Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2008/Tómas í Höfn

From Heimaslóð
Revision as of 14:50, 3 October 2017 by Valli (talk | contribs) (Ný síða: TÓMAS -IÓHANNESSON Tómas í Höfn Aldamótamaðurinn og frumkvöðull. T ómas Maríus Guðjónsson var fæddur í Vestmannaeyjum 13. janúar 1887. Foreldrar hans voru Guðjón...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

TÓMAS -IÓHANNESSON Tómas í Höfn


Aldamótamaðurinn og frumkvöðull. T ómas Maríus Guðjónsson var fæddur í Vestmannaeyjum 13. janúar 1887. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson, hafnsögumaður og sýslunefndarmaður í Sjólyst og Guðríður Bjarnadóttir frá Dölum í Vestmannaeyjum. Þetta var dugnaðar- fólk og Guðjón hafði verið formaður fyrir Haffrúna. Guðjón þótti góður formaður en var síðar skipaður hafn- sögumaður. Hann fórst við þau störf á ytri höfninni 13.október 1896 þegar bát hvolfdi við skipshlið. Þegar Guðjón fórst, voru synir þeirra hjóna, Guðjón Júlíus f. 1884 og Tómas Maríus f. 1887 enn á bernsku- skeiði. Efhi voru lítil og varð Guðríður aðbjargast með eigin handafli og tókst henni að koma þeim til manns, því hún lét ekki bugast af mótlætinu. Synirnir byrjuðu snemma að sinna störfúm á sjó og landi. GerðistTómas sjómaður og síðan formaður. Tvítugur að aldri varð hann með- eigandi í vélbátnum Fálka, en það ólán henti, að báturinn slitnaði frá festum á höfninni árið 1908 svo til nýr og rak upp í hraungrýtið í Bratta. Brotnaði hann í spón ótryggður. Var þetta mikið áfall, en ekki dró það kjarkinn úr Tómasi. Stofnaði hann að nýju til útgerðar og stundaði sjáv- arútveg æ síðan. Gekk útgerðin vel eftir þetta, var hann heppinn með báta sína, og hafði fyrir þeim góða og aflasæla for- menn. Tómas var meðal þeirra fyrstu sem áttu vél- bátaútgerð í Vestmannaeyjum. I sögu Vestmanna- eyja má finna Tómasi sess meðal þeirra manna sem nefndir eru aldamótamenn, þeir sem voru ungir og fullir starfsorku í dögun íslensks sjálfstæðis. Það voru þessir ungu menn sem sýndu að íslendingar gátu staðið á eigin fótum og höfðu dug og kjark til þess að afla sér þeirra tækja sem þurfti til þess að sækja sér björgina. Tómas var frumkvöðull í eðli sínu, einn af þeim mönnum sem lögðu grunninn að þeirri þjóðfélagsbyltingu sem vélbátaútgerðin varð. Á þeim árum fór hann til útlanda til að festa kaup á nýjum báti. Fékk hann erlenda menn til að sigla bátnum til Islands með sér. Gerði stórveður, lentu þeir í hafvillu og voru svo lengi á leiðinni að allar vistir þraut. Voru þeir lengi matarlausir áður en þeir tóku land á Fáskrúðsfirði eftir langa og harða útivist. Tómas mun hafa heyrt á tal útlendinganna, þar sem þeir ræddu það sín á milli að drepa Islendinginn og éta hann. Þær voru margar svaðil- farimar sem famar voru á litlum fleytum i upphafi vélabátaútgerðarinnar. Utgerðarmaðurinn. Upp úr aldamótum urðu miklar breytingar á atvinnuháttum Eyjamanna. Árabátaútgerð var öflug og menn hrundu af sér einokun sem hafði verið á hendi danskra kaupmanna. Vestmannaeyingar sýndu bjartsýni og dugnað og á síðustu árum


SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA

áraskipanna keyptu þeir írá Færeyjum 40-50 sexæringa, sem tóku við af stærri áraskipum sem voru flest áttæringar eða tíæringar með færeysku Iagi, sem höfðu að mestu verið smíðaðir í Eyjum. Vélbátamir ruddu svo þessum áraskipum úr vegi en almennt hófst vélbátaútgerðin á vertíðinni árið 1907. Síðasta áraskipavertíðin var því árið 1906. Á fyrsta áratug aldarinnar fjölgar íbúum í Eyjum úr 607 í 1492 eða um 885 menn. Á þessum árum var lögð sú undirstaða sem skapaði frumkvæði og forystu Vestmannaeyinga í útgerð og sjávarútvegi æ síðan. Tómas byrjaði feril sinn sem útgerðar- maður aðeins 20 ára gamall, með hlut í bátnum Fálka eins og fyrr er lýst. Var þessi bátur 9,81 tonn með 10 ha Hofman vél, smíðaður í Arendal í Noregi. I þessum bát átti Tómas hlut sem nam 1/10. Síðan átti hann hlut í vélbátnum Val VE-129, sem var 6,78 tonn með 10 ha Danvél, smíðaður í Danmörku. Hann var seldur til Eyrarbakka árið 1919. Árið 1912 eignast hann 1/3 hlut í vélbátn- um Gideon VE-154 sem var 10,50 tonn með 15 ha mótor. Hann var smíðaður úr eik og fúru í Frederikssundi í Danmörku, en var seldur til Hríseyjar árið 1928. Engin kyrrstaða var í útgerðar- málum í Eyjum. Árin 1920 til 1921 bættist21 vél- bátur við flotann sem fyrir var. Aflabrögð höfðu aukist ár frá ári. Árið 1921 eignast Tómas 1/3 hlut í bátnum Lagarfossi VE-234, sem var 12,54 tonn með 30 ha Alfavél, kantsettur, smíðaður úr eik og fúm í Frederikssundi í Danmörku. 1924 var sett í bátinn 40 ha Alpha vél. Hann var seldur 1929 og nafninu síðan breytt í Lítillátur og sett í hann 65 ha June Munktell vél. Síðar hét hann Haukur og var

gerður út til 1954. Um haustið 1929 kaupir Tómas 23 tonna bát sem nefndur var Lagarfoss VE-292. Hann var smíðaður í Frederikssundi, kútterbyggður úr eik og fúru með 64 ha Ellwevél. Þessi bátur var síðan lengdur í Vestmannaeyjum og mældist 27 brl. 1933 var sett í bátinn 65 ha Skandia vél. Árið 1947 var sett í hann 120 ha Grenaa díselvél. Hann reynd- ist mikið happafley og aflaskip og var aflahæstur margar vertíðar. Þessi bátur var gerður út til 1965 en tekinn af skrá árið 1965. Arið 1941 keyptu Tómas og Martin, sonur hans, ásamt Ásmundi Friðrikssyni á Löndum, 55 brl bát frá Akureyri, Sjöstjömuna VE-92. Árið 1952 var sett í bátinn 220 ha Grenaa díselvél. Þessi bátur eyðilagðst í bruna árið 1963. Það þótti gott að vera í skipsplássi hjá útgerð Tómasar í Höfn, og útgerðarmaðurinn bæði greið- vikinn og hjálpfús. Orðatiltæki átti hann til og það  var að ávarpa menn með ,jæja góurinn“. Á 40 árum fjölgaði íbúum í Vestmannaeyjum úr 565 í 3.573 árið 1930, eða um rúmlega 3.000 manns. Nátengt þessu er stækkun fiskveiðiflotans sem breytist úr 13 áttrónum skipum árið 1890 í það að vélbátamir voru orðnir 95 árið 1930. Athafnamaðurinn og kaupmaðurinn. Tómas var í þjónustu Edinborgarverslunarinnar í Eyjum ungur að árum og starfaði lengi vel hjá því fyrirtæki og síðan hjá Gísla J. Johnsen kaupmanni eftir að hann eignaðist þessa verslun. Annaðist Tómas trúnaðarstörf og sá um afgreiðslu skipa en verslunin hafði með höndum afgreiðslu skipa Sameinaða gufuskipafélagsins og Bergenska gufuskipafélagsins. Þetta var erfitt viðureignar þar sem afgreiðsla skipanna fór ffam á Víkinni eða innan við Eiði eins og þá var sagt, veður voru mis- jöfn og sjóir úr austri eða suðri. Reyndi þama mjög á þrek og lagni afgreiðslumannsins og sjó- mannanna. Sjólag var oft erfitt á Flóanum, en farnar voru margar svaðilfarir í skipin til að ná farþegum og vörum í land eða koma hvoru tveggja um borð. Aldrei hlekktist Tómasi á í þessum ferð- um en hann var vinsæll mjög meðal skipsmanna og farþega fyrir lipurð og röggsemi. Nokkrar ferð- ir fór hann til útlanda á vegum Gísla til þess að kaupa báta en þá fóru menn með peningana í vasanum. Hafði Tómas orð á því að þá hafi menn ekki þorað að vera mikið á ferli með vasana fulla af peningum. Tómas hætti störfum fyrir Gísla árið 1929 en tók

