Trausti Jónsson (Mörk)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Trausti
Trausti með móður sinni
Trausti ásamt systkinum sínum

Trausti Jónsson fæddist 11. janúar 1917 og lést 2. janúar 1994. Hann bjó að Hásteinsvegi 9.

Foreldrar Trausta voru Jón Tómasson og Steinunn Árnadóttir frá Mörk. Hann fæddist í Norður-Hvammi í Mýrdal og þar var hann þar til hann var tveggja ára gamall er foreldrar hans og systkini fluttust til Vestmannaeyja. Þó dvaldist hann mikið hjá ömmum og öfum sínum í Hvammi og Vík til 14 ára aldurs. Trausti var elstur sex systkina.

Trausti giftist þann 14. október 1939 Ágústu Haraldsdóttur frá Garðshorni. Þau eignuðust börnin Harald, Jón Steinar, Ágústu, Brynju, Ólaf Ísfeld, Steinunni, Ástu Traustadóttur og Trausta. Haraldur og Trausti eru látnir.

Trausti hóf störf hjá Gunnari Ólafssyni á Tanganum þegar hann var 14 ára gamall og starfaði þar uns hann ásamt fleirum hóf rekstur á Bæjarbúðinni og kjötvinnslu sem þeir ráku á árunum 1945-1959. Frá 1959 til 1973 var Trausti kirkjugarðsvörður og rak útgerð og hænsnarækt. Ásamt syni sínum, Haraldi, keypti hann vörubíl og unnu þeir á honum við hreinsun bæjarins eftir gosið. Trausti tók svo alfarið við rekstri vörubílsins eftir hreinsunina og rak hann til haustsins 1989 er hann hætti störfum.


Heimildir

  • Morgunblaðið 9. janúar 1994, minningargrein um Trausta Jónsson