Difference between revisions of "Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2004/ Upphaf og endir sjómennsku minnar"

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
 
Line 2: Line 2:
 
   
 
   
 
[[Mynd:Sigurgeir Brynjar sj.blað.png|250px|center|thumb|Sigurgeir Brynjar]]
 
[[Mynd:Sigurgeir Brynjar sj.blað.png|250px|center|thumb|Sigurgeir Brynjar]]
<big><big><big><center>'''Upphaf og endir sjómennsku minnar'''</center><br><br>
+
<big><big><big><center>'''Upphaf og endir sjómennsku minnar'''</center></big></big></big><br><br>
 
Ég er alinn upp á útvegsbændaheimili. Foreldrar mínir, Kristgeir Kristinsson og Björg Jónsdóttir, bjuggu á Felli á Arnarstapa þar sem kallað er Undir Jökli. Við systkinin vorum fjögur. Pabbi átti trillu sem hann fiskaði vel á, en honum fannst það samt aldrei nóg. Hann verkaði aflann sjálfur í salt og sólþurrkaði. Þegar fiskurinn hafði verið metinn var honum pakkað í striga eins og gert var áður fyrr. Þetta gekk vel. En foreldrar mínir voru líka með skepnur, þrjár eða fjórar kýr og 120 ær. Það var því nóg að gera á bænum, sérstaklega frá vori fram á haust.<br>
 
Ég er alinn upp á útvegsbændaheimili. Foreldrar mínir, Kristgeir Kristinsson og Björg Jónsdóttir, bjuggu á Felli á Arnarstapa þar sem kallað er Undir Jökli. Við systkinin vorum fjögur. Pabbi átti trillu sem hann fiskaði vel á, en honum fannst það samt aldrei nóg. Hann verkaði aflann sjálfur í salt og sólþurrkaði. Þegar fiskurinn hafði verið metinn var honum pakkað í striga eins og gert var áður fyrr. Þetta gekk vel. En foreldrar mínir voru líka með skepnur, þrjár eða fjórar kýr og 120 ær. Það var því nóg að gera á bænum, sérstaklega frá vori fram á haust.<br>
 
Á Arnarstapa er dálítið þorp sem hefur byggst upp í kringum trilluútgerðina. Flestir karlarnir þar áttu trillu og gerðu út á vorin og sumrin og söltuðu aflann sjálfir.<br>[[Mynd:Geiri á Felli og Hjörtur.png|500px|center|thumb|Á myndinni er Straumur SH-26 sem var smíðaður fyrir Geira á Felli (Kristgeir Kristinsson) í Stykkishólmi 1976. Binni eignaðist helminginn í bátnum 1979 og á hann nú. Með Geira er Hjörtur Sigurðsson, trillukall á Stapa. Hér er verið að undirbúa Strauminn undir veturinn]]
 
Á Arnarstapa er dálítið þorp sem hefur byggst upp í kringum trilluútgerðina. Flestir karlarnir þar áttu trillu og gerðu út á vorin og sumrin og söltuðu aflann sjálfir.<br>[[Mynd:Geiri á Felli og Hjörtur.png|500px|center|thumb|Á myndinni er Straumur SH-26 sem var smíðaður fyrir Geira á Felli (Kristgeir Kristinsson) í Stykkishólmi 1976. Binni eignaðist helminginn í bátnum 1979 og á hann nú. Með Geira er Hjörtur Sigurðsson, trillukall á Stapa. Hér er verið að undirbúa Strauminn undir veturinn]]

Latest revision as of 15:59, 31 July 2019

SIGURGEIR BRYNJAR KRISTGEIRSSON


Sigurgeir Brynjar
Upphaf og endir sjómennsku minnar


Ég er alinn upp á útvegsbændaheimili. Foreldrar mínir, Kristgeir Kristinsson og Björg Jónsdóttir, bjuggu á Felli á Arnarstapa þar sem kallað er Undir Jökli. Við systkinin vorum fjögur. Pabbi átti trillu sem hann fiskaði vel á, en honum fannst það samt aldrei nóg. Hann verkaði aflann sjálfur í salt og sólþurrkaði. Þegar fiskurinn hafði verið metinn var honum pakkað í striga eins og gert var áður fyrr. Þetta gekk vel. En foreldrar mínir voru líka með skepnur, þrjár eða fjórar kýr og 120 ær. Það var því nóg að gera á bænum, sérstaklega frá vori fram á haust.

