Difference between revisions of "Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2009/Næsta kynslóð gámaflutningaskipa kallar á bætta hafnaraðstöðu í Eyjum"

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Line 2: Line 2:
 
<center>'''ARNAR SIGURMUNDSSON'''
 
<center>'''ARNAR SIGURMUNDSSON'''
 
'''Formaður framkvæmda- og hafnarráðs Vm'''.</center><br>
 
'''Formaður framkvæmda- og hafnarráðs Vm'''.</center><br>
<big><big><big><big><center>'''Næsta kynslóð gáma- flutninsaskipa kallar á bætta hafnaraðstöðu í Eyjum'''</center></big></big></big></big><br>
+
<big><big><big><big><center>'''Næsta kynslóð gáma- flutninsaskipa kallar á bætta hafnaraðstöðu í Eyjum'''</center><br>
<center>'''- líkantilraunir með stórskipakant hefjast í ágúst á þessu ári'''</center><br>
+
<center>'''- líkantilraunir með stórskipakant hefjast í ágúst á þessu ári2'''</center><br>
 
Nýlega var þess minnst að öld var liðin frá því sveitarfélagið réðst í sínar fyrstu hafnarframkvæmdir með elsta hluta Bæjarbryggjunnar. Um sama leyti fór sá mikli athafnamaður [[Gísli J. Johnsen]] í að koma upp [[Edinborgarbryggja|Edinborgarbryggju]], sem var austur af [[Bæjarbryggja|Bæjarbryggju]]. Þessar framkvæmdir mörkuðu upphaf hafnarframkvæmda í Eyjum sem staðið hafa með hléum fram á þennan dag. Mesti áhrifavaldurinn var vélvæðing bátaflotans í upphafi 20. aldar sem leiddi af sér gríðarlega fjölgun bæjarbúa. Þessara tímamóta var minnst haustið 2007 og birtist meðal annars grein um þetta mikla framfaratímabil í Sjómannadagsblaðinu 2008.<br>
 
Nýlega var þess minnst að öld var liðin frá því sveitarfélagið réðst í sínar fyrstu hafnarframkvæmdir með elsta hluta Bæjarbryggjunnar. Um sama leyti fór sá mikli athafnamaður [[Gísli J. Johnsen]] í að koma upp [[Edinborgarbryggja|Edinborgarbryggju]], sem var austur af [[Bæjarbryggja|Bæjarbryggju]]. Þessar framkvæmdir mörkuðu upphaf hafnarframkvæmda í Eyjum sem staðið hafa með hléum fram á þennan dag. Mesti áhrifavaldurinn var vélvæðing bátaflotans í upphafi 20. aldar sem leiddi af sér gríðarlega fjölgun bæjarbúa. Þessara tímamóta var minnst haustið 2007 og birtist meðal annars grein um þetta mikla framfaratímabil í Sjómannadagsblaðinu 2008.<br>
 
Það hefur verið gríðarlegt átak að ráðast í hafnarframkvæmdir í Vestmannaeyjum fyrir heilli öld. Íbúarnir voru innan við eitt þúsund en hafði farið ört fjölgandi og þörfin var knýjandi og framfarahugur í fólki. Höfnin var þá óvarin fyrir austan og suð austan áttum og því var fljótlega farið í byggingu hafnargarða sem var mikið stórvirki og tók langan tíma.<br>
 
Það hefur verið gríðarlegt átak að ráðast í hafnarframkvæmdir í Vestmannaeyjum fyrir heilli öld. Íbúarnir voru innan við eitt þúsund en hafði farið ört fjölgandi og þörfin var knýjandi og framfarahugur í fólki. Höfnin var þá óvarin fyrir austan og suð austan áttum og því var fljótlega farið í byggingu hafnargarða sem var mikið stórvirki og tók langan tíma.<br>

Revision as of 16:32, 8 January 2020

Arnar Sigurmundsson Sdbl. 2009.jpg
ARNAR SIGURMUNDSSON Formaður framkvæmda- og hafnarráðs Vm.

