan síga þótt þeir séu komnir í land að nafninu til

Allt bendir til þess að vertíðin ætli að verða skörpust hér, eins og svo oft áður, og að Eyjarnar ætli að verða æði drjúgar í gjaldeyrisöfluninni, en það hefur nú einnig gerst fyrr. Þrátt fyrir það virðast ráðamenn þjóðarinnar ekki hlusta á óskir okkar um öryggi í samgöngumálum. Við höfum farið fram á það að fá nýjan Herjólf, því þó að það skip sem nú flytur okkur sé gott, svo langt sem það nær, þá er öryggið ekkert. Skipið er á þrettánda ári, vélin jafn gömul og búin að bila oftar en einu sinni. Það er mjög brýnt hagsmunamál fyrir Eyjabúa að fá nýja og öruggari ferju, enda er sjóleiðin okkar eini öruggi þjóðvegur.
Ráðherrar hafa í mánuði eða misseri látið leita að nógu gömlu skipi, sem að þeirra dómi hæfði okkur hér. Síðustu fregnir herma að leitarflokkur hafi fundið tvö skip, og leggi til að annað hvort þeirra verði keypt. Ekki heyrist hósti né stuna frá þingmönnum Suðurlandskjördæmis hvar í flokki sem þeir standa. Þeirra hugsun virðist ekki ná til okkar, nema þegar kosningar eru í nánd. Það skiptir þá engu máli hvort við komumst hér yfir sundið eða ekki. Það breytir engu, þá sjaldan þeir fara til Eyja, hvort þeir komast það í þessari viku eða þeirri næstu. Þeir geta brunað á bílnum sínum til síns heima og hafa áreiðanlega ekki þungar áhyggjur af því hvort við komumst á áfangastað eða ekki. Málefni og hagur Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga eru ekki til umræðu á Alþingi Íslendinga síðan svo illa tókst til að við misstum okkar heimamenn af Alþingi.

Það er oft hamagangur í gámalöndun. Hér er það skipshöfnin á Breka sem er í aðalhlutverkum

All góður afli er hér ennþá en víða á vertíðarsvæðinu hefur dregið verulega úr honum, þannig að hingað sækja nú bátar úr Breiðafirði, Faxaflóa og víðar að, og eru þeir bæði með net og vörpu. Þegar þessar línur eru skrifaðar síðustu dagana í apríl eru Sigurjón aflakóngur Óskarsson og skipshöfn hans á Þórunni Sveinsdóttur að slá öll fyrri aflamet, bæði sín eigin og annarra, og er full ástæða til þess að óska þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur. Þó að útvegsbændur og sjómenn hér geti yfirleitt verið ánægðir með vertíðaraflann, fer ekki hjá því að margir hafa þungar áhyggjur af afkomunni þá átta mánuði, sem eftir eru af þessu ári, vegna þess að eins og allir vita fær hvert skip heimild til þess að veiða ákveðið magn af þorski á árinu. Þegar svo vel veiðist gengur fljótt á kvótann, og í vertíðarlok er sýnilegt að nokkur hluti flotans verður búinn með sinn ársskammt. Strax um miðjan apríl urðu sumir að taka netin sín úr „Kantinum“ þar sem þorskkvótinn var farinn að minnka, og færa þau upp á grunnið, í von um að geta náð í ufsa, löngu eða ýsu, og í kringum 20. apríl urðu fyrstu bátarnir að taka netin í land þó að afli væri mjög góður, þar sem þorskkvótinn var búinn. Það er slæmt að þurfa að búa við fiskveiðistjórnun, sem veldur svona mikilli sóknar- og aflaskerðingu, en við því er víst ekkert að gera, þar sem allar rannsóknir sýna, að við verðum að takmarka sóknina í þorskinn, og þá finnst flestum meira réttlæti í því að skipta aflanum niður á flotann, en að sumir geti veitt ótakmarkað en aðrir lepji dauðann úr skel.
Þrátt fyrir mikil höft og meiri bönn, eru útvegsbændur hér mjög bjartsýnir. Það sem af er þessu ári hafa verið keyptir hingað átta bátar, sem eru nær 1100 rúmlestir; einn bátur fórst á vertíðinni og tveir fóru í úreldingu og voru þeir þrír samtals um 180 lestir. Eyjaflotinn hefur því stækkað um 900 lestir. Með þessum bátum kemur aflakvóti, þannig að hlutur okkar í heildarkvótanum eykst, en það hlýtur að vera mikil búbót byggðarlagi, sem á allt sitt undir því fyrst og fremst að fiskimið séu gjöful, og að skip og mannafli sé til staðar bæði til veiða og vinnslu aflans.


Vestmannaeyjum 28. apríl 1989,
Hilmar Rósmundsson