Listaskóli Vestmannaeyja
Listaskóli Vestmannaeyja hefur starfað síðan árið 1950. Aðalstarfsemi skólans er tónlistarkennsla en einnig eru haldin þar myndlistarnámskeið.Í byrjun byggðist tónlistarkennslan á einum kennara sem kenndi á píanó og orgel, en nú er kennt á nær öll hljóðfæri ásamt söng. Kennarar við skólann voru ellefu árið 2006 og margir kenna á fleiri en eitt hljóðfæri.
Tónlistarskólinn var lengst af til húsa í Arnardrangi við Hilmisgötu. Rétt fyrir aldamótin 2000 fluttist skólinn svo í nýuppgert hús Listaskólans við Vesturveg en það hús hafði áður hýst Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum, Vélskóla Vestmannaeyja og Iðnskólann, svo nokkuð sé nefnt.
Fjöldi nemenda á hvert hljóðfæri skólaárið 2005-2006
| Nafn | Fjöldi |
|---|---|
| Píanó | 58 |
| Gítar | 52 |
| Söngur | 17 |
| Blokkflauta | 13 |
| Trompet | 11 |
| Þverflauta | 10 |
| Trommur | 9 |
| Saxafón | 7 |
| Fiðla | 5 |
| Klarinett | 5 |
| Horn | 2 |
| Baritón | 2 |
| Altflauta | 2 |
| Bassi | 2 |
| Básúna | 2 |
| Selló | 1 |