Næsta kynslóð gáma- flutninsaskipa kallar á bætta hafnaraðstöðu í Eyjum

- líkantilraunir með stórskipakant hefjast í ágúst á þessu ári2

Nýlega var þess minnst að öld var liðin frá því sveitarfélagið réðst í sínar fyrstu hafnarframkvæmdir með elsta hluta Bæjarbryggjunnar. Um sama leyti fór sá mikli athafnamaður Gísli J. Johnsen í að koma upp Edinborgarbryggju, sem var austur af Bæjarbryggju. Þessar framkvæmdir mörkuðu upphaf hafnarframkvæmda í Eyjum sem staðið hafa með hléum fram á þennan dag. Mesti áhrifavaldurinn var vélvæðing bátaflotans í upphafi 20. aldar sem leiddi af sér gríðarlega fjölgun bæjarbúa. Þessara tímamóta var minnst haustið 2007 og birtist meðal annars grein um þetta mikla framfaratímabil í Sjómannadagsblaðinu 2008.
Það hefur verið gríðarlegt átak að ráðast í hafnarframkvæmdir í Vestmannaeyjum fyrir heilli öld. Íbúarnir voru innan við eitt þúsund en hafði farið ört fjölgandi og þörfin var knýjandi og framfarahugur í fólki. Höfnin var þá óvarin fyrir austan og suð austan áttum og því var fljótlega farið í byggingu hafnargarða sem var mikið stórvirki og tók langan tíma.

Einhver besta hafnarstaðstaða á landinu.
Árin liðu, íbúum fjölgaði enn frekar og bátarnir stækkuðu og kölluðu á meira bryggjupláss. Þá var ráðist í byggingu Básaskersbryggju, því næst Friðarhafnarbryggju, þá Nausthamarsbryggju og haldið áfram framkvæmdum inn í Friðarhöfn. Síðan kom eldgosið með öllum þeim afleiðingum sem því fylgdu. En Eyjamenn gáfust ekki upp og þróunin hélt áfram. Þörf var á stækkun viðlegukanta og var þá farið í byggingu Binnabryggju og síðar Skáans austur af henni. Árið 1982 voru upptökumannvirki hafnarinnar, skipalyftan, tekin í notkun og nokkrum árum síðar Kleifabryggja, sem er norðan hafnar. Síðustu stækkanir viðlegurýmis við höfnina eru lenging löndunaraðstöðu fyrir uppsjávarveiðiskip bæði austast á Nausthamri hjá FES og við austurenda Friðarhafnarbryggju hjá FIVE. Afturámóti er nýjasta stórframkvæmd hafnarinnar endurbygging Básaskersbryggju með nýrri þekju og lauk henni í árslok 2008.

Séð yfir höfnina í Vestmannaeyjum

Mörg stór verkefni eru framundan hjá Vestmannaeyjahöfn
Vestmannaeyjahöfn er í senn ein stærsta fiskiskipa- og löndunarhöfnin og um leið mikil upp- og útskipunarhöfn. Gríðarleg stækkun fiskiskipa og þá sérstaklega uppsjávarveiðiskipa kallar á mikið viðlegupláss. Viðlegukantar í Vestmannaeyjum eru rúmlega 2 kílómetrar og er hafnaraðstaða ein sú allra besta á landinu. Tekjur Vestmannaeyjahafnar hafa verið um 250 milljónir á ári og standa undir öllum hefðbundnum rekstri en fjölþætt þjónusta, við hafnarvörslu, hafnsögu, hafnarvernd, hafnarvog, rekstur á Lóðsinum og viðhaldsframkvæmdir falla þar undir. Allar stærri framkvæmdir hafa verið með stofnframlagi frá ríkinu af samgönguáætlun. En hver er staðan í dag og hvað er framundan? Af mörgu er að taka í þeim efnum.
Allt frá haustinu 2006 hefur framkvæmda- og hafnarráð verið að fjalla um þrjú stór verkefni sem eru framundan.

