Ágúst Guðmundsson (Ásnesi)

From Heimaslóð
Revision as of 17:47, 23 January 2019 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Jón Ágúst Guðmundsson.

Jón Ágúst Guðmundsson útgerðarmaður, fiskimatsmaður í Ásnesi fæddist 1. ágúst 1878 á Þórkötlustöðum í Grindavík og lést 18. mars 1967.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1847, d. 13. mars 1894, og kona hans Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja f. 28. september 1843, d. 20. september 1938.

Börn Guðlaugar og Guðmundar í Eyjum:
1. Jón Ágúst Guðmundsson útgerðarmaður, fiskimatsmaður, f. 1. ágúst 1878, d. 18. mars 1967.
2. Helgi Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 8. október 1881, d. 30. mars 1937.
3. Einarína Guðmundsdóttir verslunarmaður, kennari, f. 11. janúar 1985, d. 30. janúar 1965.

Ágúst var með foreldrum sínum í Grindavík 1880 og 1890 var hjú á Núpi u. Eyjafjöllum 1901, lausamaður í Reykjavík 1910, en á því ári fæddist Sigrún dóttir hans og Guðrúnar Jónsdóttur á Núpi.
Þau Ingveldur giftu sig 1911 og fluttust til Eyja á árinu. Þeir Ísleifur Sigurðsson, síðar í Ráðagerði reistu Birtingarholt 1912 og Ágúst bjó þar til 1923, er hann fluttust í Ásnes, nýbyggt hús sitt. Þau Ingveldur bjuggu þar 1945, en 1948 voru þau komin að Hólagötu 2.
Þau fluttust til Reykjavíkur og dvöldu síðast á Hrafnistu.
Jón Ágúst lést 1967 og Ingveldur 1969.

I. Kona Jóns Ágústs, (1911), var Ingveldur Gísladóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1888 á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum, d. 18. desember 1969.

Börn Ingveldar og Ágústs:
1. Gísli Óskar Ágústsson, f. 4. febrúar 1914 í Birtingarholti, d. 3. júní 1922, hrapaði í Hánni.
2. Guðmundur Ágústsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 2. september 1918 í Birtingarholti, d. 2. desember 2001.
3. Gísli Ágústsson rafvirkjameistari, síðar í Reykjavík, f. 6. maí 1926 í Ásnesi, d. 15. september 1998.
Barn Ágústs og Guðrúnar Jónsdóttur, f. 8. maí 1879, d. 29. janúar 1966, var
4. Jónína Sigrún Ágústsdóttir húsfreyja í Mjölni, f. 14. nóvember 1910, d. 23. október 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.