Difference between revisions of "Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2004/„Í voða, vanda og þraut“"

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Line 1: Line 1:
<center>'''SIGURBJÖRN EINARSSON'''</center>'''<br><br>'''
+
<center>'''SIGURBJÖRN EINARSSON'''</center>'''<br>'''
<big><big><big><center>'''„Í voða, vanda og þraut“'''</center><br><br>
+
<big><big><big><center>'''„Í voða, vanda og þraut“'''</center></big></big><br>
 
   
 
   
 
Ég fór aldrei til sjós. Snemma fór ég þó að gera ráð fyrir að fara í útver, eins og frændur og grannar gerðu flestir, þegar þeir þóttu hafa aldur til. Það var [[Mynd:Sigurbjörn Einarsson, biskup.png|250px|thumb|Sigurbjörn Einarsson, biskup]]löng gönguleið til verstöðva úr Meðallandi. Faðir minn og afi sögðu mér sögur af ferðum sínum, þegar þeir fóru ungir í þorrabyrjun til sjóróðra og brutust yfir torleiði og ófærur, margar dagleiðir, burðalitlir með léttan mal og léleg klæði. Lífsbjörgin var dýr í þá daga. En sögur um harðrétti og háska, sem menn hafa sigrast á, verða ævintýri í eyrum lítils áheyranda, sem er ekki farinn að gera sér grein fyrir því, að veröldin sé annað en bros. Þegar ég fékk að fara á fjöru sá ég stundum togara ösla skammt utan brimgarðsins. Þeir voru flestir útlenskir. Það heyrði ég fullorðna segja, að mennirnir á svona skipum yrðu allir ríkir á skömmum tíma. Ég heyrði líka sögur af skaftfellskum görpum, sem komust á togara, urðu jafnvel skipstjórar. Það stóð ljómi af slíkum mönnum.
 
Ég fór aldrei til sjós. Snemma fór ég þó að gera ráð fyrir að fara í útver, eins og frændur og grannar gerðu flestir, þegar þeir þóttu hafa aldur til. Það var [[Mynd:Sigurbjörn Einarsson, biskup.png|250px|thumb|Sigurbjörn Einarsson, biskup]]löng gönguleið til verstöðva úr Meðallandi. Faðir minn og afi sögðu mér sögur af ferðum sínum, þegar þeir fóru ungir í þorrabyrjun til sjóróðra og brutust yfir torleiði og ófærur, margar dagleiðir, burðalitlir með léttan mal og léleg klæði. Lífsbjörgin var dýr í þá daga. En sögur um harðrétti og háska, sem menn hafa sigrast á, verða ævintýri í eyrum lítils áheyranda, sem er ekki farinn að gera sér grein fyrir því, að veröldin sé annað en bros. Þegar ég fékk að fara á fjöru sá ég stundum togara ösla skammt utan brimgarðsins. Þeir voru flestir útlenskir. Það heyrði ég fullorðna segja, að mennirnir á svona skipum yrðu allir ríkir á skömmum tíma. Ég heyrði líka sögur af skaftfellskum görpum, sem komust á togara, urðu jafnvel skipstjórar. Það stóð ljómi af slíkum mönnum.

Revision as of 14:37, 31 July 2019

SIGURBJÖRN EINARSSON

„Í voða, vanda og þraut“

Ég fór aldrei til sjós. Snemma fór ég þó að gera ráð fyrir að fara í útver, eins og frændur og grannar gerðu flestir, þegar þeir þóttu hafa aldur til. Það var
Sigurbjörn Einarsson, biskup
löng gönguleið til verstöðva úr Meðallandi. Faðir minn og afi sögðu mér sögur af ferðum sínum, þegar þeir fóru ungir í þorrabyrjun til sjóróðra og brutust yfir torleiði og ófærur, margar dagleiðir, burðalitlir með léttan mal og léleg klæði. Lífsbjörgin var dýr í þá daga. En sögur um harðrétti og háska, sem menn hafa sigrast á, verða ævintýri í eyrum lítils áheyranda, sem er ekki farinn að gera sér grein fyrir því, að veröldin sé annað en bros. Þegar ég fékk að fara á fjöru sá ég stundum togara ösla skammt utan brimgarðsins. Þeir voru flestir útlenskir. Það heyrði ég fullorðna segja, að mennirnir á svona skipum yrðu allir ríkir á skömmum tíma. Ég heyrði líka sögur af skaftfellskum görpum, sem komust á togara, urðu jafnvel skipstjórar. Það stóð ljómi af slíkum mönnum.