Endurnýjun á upptökumannvirkjum hafnarinnar
Í október 2006 varð mikið tjón á upptökumannvirkjum hafnarinnar þegar hluti skipalyftunnar gaf sig og mikil mildi að ekki urðu slys á mönnum. Ljóst var í upphafi að tjónið var gríðarlegt. Þá var ákveðið að kanna hvort ekki væri skynsamlegt að stækka upptökumannvirkin svo þau gætu tekið upp allt að 2500 tonna skip í stað um 1000 tonna áður. Ekki reyndist fjárhagslegur grundvöllur fyrir slíku. Alþingi samþykkti vorið 2007 að heimila bótagreiðslur til Vestmannaeyjahafnar úr Hafnarbótasjóði að fjárhæð 200 millj. kr. Málið var sent til umsagnar til ESA dómstólsins í Brussel og þaðan kom loks svar í janúar 2009, þar sem allar tjónabætur til hafnarinnar voru bannaðar af samkeppnisástæð um. Engu breytti þótt tjónabæturnar væru eingöngu ætlaðar til að bæta núverandi mannvirki, en ekki til þess að geta tekið upp og þjónustað stærri skip. Þetta var mikið áfall. Fulltrúar stjórnvalda tilkynntu okkur að í staðinn myndi ríkið flýta 200 millj. kr. framlagi til almennra hafnarframkvæmda gegn mótframlagi Vestmannaeyjahafnar. Á sama tíma hófust viðræður viö forráðamenn Skipalyftunnar um lok 25 ára leigusamnings um upptökumannvirkin frá 1982. Samningi hafði tvívegis verið framlengt um eitt ár í senn vegna tjónsins frá 2006. Nú er búið að semja um að leigusamningurinn falli úr gildi og sama gildir um kaupskyldu Vestmannaeyjahafnar á húseignum Skipalyftunnar. Tókst samkomulag þar um í byrjun apríl sl. og nemur kostnaður hafnarinnar af samkomulaginu liðlega 11 millj. króna.
Nú er verið að ljúka við ýtarlega kostnaðaráætlun við uppbyggingu mannvirkjanna og var fenginn til þess verks erlendur sérfræðingur að nafni John Berry sem þekkir mjög til skipalyftubúnaðar frá Sincrolift, en hann var áður einn af yfirmönnum tæknideildar fyrirtækisins. Dvaldi hann í Eyjum í nokkra daga í apríl sl., fór yfir ástand búnaðar og gerði áætlun um kostnað við endurbyggingu og breytingar þannig að lyftan gæti þjónað skipum af sömu stærð og Bergi VE og Gullbergi VE. Verði samþykkt að fara í verkið má búast við að heildarkostnaður geti numið allt að 300 millj. kr. og er þá gengið út frá því að ekki þurfi að endurnýja stálþilið sem er umhverfis upptökumannvirkin. Hafnar- og bæjaryfirvöld munu taka afstöðu til málsins þegar mælingum á stálþilinu er lokið og ýtarlegri kostnaðaráætlun liggur fyrir.

Hugmynd að stórskipakanti, norðan megin á Eiðinu, lítur svona út.

Binnabryggja og Skáinn - endurnýjun stálþils og þekju-
Senn fer að líða að því að ráðast þurfi í viðamiklar viðgerðir á Binnabryggju og Skáanum austur af henni. Kostnaðaráætlun um nýtt stálþil á bryggjurnar ásamt nýrri þekju og 10-18 m stækkun Binnabryggju til austurs liggja nú fyrir frá Siglingastofnun. Heildarkostnaður við verkið mun nema um 410 milljónum króna eða 330 millj. kr. að frádregnum virðisaukaskatti. Hlutur Vestmannaeyjahafnar væri þá um 130 millj. kr. og ríkisins 200 millj. kr. Sá böggull fylgir skammrifi að ríkisframlagið, þ.e. fjármagnið frá Hafnarbótasjóði að fjárhæð 200 millj. kr., liggur ekki á lausu og þarf að tryggja að hægt verði að ráðast í þessar framkvæmdir á næsta ári. Efnahagshrunið hefur af eðlilegum ástæðum komið niður á framlögum til hafnarframkvæmda á þessu ári og næstu árum. Vestmannaeyjahöfn er með loforð um að 200 millj. kr. komi til hafnarframkvæmda í Eyjum þrátt fyrir niðurskurð, enda liggja þessir fjármunir í Hafnarbótasjóði. Þessi mál munu ekki skýrast fyrr en Alþingi hefur fjallað um endurskoðun samgönguáætlunar 2009-2010 og lokið afgreiðslu ríkisreiknings 2008.

