Steinunn Jónsdóttir (Hvassafelli)

From Heimaslóð
Revision as of 20:45, 23 March 2019 by Viglundur (talk | contribs) (Ný síða: thumb|150px|''Steinunn Jónsdóttir. '''Steinunn Jónsdóttir''' frá Syðra-Lágafelli í Staðarsveit á Snææfellsnesi, húsfreyja...)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Steinunn Jónsdóttir.

Steinunn Jónsdóttir frá Syðra-Lágafelli í Staðarsveit á Snææfellsnesi, húsfreyja á Hvassafelli fæddist 3. febrúar 1919 og lést 6. apríl 2006 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Jón Pétursson sjómaður, vélstjóri, síðar vigtarmaður, f. 1. júlí 1895, d. 9. október 1963, og kona hans Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1889, d. 30. október 1979.

Steinunn var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim að Sandvík á Akranesi.
Þau Alfreð eignuðust Guðrúnu á Hvassafelli 1939. Þau giftu sig 1942, eignuðust Fríði 1942.
Fjölskyldan var á Hvassafelli 1945, en fluttist til Reykjavíkur síðari hluta áratugarins.
Þau bjuggu í fyrstu á Laugavegi, síðan á Leifsgötu og að lokum á Hverfisgötu.
Alfreð lést 1983 og Steinunn 2006.

I. Maður Steinunnar, (7. febrúar 1942), var Jón Alfreð Sturluson frá Hvassafelli, málarameistari, f. 23. nóvember 1912 á Búastöðum, d. 31. október 1983.
Börn þeirra:
1. Guðrún Alfreðsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1939, d. 17. apríl 2016.
2. Fríður Alfreðsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1942, d. 1. maí 1974.Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.