Haraldur Guðnason bókavörður

From Heimaslóð
(Redirected from Haraldur Guðnason)
Jump to navigation Jump to search
Haraldur
Haraldur Guðnason bókavörður. Myndin er tekin árið 1978.

Haraldur Guðnason fæddist 30. september 1911 og lést 28. janúar 2007, 95 ára að aldri. Hann bjó lengst af á Bessastíg 12, en einnig bjó hann í húsinu Hnjúkur á Brekastíg.

Haraldur var bókavörður frá 1949-1978. Aðalbaráttumál hans var að koma ört stækkandi safni í viðunandi húsnæði og árið 1977 flutti safnið í nýbyggt húsnæði Safnahúss, sem hýsir Bókasafn, Byggðasafn, Listasafn, Ljósmyndasafn og Héraðsskjalasafn. Eftir Harald liggur mikill fjöldi fræðilegra greina og árið 1982 kom út ritverkið Við Ægisdyr sem hann tók saman og er saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár.

Kona Haraldar var þýsk, Ilse Guðnason, og er látin. Synir þeirra eru Áki Heinz og Torfi.

Myndir