Ströndin hlutu líka að hafa áhrif. Ég fékk fyrst að „fara í strand“, þegar ég var 9 ára. Þá sat stórt farmskip, þýskt, fast í fjörunni, á þurru og réttum kili að kalla. Það var ekki lítið ævintýri að skoða þetta skip og fá fulla lófana af strásykri hjá kokkinum og stóra kexköku að auki. Þá varð ég ákveðinn í því að verða skipstjóri og stýra svona skipi - og ekki í strand!
En ég fór aldrei á flot nema sem farþegi. Bróðir minn fór í útver og ílengdist með tímanum í Vestmannaeyjum. Ég settist undir aðrar árar. En náin kynni hef ég haft af sjómönnum. Og átti fyrrum oft erfið erindi við eiginkonur og mæður drukknaðra sjómanna. Stundum þáði ég meiri trúarstyrk af þeim en ég gat látið í té.
Þann sjávarafla, sem þjóðin nærðist af um aldir, sóttu sjómenn á miðin. Og fórnuðu margir lífi sínu. Þess ber jafnan að minnast.
Þann andlega afla eða trúarlegu lífsbjörg, sem þjóðin hefur notið og byggt á í lífsstríði aldanna, eigum við líka fiskimönnum að þakka öðrum mönnum framar. Þess skyldi líka minnst. Og það bjargræði hefur líka kostað ómældar fórnir. Landið, sem var ættjörð Jesú Krists, liggur hvergi að sjó. Siglingar og sjómennska koma því lítið við sögu í mestum hluta Biblíunnar. Því athyglisverðara er það, að sögusvið guðspjallanna er að veigamiklu leyti slóðir fiskimanna. Í heimahögum Jesú, Galíleu, er stöðuvatn, mikið um sig og fiskisælt. Á ströndum þess tók hann til starfa, gekk í eina róðrarvör af annarri, ræddi við fiskimennina, fékk far með þeim milli staða og stranda vatnsins, tók fleytu að láni og notaði fyrir ræðustól. Það kom fyrir, að hann stóð í vörinni snemma morguns, þegar bátur var að lenda með þreytta skipshöfn, sem hafði verið í róðri alla nóttina en ekkert fengið. Og honum tókst að uppörva þá lúnu og vonsviknu menn, bæta úr vonbrigðum þeirra og láta nýjan morgun renna upp í huga þeirra, sem þeir bjuggu síðan að alla tíð.
Þótt veður sé stilltari þar eystra en hér og loft heitara, getur hvesst illa og fyrirvaralítið á þessum miðum. Dæmi um það eru nefnd í guðspjöllum vegna þess, hvernig Jesús brást við, sefaði ótta og sannfærði um þann mátt sinn, sem engum bregst.
Sumar líkingar sínar og dæmi, sem hann notaði til þess að skýra boðskap sinn og festa hann í minni, tók hann úr lífi fiskimanna. Og úr þeirri stétt voru þeir, sem hann kvaddi fyrst til fylgdar við sig. Við þá sagði hann með þeirri ómótstæðilega sterku hógværð, sem þeir stóðust ekki: Nú komið þið með mér og sækið með mér á mið mannlífsins og hjálpið fólki til þess að finna það, sem er öllum afla meira, hverri perlu dýrara, öllum auði verðmætara: Ljós í sál, frið í hjarta, heilli, hollari vilja, hlýrri lund, bjarta, örugga von og trú á eilífan kærleika.
Engum hefur í allri sögu verið trúað fyrir eins miklu og þeim fiskimönnum, sem Jesús fól að hrinda af stað þeirri miklu áætlun sinni að vekja allar þjóðir heimsins til vitundar um það ríki friðar og kærleika, sem hann þekkir og stýrir. En þeir gáfu sig honum á vald. Og með því að gefast honum að fullu gátu þeir síðan gefið heiminum stórum meiri auð en aðrir menn fyrr og síðar höfðu af að miðla. Litla bókin, sem er runnin frá þeim, Nýja testamentið, er dýrmætust sameign mannkyns. Ekkert getur auðgað meir en að gefa sig á vald þeim anda, sem talar og kallar og býður sig fram sem eilíf lífgjöf.
Jesús Kristur hefur verið trúfastur förunautar íslenskra kynslóða til lands og sjávar. Hann var kallaður til hverju sinni, sem fleytu var ýtt á flot. Hann var andlega kjölfestan, brimvörnin, lífakkerið. Þökkum það, munum það, metum það og þiggjum samfylgd hans.
Um leið og ég sendi Vestmannaeyingum heilar kveðjur á hátíðisdegi sjómanna minni ég á bæn eftir Hallgrím Pétursson, sem réri margar vertíðir á Suðurnesjum og Skipaskaga. Hann var nátengdur Vestmannaeyjum, átti Guðríði frá Stakkagerði, sem hreppti verri sjóferð en flestar konur og stóð af sér versta áhlaup með mikilli reisn. En þetta mælti Hallgrímur eitt sinn, þegar hann bjóst til skips, - þá bæn skulum við eiga saman á öllum vegum til sjós og lands:

Í voða, vanda og þraut
Vel ég þig förunaut
Yfir mér virstu vaka
Og vara á mér taka.
Jesús mér fylgi í friði
Með fögru englaliði
Sigurbjörn Einarsson

Vestmannaeyjavinurinn Martin Juul Jarnskor frá Götu í Færeyjum að koma frá því að vitja um beitukóngsgildrur