Á Arnarstapa er dálítið þorp sem hefur byggst upp í kringum trilluútgerðina. Flestir karlarnir þar áttu trillu og gerðu út á vorin og sumrin og söltuðu aflann sjálfir.
Á myndinni er Straumur SH-26 sem var smíðaður fyrir Geira á Felli (Kristgeir Kristinsson) í Stykkishólmi 1976. Binni eignaðist helminginn í bátnum 1979 og á hann nú. Með Geira er Hjörtur Sigurðsson, trillukall á Stapa. Hér er verið að undirbúa Strauminn undir veturinn

Ég hafði nokkrum sinnum reynt að fara með pabba á sjó en var svo hroðalega sjóveikur að ég gafst upp. Ég þótti því ekki sjómannsefni. Að loknu landsprófi í Keflavík vorið 1976 voru ekki til meiri peningar í koti foreldra minna til að kosta mig ti frekara náms. Mig langaði samt að læra meira, en ég vissi bara ekki hvað. Pabbi kom mér í vinnu haustið eftir landsprófið við saltfiskvinnslu Hróa í Olafsvík. Þar vann ég eina vertíð.

Næsta haust ákvað ég að reyna sjómennskuna á ný. Eina leiðin til að komast í pláss í Ólafsvfk var að ráða sig sem beitningarmann á línuvertíðina um haustið og komast þannig um borð á net. En vandinn var sá að ég kunni ekki að beita. Til að fá beitningu varð að beita fulla setningu, átta bala. En nú var að hrökkva eða stökkva, og ég stökk. Pabbi fór og hitti Ríkarð Magnússon, föður Magnúsar Ríkarðssonar, nú skipstjóra á Drangavíkinni sem Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum á. Hann taldi Rikka trú um að hann ætti efnilegan og sjóhraustan son sem væri til í að beita og fara svo á netin á vertíðinni. Rikki beit á agnið og þar með var ég kominn í pláss á línu- og netabátnum Gunnari Bjarnasyni.
Gunnar Bjarnason SH 25

Nú var komið að því að beita. Ég kunni hvorki að skera né beita. Enn og aftur kom pabbi til hjálpar. Þegar hann var búinn að mjólka um kvöldmatarleytið keyrði hann til Ólafsvíkur til að hjálpa stráknum sínum svo að hann yrði ekki rekinn úr plássinu. Fyrstu vikurnar tók ég eitt kvöldbjóð og pabbi tvö og svo skárum við beituna til morgundagsins. Þannig átti ég bara fimm bjóð daginn eftir. Með því að mæta milli fjögur og fimm á morgnana hafðist að beita bjóðin fyrir síðdegiskaffið því að þá gat verið von á bátnum í fyrsta lagi.
Svona gengu fyrstu vikurnar en smám saman náði ég tökum á beitningunni og tókst að klára mig einn af henni um áramótin. Þar með hafði ég sigur í fyrstu orrustunni með góðri hjálp pabba.

En þá var næsta orrusta eftir, það var netavertíðin. Í lok febrúar kom kallið frá Rikka: „Við skulum fara á net, strákar!“ Flestir voru því fegnir en ég var kvíðinn.
Ríkarð Magnússon, Sverrir Gunnlaugsson og Magnús Kristinsson

