Difference between revisions of "Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2005/Ólíkar ferjur"

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
 
Line 1: Line 1:
<big><big><center>'''Ólíkar ferjur'''</center><br>[[Mynd:Að ofan Herjólfur í Þorláshöfn. Að neðan.png|250px|thumb|Að ofan Herjólfur í Þorlákshöfn. Að neðan bíla- og farþegaferja í Mósabik]]
+
<big><big><center>'''Ólíkar ferjur'''</center></big></big><br>[[Mynd:Að ofan Herjólfur í Þorláshöfn. Að neðan.png|250px|thumb|Að ofan Herjólfur í Þorlákshöfn. Að neðan bíla- og farþegaferja í Mósabik]]
 
Vilm. Víðir Sigurðsson, faðir séra [[Þorvaldur Víðisson|Þorvaldar]] sóknarprests við Landakirkju, sendi ritstjóra meðfylgjandi myndir fyrir skömmu.<br>
 
Vilm. Víðir Sigurðsson, faðir séra [[Þorvaldur Víðisson|Þorvaldar]] sóknarprests við Landakirkju, sendi ritstjóra meðfylgjandi myndir fyrir skömmu.<br>
 
Í bréfi sem fylgir segir Víðir m.a.:<br>
 
Í bréfi sem fylgir segir Víðir m.a.:<br>

Latest revision as of 14:21, 12 August 2019

Ólíkar ferjur

Að ofan Herjólfur í Þorlákshöfn. Að neðan bíla- og farþegaferja í Mósabik

Vilm. Víðir Sigurðsson, faðir séra Þorvaldar sóknarprests við Landakirkju, sendi ritstjóra meðfylgjandi myndir fyrir skömmu.
Í bréfi sem fylgir segir Víðir m.a.:
„Við Jóhanna fengum tækifæri til þess að heimsækja Mabútó, höfuðborg Mósambik, í nóvember og stuttu síðar þurftum við að skreppa til Íslands og heimsóttum þá að sjálfsögðu Eyjarnar og fólkið okkar þar.
Í Mósambik fórum við í smá ferðalag þar sem við þurftum að taka ferju yfir tiltölulega mjótt sund og viku síðar sigldum við með Herjólfi til Vestmannaeyja. Mér datt í hug að setja þessar tvær ferjur saman á blað og senda þér til gamans. Að vísu er ekki saman að jafna siglingaleiðunum en það er langt á milli skipanna. Ég er hræddur um að Sigmar (Sigmar Þór Sveinbjörnsson) hefði sagt eitthvað ef hann hefði átt að skoða þá minni.“
Vilm. Víðir var kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík frá 1968 til 2000 en síðan hefur hann kennt siglingafræði og skyld fög í Namibíu.
Faðir Víðis og afi Þorvaldar okkar var Sigurður Magnússon, skipstjóri og útgerðarmaður, á Víði SU frá Eskifirði. Um og upp úr 1960 var hann hér í Eyjum með Víði á nokkrum vetrarvertíðum og fiskaði mikið. Ýmist var hann kallaður Siggi á Víði eða Siggi á hvítu peysunni sem hann var þekktur af. Víðir SU var alltaf auðþekktur í flotanum vegna góðrar umhirðu svo um var talað, útgerðarmanni og skipstjóra til sóma.
Hinn 16. júní n.k. hefði Sigurður orðið 100 ára.