Mat á valkostum við stórskipabryggju í Eyjum
Hafnaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa í langan tíma kannað möguleika á því að koma upp stórskipabryggju. Fyrstu hugmyndir gengu út á það að koma upp stórskipakanti í Skansfjörunni á nýja hrauninu á móts við Klettsvík. Framkvæmdar voru öldu- og straummælingar á vegum Siglingastofnunar fyrir nokkrum árum. Niðurstöður voru ekki nægilega jákvæðar til að haldið væri áfram með þessa könnun og þóttu tilraunir benda til þess of mikil ölduhreyfing á væri á svæðinu. Ekki var gert ráð fyrir sjóvarnargarði á móts við Klettsvík í þeim tilraunum. Haustið 2006 komu þessi mál til umræðu í framkvæmda- og hafnarráði. Fyrirséð var að næsta kynslóð gámaflutningaskipa, sem líkleg er hjá íslensku skipafélögunum, verði 180-190 metra löng og breidd þeirra um 30 metrar. Algengasta stærð gámaflutningaskipa sem nú hafa viðkomu í Eyjum er 130-140 metrar og um 21-22 metra breidd. Með þessar upplýsingar í farteskinu og vaxandi áhuga á að skemmtiferðaskip hafi viðkomu í Eyjum var lagt af stað með könnunarvinnu á nýjan leik. Siglingastofnun hefur að beiðni framkvæmda- og hafnarráðs kannað möguleika á að koma upp stórskipakanti í Eyjum allt frá vorinu 2007. Þá var þess farið á leit að skoðaðir væru sérstaklega þrír möguleikar, en þeir eru eftirfarandi:
1. Framlenging Kleifabryggju, dýpkun og stytting .
2. Stórskipakantur við Skansfjöru á móts við Klettsvík og sjóvarnargarður.
3. Sjóvarnargarður með stórskipakanti norðan-vestan megin á Eiðinu.

Séð inn höfnina í vesturátt.

Allir þessir valkostir kalla á miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir að mati sérfræðinga Siglingastofnunar. Ekki er ólíklegt að heildarkostnaður gæti legið á bilinu 1,5 til 2,5 milljarðar, miðað við núverandi verðlag. Þá var og er mikil óvissa um að ríkið fjármagni slíkar framkvæmdir þar sem heimildir í hafnarlögum og framlög á samgönguáætlun hafa verið skorin mikið niður og var það raunar gert áður en fjármálakreppan skall á Íslandi. Dýrustu þættirnir í þessum framkvæmdum væru bygging sjóvarnargarða sem kalla á gríðarlega grjótflutninga og einnig er dýpkun við Kleifaleiðina mjög dýr framkvæmd.
Það breytir því ekki að rannsóknir munu halda áfram á þessum valkostum hjá Siglingastofnun á næstu mánuðum. Framkvæmda- og hafnarráð hefur lagt áherslu á að skoða stórskipakant norðan Eiðis sem fyrsta valkost, en Siglingastofnun leggur áherslu á að skoða alla þessa kosti og hvern með fleiri en einni útfærslu. Það eru margir óvissuþættir í þessari vinnu, en straum- og dýptarmælingar hafa farið fram og munu halda áfram á næstu vikum, en áður var búið að framkvæma straum- og öldumælingar, einkum í Klettsvík á sínum tíma.
Þá liggur fyrir að líkantilraunir með stórskipakant vegna Vestmannaeyjahafnar munu hefjast hjá Siglingastofnun í Kópavogi í ágúst nk. Líkantilraunum vegna Húsavíkurhafnar fer þar senn að ljúka og hefst þá vinna við að koma upp líkani fyrir Eyjar. Alþingismenn Suðurkjördæmis hafa sýnt málinu áhuga og samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þar um í vetur. Þrátt fyrir að þá væri búið að ganga frá samkomulagi um líkantilraunir við Siglingastofnun, þá auðveldar áhugi þingmanna og samþykkt tillögunnar næstu skref í málinu.
Hér er um mikilvægt framtíðarmál aö ræða og það langstærsta sem bæjarstjórn og hafnaryfirvöld munu þurfa að taka afstöðu til á næstu árum. Sama hvaða kostur verður fyrir valinu þá mun heildarkostnaður við framkvæmdir verða mjög mikill. Þar mun því allt ráðast af framlagi af samgönguáætlun ríkisins hverju sinni.
Efir rúmlega eitt ár verður Landeyjahöfn tekin í notkun og mun tilkoma hennar gjörbreyta samgöngum á sjó við Vestmannaeyjar. Í þessu kunna að felast miklir möguleikar til lengri framtíðar, ekki síst verði þá komin upp stórbætt aðstaða fyrir gámaflutningaskip og skemmtiferðaskip í Eyjum. Vestmannaeyjahöfn hefur ítrekað lýst áhuga á að koma að rekstri Landeyjahafnar og samnýta þannig mannafla, skip og tæki Vestmannaeyjahafnar.
Af þessari grein má marka að það eru mörg járn í eldinum hjá Vestmannaeyjahöfn og stjórnendum bæjarfélagsins sem taka þarf afstöðu til í næstu framtíð.