Ólafía Hallvarðsdóttir

From Heimaslóð
Revision as of 11:40, 17 November 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Ólafía Hallvarðsdóttir.

Ólafía Hallvarðsdóttir frá Bólstað í Mýrdal, vinnukona fæddist þar 7. október 1877 og lést 16. febrúar 1960 í Reynisholti þar.
Faðir hennar var Hallvarður bóndi í Reynisholti í Mýrdal, f. 2. janúar 1847, d. 7. september 1939, Ketilsson bónda í Bólstað í Mýrdal, f. 1798, d. 23. desember 1851 í Bólstað, Eiríkssonar bónda í Fagradal í Mýrdal, f. 1766, d. 11. nóvember 1837 í Fagradal, Sighvatssonar, og konu Eiríks, Sigríðar húsfreyju, f. 1769, d. 3. júlí 1838 á Ytri-Ásum í Skaftártungu, Þorsteinsdóttur.
Móðir Hallvarðs og kona Ketils í Bólstað var Þorbjörg húsfreyja, f. 29. maí 1807, d. 9. mars 1882, Ólafsdóttir bónda, síðast í Syðstu-Mörk, f. 1766 í Pétursey, d. 8. júní 1843 í Syðstu-Mörk, og konu hans Þorbjargar húsfreyju, f. 1766 á Vilborgarstöðum, d. 23. desember 1857, Jónsdóttur.

Móðir Ólafíu og kona Hallvarðs, (14. nóvember 1879), var Þórunn húsfreyja, f. 4. ágúst 1856 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 9. mars 1951, líklega í Reynisholti í Mýrdal, Sigurðardóttir yngri bónda á Rauðafelli, f. 1824, d. 28. maí 1866, Sigurðssonar eldri bónda á Rauðafelli, f. 1798, d. 27. maí 1866, Sigurðssonar, og konu Sigurðar eldri, Sesselju húsfreyju, f. 1780, d. 23. apríl 1855, Ásgeirsdóttur.
Móðir Þórunnar og kona Sigurðar yngri var Þorbjörg húsfreyja, f. 25. júlí 1829, vinnukona í Nýborg 1890, d. 17. mars 1894, Sveinsdóttir bónda Neðri-Dal u. Eyjafjöllum 1835, og konu Sveins, Þórunnar húsfreyju, f. um 1797, Ólafsdóttur.

Börn Þórunnar og Hallvarðs - í Eyjum:
1. Ólafía Hallvarðsdóttir vinnukona á Löndum 1907-1916, f. 7. október 1877, d. 16. febrúar 1960.
2. Guðrún Hallvarðsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 17. október 1888, d. 15. febrúar 1993.

Ólafía var með foreldrum sínum í Bólstað til 1882, í Norður-Hvammi í Mýrdal 1882-1885, í Engigarði þar 1885-1887, með þeim á Felli þar 1887-1888, á Eystri-Sólheimum 1888-1890. Hún var tökubarn og síðan vinnukona í Pétursey þar 1990-1993, vinnukona á Ketilsstöðum þar 1893-1895, á Rauðhálsi þar 1898-1899, á Vatnsskarðshólum þar 1899-1907.
Ólafía var vinnukona á Vestari-Löndum 1907-1916.
Hún var hjá foreldrum sínum í Reynisholti í Mýrdal 1916-1939, hjá bróður sínum þar 1939 til æviloka, en var stundum í Eyjum.
Ólafía var ógift og barnlaus.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.