Þurrkhús

From Heimaslóð
(Redirected from Þurrkhúsið)
Jump to navigation Jump to search
Þurrkhúsið.
Leiðarvarðan sem var á túninu vestan við Þurrkhúsið, drengir á mynd eru bræðurnir Þröstur og Svanur Ingvarssynir frá Bakkastíg 21 fæddir 1963. Myndin var tekin árið 1970.
Þurrkhúsið.

Húsið Þurrkhúsið stóð austast við Urðaveg. Eins og nafnið bendir til var það reist til að þurrka þar saltfisk og leysti það af hólmi að hluta til stakkstæðin; fiskreitina sem gegnt höfðu því hlutverki.

Staðsetning hússins var til að forðast flugu og einnig til að ná í hreinan sjó til vinnslunnar.

Húsið var byggt árið 1928 og var stækkað um helmin árið 1970.

Var byggt í samvinnufélagi sem hét Freyr. Árið 1934 komu nokkrir útgerðarmenn inn í félagið. Var rekið sem Fiskverkunarstöðin Stakkur hf. frá 1941-1973.

Þurrkhúsið var fyrsta atvinnufyrirtækið sem fór undir hraun 7-8 febrúar 1973.


Heimildir

  • Húsin undir hrauninu, haust 2012.