svo við skipaafgreiðslunni árið 1930 þegar fyrirtæki Gísla hætti. Annaðist hann afgreiðslu á þessum skipum. Tómas átti 3-4 uppskipunarbáta en varan var þannig ferjuð á milli að þeir voru dregnir af vélbátum. Tómas þurfti á dugandi mönn- um að halda við uppskipun og affermingu. Atvinna var oft stopul og fylgdi honum eftir hópur manna í atvinnuleit. Haft var á orði hve vel honum gekk að miðla vinnu á milli manna svo allir mættu vel við una. Þessar ferðir lögðust síðan af í byrjun stríðsins árið 1939. Tómas tók einnig yfir umboð SHELL í Vest- mannaeyjum um sama leyti og skipaafgreiðsluna. Var það umsvifamesta olíuumboðið á landsbyggð- inni, öll hús kynnt með olíu, og bátaflotinn þurfti olíu. Jafnffamt rak Tómas mikla byggingavöru- verslun og heildverslun og famaðist vel. Verslaði með sement og salt m.a. Auk þess að leggja fisk upp hjá ísfélagi Vestmannaeyja, verkaði hann hluta af aflanum sjálfur. Hann var með reksturinn í húsi við Formannabraut sem kallað var „Kuðinn“. Þá leigði hann hús í nágrenninu og verkaði saltfisk. Þá sólþurrkuðu menn fiskinn á stakkstæðum sem voru ofar á eynni. Bömin og fjölskyldan tóku þátt, og unnu m.a. á stakkstæðum og breiddu út saltfisk að morgni og tóku svo saman að kveldi. Og Martin (Malli í Höfn), starfaði, með foður sínum, við fyrirtækið alla tíð og tók við stjórninni að Tómasi látnum. Einstaklega ljúfur og vinsæll maður. Tómas tók mikinn þátt í athafnalífinu og var meðal stjómenda í fjölmörgun fyrirtækjum. Hann  var einn af stofnendum Björgunarfélags Vest- mannaeyja og styrk stoð þess félags. Hann sat í stjóm Liffasamlags Vestmannaeyja áratugum saman. Tómas hafði setið í stjóm ísfélags Vestmannaeyja og á aðalfundi 29. sept. 1939 var hann kjörinn stjómarformaður. Þá stóðu fyrir dyrum miklar breytingar til aukinnar tækni í fram- leiðslu á sjávarafurðum og hafði hann forystu um þær breytingar sem sem í vændum vom. Réðist Isfélagið í byggingaframkvæmdir og festi kaup á nýtísku vélum til aukins og fullkomnari fiskiðnað- ar. Þessi stjórn undir forystu Tómasar, reyndist ffamtakssöm og réðist í risavaxið verkefni á þess tíma mælikvarða um og eftir síðari heimsstyrjöld. Markaði hún veginn fram á við sem gerði ísfélagið að þeim gilda þætti sem það hefur verið í atvinnu- lífi Eyjamanna alla tíð síðan. Tómas sat í stjóm Isfélagsins í 17 ár þ.a. sem stjómarformaður í 10 ár. Árið 1956 var rekstur ísfélagsins orðinn nokkuð erfiður vegna þess að það hafði lítið hráefni en miklu hafði verið kostað til við uppbyggingu á félaginu. Var róið að því öllum ámm að efla félag- ið. Fór Tómas þá í það að tala við útgerðarmenn og fá þá til liðs við félagið og gerast hluthafar. Tókst það mætavel og 10 stórir heimabátar bættust við og lögðu sinn afla upp hjá félaginu á árinu 1957. Einnig var hlutafé aukið. Á aðalfundi, rétt fyrir áramótin 1956/1957, var skipt um stjóm að öðm leyti en því að Tómas hélt sæti sínu en óskaði ekki eftir formnesku lengur, tekinn að eldast og þreytast á erilsömum störfiim fyrir félagið sl. 17 ár, en hann hélt óskertu trausti félagsmanna. Við stjómarformennsku í félaginu tók Magnús Bergs- son en hann var einn af þessum útgerðarmönnum sem gengu til liðs við félagið. Tómas gegndi ýmsum öðmm trúnaðarstörfúm og var árið 1952 skipaður konsúll Danmerkur í Vestmannaeyjum og var vel látinn og naut góðs álits danska sendiráðsins. I Morgunblaðinu, 18.janúar 1948, birtist auglýs- ing ffá Magnúsi Ó. Ólafssyni sem var með umboð fyrir Greenaa Motorfabrikk, danska vélaverk- smiðju. Þar er auglýsingu beint til fiskibátaeig- enda: „Vélstjórar og skipstjórar í Vestmannaeyjum er skoðuðu vjelamar um borð í dönsku bátunum og sáu þær í gangi, luku hinu mesta lofsorði á þær enda kunnugt að bátar þessir leituðu ekki á verk- stæði vegna vélabilunar. Það var engin tilviljun að hinn djúphyggni útvegsmaður Tómas M. Guðjóns- son valdi einnig GREENAA FISKIBÁTAVJEL- INA fyrir bát sinn M/B LAGARFOSS VE-292 en sá bátur hefir aflamet síðan 1930.“ Þetta sýnir hversu mikillar virðingar Tómas naut meðal samferðarmanna sinna.