Fyrsti dagurinn var stuttur þegar netin voru lögð. Ég var ekki virkur þátttakandi í lögninni því að ég hékk mest á lunningunni. Daginn eftir var mér ætlað að vinna. Vinnustaður minn var letigarðurinn, það er að segja að leggja niður kúluteininn. Þann dag komst ég lítið á lunninguna, ældi bara þar sem ég stóð. Og enn og aftur komu góðir menn til hjálpar. Kokkurinn á bátnum vorkenndi mér greinilega. Hann fylgdist með þessum magnvana vesalingi hangandi í kúluteininum, ælandi lifur og lungum, og í hvert sinn sem hann hafði færi á kom hann út á dekk með einhverja kraftmikla næringu. Sem betur fer hafði ég matarlyst þó að allt kæmi fljótlega upp aftur. Þannig liðu dagarnir einn af öðrum, vikur og svo mánuður. Ég skil það ekki núna af hverju ég var ekki settur í land. Og ég skil ekki heldur af hverju ég gafst ekki upp. En einn dag í byrjun apríl var Breiðafjörðurinn eins og heiðartjörn. Við vorum á Flákanum að draga og undir hádegi áttaði ég mig á því að ég hafði ekkert ælt þann daginn og var ekki einu sinni flökurt. Eftir það fann ég ekki meira til. Eg hafði sjóast og unnið stríðið við sjóveikina.
Næsta vetur brá ég mér í Bændaskólann á Hvanneyri til Magnúsar Jónssonar frá Gerði í Eyjum. Eg var með hross sem ég ætlaði að temja en tamningin mislukkaðist algerlega. Hrossið var ágætt og efnilegt, en tamningarmaðurinn var hvorki ágætur né efnilegur. Því fór sem fór. Veturinn á Hvanneyri var óvenjukaldur. Ég hafði með mér síðar nærbuxur sem ég hafði notað á sjónum veturinn áður og fór í til útreiða þegar kalt var. Það sem var merkilegt við nærbuxurnar var að í hvert sinn sem ég fór í þær varð ég sjóveikur. Sennilega er ég eini maðurinn sem hefur verið sjóveikur á Hvanneyri.
Eftir Hvanneyrarvistina var ég á skaki á sumrin með pabba og á veturna á ýmsum bátum, lengst Tjaldinum í Rifi og öðrum bátum og togurum frá Ólafsvík og Akranesi. Um vorið 1983 hafði ég gert upp við mig að fara ekki í Stýrimannaskólann eins og ég hafði velt fyrir mér, heldur skella mér í land, í Samvinnuskólann á Bifröst. Útlitið í útgerðinni var svart og því vænlegra að læra til þess að reikna út tap útgerðarinnar heldur en að taka þátt í þeirri vitleysu.

Ég fékk pláss á togaranum Lárusi Sveinssyni í Ólafsvík um sumarið eftir að netavertíð lauk. Í ágústmánuði, rétt áður en skólinn byrjaði, var öllum sagt upp. Það var búið að selja togarann til Eyja. Kaupendurnir voru snarir í snúningum og heil áhöfn kom vestur að sækja Lárus. Þeir gáfu skipinu nafnið Bergey. Ég var að taka saman draslið mitt þegar nýi skipstjórinn, Sverrir Gunnlaugsson, nú skipstjóri á Jóni Vídalín sem Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum á, kom til mín og spurði hvort ég vildi koma með fyrsta túrinn og vera þeim til aðstoðar. Það vildi enginn Ólsari fara sem háseti, enda voru þeir Eyjamönnum reiðir fyrir að kaupa togarann. Það gat vel passað mér því að eftir 10 daga byrjaði skólinn svo að ég sló til. Við fórum út af Vestfjörðunum og eftir þrjá sólarhringa vorum við búnir að slíta annan togvírinn og ekki komnir með upp á hund. Ég held ég muni rétt að aflinn hafi verið 60 kassar - ekki kör - heldur kassar. Mér leist ekkert á þessa menn.
Bergey VE 544

Á fjórða degi var bikarleikur. Skagamenn og Eyjamenn kepptu til úrslita. Trollið var haft uppi og svo settust allir saman inni í borðsal og hlustuðu á Eyjamenn tapa. Eg var eini stuðningsmaður Skagans um borð og var hótað kjöldrætti og öðru illu - en slapp! Að leik loknum var allt sett á fullt eitthvað suður fyrir land og trollinu kastað. Stuttu seinna var híft og 20 tonn af ufsa í pokanum. Svona gekk og eftir tvo og hálfan sólarhring vorum við komnir inn til Eyja með fullt skip, 150 tonn.
Í Eyjum tók Magnús Kristinsson, nýi útgerðarmaðurinn, á móti okkur. Hann sá strax að þennan mann vildi hann ekki hafa í sínu umdæmi, hafði snör handtök, eins og honum er lagið, og kom mér af eyjunni. Ég var kominn upp á flugvöll hálftíma eftir að við lentum og floginn burtu fimm mínútum seinna. Þannig eru upphaf og endir sjómennsku minnar.