Maðurinn. Tómas kvæntist árið 1912 Hjörtrósu Hannesdótt- ur, Jónssonar lóðs og bónda á Miðhúsum og Margrétar Brynjólfsdóttur frá Norðurgarði í Eyjum. Reistu þau sér bú á Miðhúsum og bjuggu þar á móti for-eldrum hennar. Þau eignuðust þrjá syni, Hannes Guðjón f. 1913, Martin Brynjólf f. 1915, og Jóhannes f. 1921. Hjörtrós lést ló.mars árið 1926. Tómas byggði sér myndarlegt húsáriðl928 ítún- fætinum á Miðhúsum og nefndi Höfn, við Bakkastíg 1. Seinni kona hans var Sigríður Vilborg Magnúsdóttir dóttir Magnúsar bónda frá Brekkum á Rangárvöllum og Elínar Maríu Sveinsdóttur. Þau eignuðust 3 böm, Magneu Rósu f. 1928, Gerði Erlu f. 1933 og Braga f. 1939. Tómas eignaðist einn son, Guðjón f. 1925, með Guðrúnu Ámadóttur. Einnig ól Tómas upp bróðurdóttur sína Laufeyju Guðjónsdóttur. Tómasi Maríusi Guðjónssyni er þannig lýst af samferðarmönnum hans: „Tómas gerðist sjómaður á unga aldri og varð einskis manns eftirbátur, hann lét ekki lengi þar við sitja og varð brátt formaður og síðan útgerðarmaður. Útgerð rak hann af góðri fyrirhyggju og myndarskap. Hann var maður félagslyndur og ötull við hvert það starf sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem heldur einn eða í félagi með öðmm. Hann hafði ríka réttlætiskennd, var hjartprúður drengur með góða og göfuga sál sem alltaf var reiðubúinn að rétta hjálparhönd þar

sem þörfin var. Hann var traustur fylgismaður allra helstu framfaramála sem Vestmannaeyingar komu á fót, til þess að treysta atvinnulífið og starfaði að þessum hugðarefnum sínum til æviloka. Tómas var mikill gæfúmaður í lífinu en fór ekki varhluta af erfiðleikum og mótlæti“. Tómas lést 14. júní árið 1958. Heimildir; Islensk skip, Jón Björnsson. Aldarhvörf í Ejum, Þorsteinn Jónsson. Jóhann Gunnar Ólafsson, Mbl. 14.06.1957. Jóhann Þ.Jósepsson, Mbl 15.07.58 Afmœlisrit ísfélags Vestmannaeyja hf 2001. Aðrir heimildarmenn, Friðrik Asmundsson, Jóhannes Tómas- son, Magnea Rósa Tómasdótir, Gerður Erla Tómasdóttir og Eyjólfur Martinsson.